Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 1

Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 1
 Stofnað 1913  188. tölublað  100. árgangur  VESTURPORT HEFUR MÖRG JÁRN Í ELDINUM ÞAKKAÐI FYRIR SIG MEÐ MYND AF BARNI GETUM ÁGÆTLEGA VIÐ UNAÐ EFTIR ÓLYMPÍULEIKANA COLLINGWOOD 13 ÞRJÚ ÍSLANDSMET ÍÞRÓTTIRSJÓNVARPSÞÆTTIR, KVIKMYND OG LEIKRIT 30  Jens Stolten- berg, forsætis- ráðherra Nor- egs, sagði á blaðamanna- fundi í gær að sér þætti mjög miður að lög- regluyfirvöld skyldu ekki hafa brugðist nógu skjótt við hryðju- verkunum í Ósló og Útey 22. júlí í fyrra. Á fundinum var Stoltenberg ítrekað spurður hvort hann myndi segja af sér vegna harðrar gagn- rýni á lögregluna í nýrri skýrslu um málið. Hann kvaðst bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis en telja réttara að hann sæti áfram til að koma á þeim úrbótum sem nauð- synlegar væru til að tryggja að slík hryðjuverk yrðu ekki framin aftur. »15 og forystugrein Stoltenberg kveðst ekki segja af sér Jens Stoltenberg Viðar Guðjónsson Hjörtur J. Guðmundsson Árni Þór Sigurðsson, þingflokksfor- maður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar, segir „eðli- legt“ að allir flokkar endurmeti af- stöðu til Evrópusambandsaðildar í ljósi umróts í Evrópu. Hann býst við því að þingflokkur Vinstri grænna komi saman á næstunni og ræði aðildarferlið. Ekki sé þó hægt að segja til um það á þessari stundu hvort það leiði til einhverrar af- stöðubreytingar til ferlisins í heild eða um þann tímaramma sem unnið er eftir í aðildarviðræðunum. Þetta kom fram eftir fund utan- ríkisnefndar sem kom saman í gær og ræddi aðildarferlið. Þurfa að hugsa ferlið öðruvísi Árni Páll Árnason, einn þriggja fulltrúa Samfylkingarinnar í utan- ríkismálanefnd Alþingis, furðar sig á því hvers vegna svo ríkur vilji sé hjá sumum að vilja „skemma plan A þegar plan B liggi ekki fyrir“. „Ís- lendingar þurfa að hugsa ferlið öðruvísi en hingað til. Við þurfum að hugsa um það hvaða leiðir eru best- ar fyrir okkur til að vera hluti af hinu evrópska kerfi,“ segir Árni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefnd- inni. Hann segir ljóst að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki lokið á þessu kjörtímabili. „Þessum viðræðum verður þess fyrir utan aldrei lokið miðað við óbreyttar að- stæður.“ Gunnar Bragi Sveinsson, Fram- sóknarflokki, telur málið komið í öngstræti og segir ljóst að því fari fjarri að einhugur ríki um aðild hjá VG. Sérstaklega í ljósi ummæla tveggja ráðherra flokksins um liðna helgi. Með hangandi hendi „Það er ekki heiðarlegt gagnvart neinum að halda þessu áfram svona með hangandi hendi. Það þýðir ekk- ert að koma bara alltaf fram annað slagið eins og vinstri grænir og mótmæla einhverju en halda síðan ferlinu bara áfram á fullri ferð eins og áður,“ segir Gunnar Bragi. Ekki heiðarlegt að halda áfram  Utanríkismálanefnd ræddi aðildarferlið í gær  Tími til að endurmeta stöðuna, segir formaður nefndarinnar  Umræðum lýkur aldrei við óbreyttar aðstæður MFlokkar endurmeti stöðuna »2 Þrátt fyrir þá meginstefnu Vega- gerðarinnar að draga úr almennri tækjaeign og bjóða verkin út eða semja við fyrirtæki á almennum markaði rekur stofnunin þrjá vinnu- flokka og nokkuð af tækjum. Heldur hefur dregið úr tækjaeign. Tveir brúarvinnuflokkar og einn merkingaflokkur taka til sín 450 til 650 milljónir kr. á ári sem er 2-3% af þeim fjármunum sem Vegagerðin hefur til vegagerðar. Hlutfallið sveiflast aðeins á milli ára. Vega- gerðin reynir að hafa verkefni fyrir flokka sína og tæki og með lækkandi framlögum til vegamála er hlutfallið orðið hærra. