Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 2

Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Árni Þór Sigurðsson, þingflokks- formaður Vinstri grænna og for- maður utanríkisnefndar, telur eðli- legt að allir þingflokkar endurmeti afstöðu til aðildarumsóknar til Evr- ópusambandsins. Pólitískar að- stæður hér á landi og í innan Evr- ópusambandsins geri það að verkum. Árni Páll Árnason, fulltrúi Sam- fylkingar, í nefndinni telur engan hafa komið með trúverðuga hug- mynd um það hvað skuli gera til þess að tryggja aðkomu Íslands að sameiginlegum Evrópumarkaði nema með Evrópusambandsaðild. Eðlilegt að fara yfir aðildarviðræður Utanríkismálanefnd kom saman í gær og ræddi umsóknarferlið. Árni Þór segir þróun mála í Evr- ópusambandinu meðal annars hafa verið rædda. „Auðvitað var farið lít- illega yfir þá stöðu sem kominn er upp í pólitíkinni. Bæði innanlands og í Evrópusambandinu,“ segir Árni. ,,Ég er þeirrar skoðunar að það sé eðlilegt og sjálfsagt að fara yfir aðildarviðræðurnar í ljósi þeirrar þróunar sem hefur verið í efnahags- og peningamálum í Evrópu og er fyrirsjáanlegur á næstunni. Eins í ljósi þess að okkur hefur enn ekki tekist að ræða um mikilvæga flokka aðildarferlisins eins og sjávarút- vegsmálin. Hvort það leiði til nýrra ákvarðana varðandi tímarammann sem við höfum gefið okkur eða hvort það leiði til nýrra ákvarðana um ferlið sjálft er of snemmt að segja til um núna,“ segir Árni. Hann segir að þingflokkur Vinstri grænna muni koma saman á næstunni og endurmeta aðildarferl- ið. „Mér finnst eðlilegt að allir flokkar geri það á þessum tíma- punkti,“ segir Árni. Hvert er plan B? Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks, situr fyrir flokkinn í nefndinni. „Eftir þessa fundi er málið bara að mínu viti í öngstræti. Það er ljóst að það er margra, margra mánaða vinna eftir í þessu ferli. Það er ljóst að það eru fleiri að hlaupast frá verkefninu en áður. Þannig að það hlýtur einfaldlega að vera skýr krafa að þetta verði stöðvað núna og farið yfir málin upp á nýtt,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, telur að ekki sé hyggilegt að hverfa frá aðildarumsókn. „Þó að það séu vandamál í Evrópu breytir það ekki heildarmyndinni. Við fórum ekki í aðildarviðræður til þess að þóknast Evrópusambandinu. Við fórum í þær því við teljum íslenskum þjóð- arhagsmunum best borgið með að- ild,“ segir Árni. „Stundarhagsmun- Flokkar endurmeti stöðuna  Þingflokksformaður VG telur eðlilegt að flokkar endurmeti afstöðu til aðildarferlis  Skrítið að vilja skemma „plan A“ segir Árni Páll Árnason Morgunblaðið/Styrmir Kári Fundahöld Utanríkismálanefnd kom saman í gær og var umsóknarferlið til umræðu og staðan í viðræðunum. Tveir hælisleitendur, annar frá Marokkó og hinn frá Alsír, voru handteknir á hafn- arsvæðinu við Grundar- tanga í gær. Um er að ræða unga karlmenn, sem áður hafa ítrekað reynt að komast um borð í milli- landaskip og hefur ann- ar þeirra m.a. reynt að komast inn á hafnarsvæðið á Grundartanga áður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum er talið að menn- irnir hafi farið inn á lokað hafnarsvæðið í fyrrinótt en þeirra varð vart í eftirlitskerfi Faxaflóahafna um hádegisbil í gær. Var lögreglan þá kölluð til. Ekki liggur fyrir með hvaða skipi menn- irnir tveir ætluðu að reyna að komast og hvert för þeirra var heitið. Reyndu að komast um borð í skip  Tveir hælisleitendur handteknir á Grundartanga Skip í Grundar- tangahöfn. Norðlenskir bændur tóku vel boði Slát- urhúss KVH á Hvammstanga um að hefja sumarslátrun viku fyrr en venju- lega. Í gær var slátr- að þar 530 lömbum og verður kjötið sent ófrosið til Bandaríkj- anna til að lengja sölutímann í versl- unum Whole Foods. