Kjarninn - 11.09.2014, Page 45

Kjarninn - 11.09.2014, Page 45
03/03 álit stýra er það ekki í náungakærleik, heldur græðgi. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru hagsmunasamtök fjármagns- eigenda. Pælum aðeins í eyju sem er umkringd fiski og að eina fólkið sem má veiða fiskinn stjórnar eyjunni. Landinu er stýrt af fólkinu sem á peningana. Fólki sem er mjög lúnkið í því að telja almúganum trú um að hann stjórni. Hann stjórnar engu. Við stjórnum engu. Þú ræður engu. Ekki halda að þú ráðir einhverju. Þú ræður ekki neinu. Við köllum þá ekki kvótaKÓNGA að ástæðulausu. Svo 10% treysta Alþingi. Spurt er hvers vegna ungt fólk kýs ekki. Ég skal svara: Af því það virkar ekki! Við kjósum hægri vinstri upp og niður norðnorðvestur, og sama hvernig fer er okkur riðið í andlitið. Sama hver „vinnur“ þá töpum við. Við erum pískaðir þrælar valdastéttarinnar og fáum öðru hvoru að velja hver heldur á svipunni. Einn af hverjum tíu treysta æðsta lögjafarvaldi landsins. Hvernig endar þetta? Feisum það bara: Ísland er ónýtt. Og ég er ekki að segja hluti hérna að gamni mínu. Ég hef engra hagsmuna að gæta. Landið er bara ein rúst. En þegar fólk viðrar svona skoðanir þá er það stimplað „niðurrifs- og afturhaldsöfl.“ Hvaða helvítis Brave New World 1984 Animal Farm kjaftæði er í gangi? Ég vil bara fá sanngjörn laun fyrir sanngjarna vinnu og að aðrir fái það sama. Ég vil bara geta eignast börn með konunni sem ég elska og ég vil geta búið með þeim við öryggi og jöfnuð. Eins og ástandið er akkúrat núna er ekki útlit fyrir það. Grínlaust. Ég væri til í að skrifa hérna pistil um hvað allt er æðislegt. Ég meina það. Af því einu sinni fannst mér frábært að búa á Íslandi. En ekki lengur. Það er búið að skemma allt. Þannig að Sigmundur Davíð, éttu skít. Hanna Birna, éttu skít. Sigurður G., éttu skít. Vigdís Hauks, éttu skít. Skammist ykkar. Í alvörunni. Skammist ykkar bara.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.