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna eigin vinnuflokka sé svo lágt hlutfall af verkefnum Vegagerðarinnar að þau skipti engu máli á markaðnum. 110 smábílar um allt land Vegagerðin hefur losað sig við alla vörubíla en á 110 smábíla og 15 þjón- ustubíla. Þótt veghefum hafi verið fækkað eykst notkun þeirra. Þannig voru útseldir tímar heflanna tæplega 11.400 á síðasta ári, rúmum þúsund tímum fleiri en á árinu á undan. »16 Þrír flokkar starfa  Færri vegheflar – aukin notkun Þær brostu sínu blíðasta stöllurnar sem örkuðu upp Bankastrætið síðdegis í gær og eflaust hafa þær rætt lífsins gagn og nauðsynjar. Sumarið sem verið hefur milt og bjart víðast hvar á land- inu er lítið farið að gefa eftir og næstu daga gæti hitinn sums staðar farið yfir 20 stigin. Brosandi í blíðunni í borginni Morgunblaðið/Eggert  Skeiða- og Gnúpverjahrepp- ur kostar lagn- ingu ljósleiðara heim á alla bæi sveitarfélagsins. Verið er að plægja niður 145 kílómetra af ljós- leiðara í þessu skyni og teng- ingar heimila hefjast fljótlega. Allir íbúar sem vilja verða komnir í betra samband fyrir veturinn. »4 145 kílómetrar af ljósleiðara í sveitinni Ljósleiðari bætir sambandið.  Á árunum 2006-2011 voru allt að 32% gæsluvarðhaldsúrskurða sem Hæstiréttur staðfesti kveðin upp á grundvelli almannahagsmuna. Hæstaréttarlögmaður telur að um ofnotkun sé að ræða og breyta þurfi lögum. Í innanríkisráðuneytinu er ekki verið að skoða hvort breyta þurfi skilyrðum fyrir gæsluvarðhaldi. »6 Margir inni vegna almannahagsmuna Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. Á G Ú S T 2 0 1 2 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra tilkynnti í gær fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á hótel og gististaði úr 7% í 25,5%. Samtök ferðaþjónust- unnar segja skattahækkunina „rot- högg,“ fyrir atvinnugreinina. Oddný segir að með þessu sé verið að afnema „ívilnanir“ sem hótel og gistiþjónusta hafi notið í formi lágs virðisaukaskatts. „Það er ekki eins og gististaðirnir séu að mala gull og því er þetta reið- arslag. Ferðamenn eru að koma hér vegna þess að krónan er veik og þetta er markaður sem er mjög næmur fyr- ir verðbreytingum,“ segir Snorri Vals- son, hótelstjóri á HótelHolti en hann situr í gistinefnd Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Fyrirtæki hafa þegar gefið út verðskrá auk þess sem sum þeirra eru búin að selja gistingu 1-2 ár fram í tím- ann. Að óbreyttu munu því þessi fyr- irtæki ekki geta sett hækkun virð- isaukaskatts yfir í verðlag á gistingu fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Því þurfa hótel og gististaðir að bera kostnaðinn alfarið. Að sögn Oddnýjar verður settur á fót starfshópur í samvinnu við rík- isskattstjóra til að sporna við und- anskotum í atvinnugreininni sem hún segir mikil. Eins mun hann leita leiða til þess að uppræta sölu einkaaðila á gistingu til ferðamanna hafi þeir ekki til þess leyfi. Júlíus Vífill Ingvarsson borg- arfulltrúi hyggst taka málið upp í borgarráði og segir hagsmuni borg- arinnar mikla af ferðaþjónustu. »2 Gististaðir eru ekki að mala gull Morgunblaðið/Golli Á Skólavörðuholti Erlendir ferða- menn mynda við Hallgrímskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.