Kjarninn - 11.09.2014, Síða 48

Kjarninn - 11.09.2014, Síða 48
03/05 álit Juncker aukinn þrýsting á þær ríkisstjórnir sem áttu eftir að skila inn tilnefningum. Næstu dagana skiluðu síðustu fimm ríkisstjórnirnar af sér tilnefningum - allt konum, sem náði þeim upp í níu. Þinghóparnir sem mynda meirihluta á Evrópuþinginu, íhaldsmenn og jafnaðarmenn, hafa gefið út að þeir sætti sig við níu kvenkyns framkvæmdastjóra, enda sé það sami fjöldi og í síðustu framkvæmdastjórn. Búast má við að aðra hópa innan þingsins greini á um þetta í framhaldinu. Þinghópar græningja og vinstrimanna hafa bent á að konurnar níu nái því ekki að vera þriðjungur framkvæmdastjórnarinnar, sem skjóti skökku við þá kröfu ESB að hlutfall hvors kyns fari ekki undir 40%, sem sambandið gerir víða í störfum sínum. Raunar er Evrópuþingið sjálft litlu skárra, með rúmlega þriðjungshlut kvenna. Ýmis kvennasamtök hafa því með stuðningi þingmanna græningja og vinstrimanna sett af stað herferðina „Women for European Commission“ til að skora á þingmenn að hafna framkvæmdastjórninni nema hún sé jafnt skipuð konum og körlum. stokkað upp fyrir breyttar áherslur Eitt af því sem Juncker hefur gert til að setja mark sitt á komandi kjörtímabil er að stokka verulega upp verkefnum innan framkvæmdastjórnarinnar. Þetta er að hluta til gert af nauðsyn, til að bregðast við því að staða ESB hefur að ýmsu leyti breyst á síðustu fimm árum, en ekki síður svo hægt sé að breyta pólitískum áherslum. Til að undirstrika þetta ætlar Juncker að fela varaforsetunum sjö að stýra teymum til að ná fram markmiðum framkvæmdastjórnarinnar. Einn þessara varaforseta, Alenka Bratušek, mun stýra stefnu sambandsins í orkumálum, með það fyrir augum að koma ESB nær því að vera sjálfu sér nægt með orku. Nauðsyn þessa hefur orðið ljósari á undanförnum árum, þegar mis- góð samskipti við Rússa minna ESB-ríkin reglulega á það hversu háð þau eru gasinnflutningi þaðan. Bratušek mun sjá um „stóru línurnar“ í orkumálunum, en að öðru leyti verða þau á hendi Miguel Arias Cañete, sem einnig mun fara með

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.