Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 4

Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps fá ljósleið- ara heim til sín á næstu vikum, á kostnað sveit- arfélagsins. Þeir ættu því að vera komnir í fyrsta flokks samband fyrir tölvur sínar, síma og sjónvarp. „Við teljum fjarskiptamál ákaflega mikils virði í því að bæta búsetuskilyrði fólks í sveit- arfélaginu. Við sjáum ekki að símafyrirtækin geri þetta og næstunni og ákváðum að gera þetta sjálfir,“ segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, um fram- kvæmdina. Hann bendir á að fjarskipta- samband sé lélegt, ekki síst netsamband. „Við munum fá efnið á skjá tölvunnar um leið og við ýtum á takkann,“ segir oddvitinn og bætir því við að svo hafi ekki verið til þessa. Kostar 180 milljónir Einhver sveitarfélög og byggðarlög í dreifbýli hafa áður ráðist í lagningu ljósleiðara og Gunnar Örn segir að fleiri séu að athuga möguleikana. sveitarfélaginu eiga kost á ljósleiðarastreng gegn því að borga heimtaugina sjálfir. Gunnar segir að undirtektir íbúa hafi verið jákvæðar og aðeins tvö eða þrjú heimili hafi afþakkað að fá strenginn til sín. Kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður 180 milljónir kr. Gunnar Örn segir að fram- kvæmdin muni ekki raska fjárhagsstöðu sveit- arfélagsins. Í þetta verkefni séu meðal annars notaðir fjármunir sem til voru frá því hlutur sveitarfélagsins í Límtré var seldur á sínum tíma. Þá muni tekjur fyrir notkun ljósleiðarans standa undir lánum vegna framkvæmdarinn- ar. Skuldbinding í tvö ár Þeir sem tengjast ljósleiðaranum skuld- binda sig til að nota hann næstu tvö árin og greiða fyrir 2.800 krónur á mánuði. Gunnar bendir á að fólk greiði almennt meira en tvö- falt þetta gjald í dag, til símafélaganna. Þá muni símafyrirtækin væntanlega nýta þessa þjónustu. Reiknað er með að fyrstu húsin verði tengd upp úr mánaðamótum og öll heimili í sveitarfélaginu áður fyrir lok nóvember. að veggjum heimila þar sem fólk er með lög- heimili. Auk þess munu sumarbústaðaeigend- ur og jarðaeigendur sem ekki hafa lögheimili í Ljósleiðarinn verður 145 kílómetrar að lengd og er verið að plægja hann í jörð þessar vikurnar. Ljósleiðarinn fer heim á alla bæi og Ljósleiðari lagður á alla bæi  Skeiða- og Gnúpverjahreppur bætir fjarskiptasambandið á eigin kostnað  Kostar 180 milljónir króna  Ljósleiðarinn er alls 145 kílómetra langur  Fyrstu húsin tengd um mánaðamót www.mats.is Árnes Ljósleiðarinn fer á alla bæi í hinu dreifða sveitarfélagi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Súðavíkurhreppur hyggst leita til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með að fá framlag upp í kostnað af slökkvi- starfi vegna sinueldanna við Hrafna- björg í Laugardal. Þar voru enn glæður hér og þar í gær og slökkvi- starfi ekki formlega lokið. Eldurinn kom fyrst upp föstudaginn 3. ágúst og hefur því geisað í 11 daga. Um 10 hektarar lands hafa brunnið, sem jafngildir um 13 fótboltavöllum í fullri stærð. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, segir kostnað af slökkvi- starfi kominn í um sjö milljónir króna, eða um 10% af árlegum skatt- tekjum sveitarfélagsins. Auk slökkviliðs frá Súðavík hafa starfs- bræður þeirra frá Ísafirði og Bol- ungarvík komið til aðstoðar, einnig þyrla Landhelgisgæslunnar, bænd- ur með haugsugur og fleiri lagt lið. „Við munum láta á reyna hvort við fáum fjármagn upp í kostnaðinn, sem telst verulega íþyngjandi fyrir allan okkar rekstur,“ segir Ómar en hann vísar í 11. grein reglugerðar um jöfnunarsjóðinn. Þar sé heimild fyrir framlögum til sérstakra og íþyngjandi verkefna sveitarfélaga. Mun sveitarfélagið