Kjarninn - 11.09.2014, Síða 17

Kjarninn - 11.09.2014, Síða 17
07/08 íþrÓttir orðspor reykjavíkurmaraþonsins gæti beðið hnekki Pétur Sturla Bjarnason, sem kærði úrslit Reykjavíkur- maraþonsins, ætlar ekki að una úrskurði yfirdómnefndar maraþonsins og hefur áfrýjað honum til dómstóls ÍSÍ. Áfrýj- uninni fylgja athugasemdir sem gerðar eru við vinnubrögð dómnefndarinnar. Þar er gagnrýnt að Pétri hafi ekki verið gefinn kostur á að lesa áðurnefnda greinargerð hins kærða né gera við hana athugasemdir, og að hann hafi sömuleiðis ekki verið boðaður á fund nefndarinnar til að gera frekari grein fyrir máli sínu. Varðandi niðurstöðu dóm- nefndarinnar að ósannað þyki að Arnar hafi notið aðstoðar í hlaup- inu, segir í athugasemdunum: „Þeir sem hlaupa og hjóla vita hvílík hjálp það er fyrir stakan hlaupara að geta miðað hraða sinn við hraðastilltan hjólreiða- mann. Það er gríðarleg hvatning. Þess utan eru vitni að því þegar hjólreiðamaðurinn kallaði í sífellu til hlauparans að herða sig og láta ekki fara fram úr sér og annað í þeim dúr.“ Þá eru gerðar alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu dómnefndarinnar, að miðað við tímamismuninn á tveimur fyrstu hlaupurunum, hafi fylgd hjólreiðamanna ekki haft áhrif á niðurstöðu hlaupsins. „Hvergi í reglum hlaupsins er tekið fram að hlaupari megi brjóta þær ef hann reynist tiltekið fót- frár. Sá sem fyrirgerir þátttökurétti sínum með því að brjóta reglurnar getur ekki fengið viðurkenndan neinn hlaupatíma viðkomandi hlaups. Mat dómnefndarinnar á sér því enga stoð í reglum hlaupsins.“ Í samtali við Kjarnann fullyrðir Pétur Sturla að málið snúst um prinsipp öðru fremur. Í gildi séu reglur sem allir Pétur Sturla Bjarnason

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.