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmda- stjóri sláturhússins, segist hafa rennt blint í sjóinn en undirtektir verið vonum fram- ar. Ætlunin var að slátra 500 lömbum að þessu sinni og skilaði það sér og aðeins meira til. Bændur fá 140 króna álag á dilk fyrir að leggja þetta snemma inn. Féð er misjafnt á milli bæja, enda hafa þurrkar leikið bændur grátt í sumar. Ætlunin er að slátra enn fleira fé næstu tvo mánudaga. helgi@mbl.is Sumarslátrun á Hvammstanga Lambakjöti pakkað. „Það er fyrir það fyrsta ljóst að viðræðunum við Evrópusam- bandið verður ekki lokið á þessu kjörtímabili og þær munu fara langt inn á það næsta verði þeim haldið áfram. Þessum viðræðum verður þess utan aldrei lokið miðað við óbreyttar aðstæður. Það er einfaldlega ekki hægt þegar það er ekki skýr vilji meiri- hluta þingsins og ríkisstjórn- arinnar að ljúka samningum og styðja niðurstöðuna,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir það vera ljóst eins og málin standa í dag að það sé ekki meirihluti fyr- ir því á Al- þingi að halda umsókninni um inngöngu í Evrópusam- bandið til streitu. Aðsendar greinar um Evrópumálin eftir Bjarna Benediktsson og Jón Bjarnason, þingmann VG, eru á bls. 17 í Morgunblaðinu í dag. hjorturj@mbl.is Ekki meirihluti fyrir málinu FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Bjarni Benediktsson Árni Þór Sigurðsson Árni Páll Árnason ir í pólitík hér á landi ættu ekki að breyta af- stöðu manna til aðildarferilsins.“ Hann segir engan hafa kom- ið með trúverð- uga lausn sem þjóni íslenskum þjóðarhags- munum betur aðild að Evrópusam- bandinu. „Íslendingar þurfa að hugsa ferlið öðruvísi en hingað til. Við þurfum að hugsa um það hvaða leiðir eru bestar fyrir okkur til að vera hluti af hinu evrópska kerfi. Við þurfum ekkert á því að halda að loka neinum dyrum strax. Það er svolítið skrítið að þeir sem ekki hafa plan B keppist við að skemma plan A,“ segir Árni. Gunnar Bragi Sveinsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Áætlað er að hækkun á virðisauka- skatti á gistinætur á hótelum muni skila ríkissjóði um þremur og hálf- um milljarði króna í ríkissjóð á árs- grundvelli. Svo segir Oddný Harð- ardóttir fjármálaráðherra en tilkynnt var í gær að virðisauka- skattur á gistinætur myndi hækka um 18,5%, úr 7% í 25,5%. Að sögn Oddnýjar voru sjónarmið Samtaka ferðaþjónustunnar tekin til athugunar á fundi í gær. Þar kom fram að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver selt gistinætur eitt til tvö ár fram í tímann auk þess sem þau eru flest búin að gefa út verðskrá fyrir næsta ár. Fyrir vikið er ekki hægt að velta skattahækk- uninni út í verðlag. Gististaðirnir munu því bera allan kostnað af skattahækkuninni. Áætlað er að verð á gistinóttum hækki um 17,3% við þessa hækkun að sögn Ernu Hauksdóttur, formanns samtaka ferðaþjónustunnar. Erna segir að margir gististaðir séu að rétta úr kútnum með aukinni ferðamennsku yfir vetrartímann, en enginn þeirra geti tekið við þessari hækkun. „Úti um allt land eru gisti- staðir sem eru að skapa tekjur í sinni heimabyggð og þeir skaffa vinnu. En þeir myndu aldrei þola að taka þetta á sig.