fyrst leita til jöfnunarsjóðsins, aðrir sjóðir eins og Bjargráðasjóður geti frekar komið landeigendum til aðstoðar við að dekka þeirra tjón. „Þó að þetta sé ekki ræktað land þá hafa landeig- endur orðið fyrir tjóni. Þetta verður ekki beitiland í bráð,“ segir Ómar. Hjá Bjargráðasjóði fengust þær upplýsingar í gær að málið í Laug- ardal yrði að sjálfsögðu skoðað ef það kæmi á borð sjóðsins. En til að fá tjón bætt þyrftu landeigendur að vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld. Mörgum er í fersku minni Mýrar- eldarnir svonefndu í Borgarfirði árið 2006, þegar sinueldar geisuðu í nokkra daga á Mýrunum. Kostnaður sveitarfélagsins Borgarbyggðar við slökkvistarf var um fjórar milljónir króna. Páll S. Brynjarsson sveitar- stjóri segir Borgarbyggð hafa setið uppi með þann kostnað að lang- stærstum hluta. Ekki var þá leitað til jöfnunarsjóðs eða annarra opinberra sjóða. Þeir aðilar sem Borgarbyggð leitaði til með aðstoð við slökkvistarf brugðust einnig vel við og gáfu góð- an afslátt, m.a. þyrlufyrirtæki sem aðstoðaði heimamenn. Bjargráða- sjóður greiddi tjón sem landeigend- ur urðu fyrir vegna girðinga sem eyðilögðust í eldunum. Súðavík leitar til jöfnunarsjóðsins Laugardalur Slökkvistarfi að ljúka.  Sinueldar í Laugardal kostað Súðavíkurhrepp um sjö milljónir króna  Samsvarar 10% af skatt- tekjum sveitarfélagsins  Íþyngjandi fyrir reksturinn  Landeigandi getur leitað til Bjargráðasjóðs Fossinn Hverfandi á yfirfallinu við vestari enda Kára- hnjúkastíflu myndast þegar Hálslón fyllist. Það gerðist óvenju snemma að þessu sinni. Tignarleg sjón er að sjá fossinn við ýmis veðurskilyrði, þar sem jökulvatnið steypist 90-100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. Fossinn er svo aflmikill að jafna má við Dettifoss. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Fossinn sem hverfur Kraftur í jökulvatninu sem steypist fram af Kárahnjúkastíflu Til stendur að færa gangbrautina á Hringbraut við Þjóð- minjasafn Íslands of- ar í götuna. Gang- brautarljósin verða endurnýjuð í vikunni og verða þau í leið- inni færð nokkra metra í átt að hring- torginu við Suð- urgötu til að falla betur að aðliggjandi gönguleiðum sam- kvæmt því sem fram kemur á vef Reykja- víkurborgar. Gangbrautin brúar bilið milli Háskóla Ís- lands og miðborg- arinnar og er mikil umferð um hana á skrifstofutíma. Áætlað er að framkvæmdir hefj- ist á miðvikudagskvöld eftir kl. 20 og verður unnið eitthvað fram eftir nóttu. Mikil áhersla er lögð á að vinna verkið á þeim tíma sem það skapar minnsta truflun fyrir um- ferð. Náist ekki að vinna verkið á mið- vikudagskvöld verður haldið áfram á fimmtudagskvöld. Reykjavíkurborg vekur athygli ökumanna á því að lokað verður fyr- ir umferð um hluta Hringbrautar á ofangreindum tímum og henni vísað á hjáleiðir um Suðurgötu, Skot- húsveg, Sóleyjargötu og Bjark- argötu, sem verður tímabundið breytt í einstefnuakstursgötu. Gangbraut við Há- skólann færð til  Færð nokkra metra ofar í götuna Umferð Hin fjölfarna gangbraut við Háskóla Íslands verður færð nær hringtorginu við Suðurgötu. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Slökkvistarfi í Laugardal er ekki endanlega lokið. Enn lifði í glæðum hér og þar í gær. Segir Ómar Már glæðurnar vera á af- mörkuðu svæði og lítil hætta talin á að eldurinn breiðist frek- ar út. Enginn var við slökkvi- starf í gær en tækjabúnaður er á svæðinu sem hægt er að grípa til ef með þarf. Vindar eru hag- stæðir til fimmtudags, skv. spám, og vonast er til að náttúr- an muni sjá um síðustu glæð- urnar fyrir þann tíma. Enn glæður SLÖKKVISTARFIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.