Kjarninn - 11.09.2014, Side 55

Kjarninn - 11.09.2014, Side 55
01/01 græjur kjarninn 11. september 2014 wuNderliST Fyrir skipulags- frík eins og mig sem elskar að gera lista yfir allt mögulegt er Wunderlist draumaappið. Mesta snilldin við appið er að það er hægt að deila listunum með öðrum sem eru líka með appið. ruNkeePer Ég hef notað nokkur hlaupa- öpp en Runkeeper er það langskemmtileg- asta. Þar get ég fylgst með því hvað vinir mínir eru duglegir að hlaupa, sem eykur keppnis- skapið. aloNe Ég spila ekki marga leiki í símanum en eftir að bróðir minn benti mér á þennan leik er ég orðin háð. Flott grafík í frekar einföldum en skemmtilegum leik. iðunn garðarsdóttir laganemi „Ég nota iPhone 5.“ 01/01 græjur tæKni Apple ætlar að gera snjallúr að nauðsynlegri eign Steve Jobs var frægur fyrir að skilja alltaf það besta eftir þar til í lok kynninga sinna á nýjum apple-vörum. Flestir eru sammála um að spennan sé ekki lengur sú sama á kynningunum eftir að hann féll frá. Þangað til í gær. Þá sagði Tim Cook, forstjóri Apple, hina frægu setningu Jobs, „one more thing“, og kynnti til leiks Apple Watch, fyrsta snjallúr fyr- irtækisins sem tekst á einhvern ótrúlegan hátt að gera öll tækin sín að nauðsynjavörum. Úrið kemur á markað á næsta ári. Apple Watch er kassalaga og með taka, svokölluðum digital crown, á hliðinni sem stýrir aðgerðum úrsins. Þrjár útgáfur verða gerðar af úrinu í tveimur stærðum. Allskyns ólar verða í boði og útlitið er að sjálfsögðu stílhreint, eins og Apple er von og vísa. Það mælir hjartslátt, fylgist með hleðslu á rafmagnsbílum, lætur vita um rétta stöppustöð, hvenær flug koma osfr. Í raun er hægt að stýra flestu með úrinu. Úrið vinnur með iPhone síma. Það er hægt að svara í símann með því, senda skilaboð og skoða póst, svo fátt eitt sé nefnt.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.