“ Datt ekki í hug að mönnum væri alvara Hún segir þessar hugmyndir koma ferðaþjónustufólki á óvart. „Okkur datt ekki í hug að mönnum væri alvara. Að taka grein sem er á góðri siglingu og veita henni svona rothögg,“ segir Erna. Oddný segir ferðaþjónustuna hafa fengið „ívilnun“ fram til þessa í formi lágs virðisaukaskatts. „Í mars 2007 var virðisauka- skattur lækkaður úr 14% í 7%. Það var ívilnun fyrir atvinnugreinina,“ segir Oddný. ,,Við funduðum með hagsmuna- aðilum í dag og ákveðið var að halda aftur fund til að skoða alla þætti bet- ur. Við söfnum gögnum á milli funda og fundum svo aftur,“ segir Oddný. Snorri Valsson, hótelstjóri á Hótel Holti, á sæti í gististaðanefnd Sam- taka ferðaþjónustunnar. „ Mark- aðurinn er mjög næmur fyrir verð- breytingum. Þetta er ekki mjólk og eða önnur nauðsynjavara. Fólk mun hætta að koma ef verðið hækkar því það hefur aðra valkosti annars stað- ar. Vöxtur ferðaþjónustunnar mun ekki halda áfram endalaust,“ segir Snorri. Uppræta á leyfislausa gistingu Á fundinum var meðal annars ákveðið að setja saman starfshóp með ríkisskattstjóra og hags- munaðilum til að fara yfir lagaum- hverfi greinarinnar. Hlutverk hóps- ins verður að kanna það hvernig hægt verði að koma í veg fyrir und- anskot. ,,Þau eru mjög mikil nú þeg- ar og menn hafa áhyggjur af því þegar virðisaukaskatturinn hækkar muni undanskot aukast enn meira,“ segir Oddný Harðardóttir. Hlutverk hópsins verður einnig að uppræta starfsemi fólks sem býður upp á gistingu í leyfisleysi. „Það er margt fólk að bjóða upp á gistingu án þess að borga neinn skatt. Maður sér það á erlendum heimasíðum að fólk er að bjóða gistingu og við vilj- um uppræta það með skipulögðum hætti,“ segir Oddný. Skili þremur og hálfum milljarði  Virðisaukaskattur hækkar um 18,5%  Uppræta á leyfislausa sölu „Ég mun taka málið upp á næsta fundi borgarráðs og tel það vera skyldu borgarstjórnar að beita sér af fullum þunga í þessu máli. Flest hótel landsins eru í Reykjavík og því hefur þetta gríðarleg áhrif á at- vinnulífið í borginni og þá um leið hag borgarbúa,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi. Júlíus Vífill tekur undir sjónar- mið hagsmunaaðila í ferðaþjónustu sem segja hækkun virðisauka- skatts jafngilda rothöggi fyrir ferðaþjónustu í landinu. „Það er náttúrlega alveg ferlegt að þegar ríkisstjórnin sér vonarglóð í at- vinnulífinu þá þurfi hún að hlaupa til og slökkva hana. Svo er eftir- tektarvert að borgarstjóri og formaður borg- arráðs tjá sig ekki um málið en velja frekar að vera undirlægjur ríkisstjórnarinnar þeg- ar vegið er að svo mikilvægri at- vinnugrein í borginni,“ segir Júlíus. Ekki náðist í Jón Gnarr borgar- stjóra í gærkvöldi. pfe@mbl.is Óhyggilegt að hækka skatt AUKIN SKATTHEIMTA RÆDD Í BORGARRÁÐI Júlíus Vífill Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.