Kjarninn - 11.09.2014, Page 51

Kjarninn - 11.09.2014, Page 51
01/04 Pistill K annski hlustaði ég of oft á Traustur vinur í útvarpinu hjá ömmu eða söng Ísland ögrum skorið í falska barnaskólakórnum í svo mörg ár að það hafði varanleg áhrif á heilabúið. Hver sem ástæðan er þá elska ég Ísland. Ég finn alltaf fyrir undarlegum sæluhrolli þegar ég lendi á Keflavíkurflugvelli eftir langa fjarveru. Þegar vélin rennur í hlað, eftir að hafa lækkað flugið smám saman í fjörugum háloftavindum, verð ég álíka meyr og nýbökuð móðir á fæðingardeild. Sennilega vegna þess að ég hugsa á íslensku og hef aldrei búið nógu lengi í öðru landi til að verða fullkomnlega ég sjálf á þess tungumáli. Móðurmálið á mig, só tú spík, þó að ég viti fátt hallærislegra en útblásna þjóðerniskennd. sjálfstortímandi þráhyggja Ég elska Ísland á svipaðan hátt og ástsjúk unglingsstelpa elskar strák. Strák sem er kaldranalegur, tækifærissinnaður, hvatvís, skuldugur, kröfuharður, veraldarlega sinnaður og ákveðinn í því að læra aldrei af reynslunni, sama hvað á dynur. Kannski því þessi sami strákur á það líka til að vera ég elska ísland Auður Jónsdóttir elskar Ísland en segir klíkuvæðinguna í kringum forsætisráðherra vera hættulega. Pistill auður jónsdóttir rithöfundur kjarninn 11. september 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.