Morgunblaðið - 14.08.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Bað og sturta!
NAPOLI hitastýrt
sturtusett
26.900,-
SAFIR sturtusett
1.995,-
11.990,-
NAPOLI hitastýrð
utrutsriryfikætranudnölb
NAPOLI hitastýrð blöndunartæki
fyrir baðkar
14.900,-
einnig fáanlegt með
áföstu sturtusetti
ADE-15752204
AGI-167-1B
AGI-160
AGI-167-1C
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar-
lögmaður telur að breyta þurfi lög-
um til að dómstólar hér á landi hætti
að ofnota heimild til að úrskurða
grunaða menn í
gæsluvarðhald á
grundvelli al-
mannahagsmuna.
Ragnar og Fann-
ey Hrund Hilm-
arsdóttir, lög-
maður, rita grein
í nýjasta hefti
Úlfljóts, tímarit
laganema við Há-
skóla Íslands, þar
sem komist er að
þeirri niðurstöðu að íslenskir dóm-
stólar misbeiti heimild til að úr-
skurða í gæsluvarðhald á grundvelli
almannahagsmuna. Heimildin sé of-
notuð, rökstuðningur fyrir beitingu
hennar sé á engan hátt fullnægjandi
og túlkun íslenska dómstóla sé ekki í
samræmi við túlkun Mannréttinda-
dómstóls Evrópu.
Í lögum um meðferð sakamála er
mælt fyrir um skilyrði gæsluvarð-
halds og eru þau rakin í ramma hér
til hliðar. Sé ekkert þeirra uppfyllt
má úrskurða í gæsluvarðhald „ef
sterkur grunur leikur á“ að viðkom-
andi hafi framið afbrot sem getur
varðað tíu ára fangelsi „enda sé
brotið þess eðlis að ætla megi varð-
hald nauðsynlegt með tilliti til al-
mannahagsmuna.“
Í greininni er vakin athygli á
hversu hátt hlutfall gæsluvarðhalds-
úrskurða sem kærðir eru til Hæsta-
réttar byggist á þessum grunni. Árið
2006 var hlutfallið 29%, árið 2007 var
hlutfallið 25%, árið 2008 var hlut-
fallið 19%, árið 2009 var hlutfallið
16%, árið 2010 var það 22% og rauk
upp í 32% árið 2011. Fæst voru til-
vikin árið 2008 eða 20 en flest árið
2011 eða 37.
Stöðlun er freistandi
Í grein Ragnars og Fanneyjar
Hrundar kemur fram að norskir
fræðimenn hafi talið heimild til
gæsluvarðhalds á grundvelli al-
mannahagsmuna hafa verið ofnot-
aða þar í landi á árunum 1998-2000.
Og hversu oft skyldi henni hafa verið
beitt? Alls 24 sinnum á þessu tíma-
bili, eftir því sem segir í Úlfljóts-
greininni. Árið 2003 þrengdu Norð-
menn þessa heimild með laga-
breytingu.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Ragnar að upphaflega hefðu orðið
einhver mistök sem hefðu valdið því
að í lögunum væri vísað í almanna-
hagsmuni en ekki í almannafrið. Síð-
an hefðu dómstólar farið að nota
staðlaðar skýringar þegar þeir beiti
ákvæðinu, í stað þess að rökstyðja
notkun þess. „Það er svo freistandi
að grípa til staðlaðra setninga, því þá
þarf maður ekki að hugsa málið í
botn,“ sagði hann.
Aðeins einn dómari Hæstaréttar
hefði áttað sig á að heimildinni væri
ekki hægt að beita með þessum
hætti en hann hefði engar und-
irtektir fengið hjá réttinum. „Og það
held ég að knýi á um að gerð verði
lagabreyting,“ sagði Ragnar.
Ragnar sagði að breyta yrði orða-
lagi laganna þannig að í stað al-
mannahagsmuna yrði talað um al-
mannafrið. Beita ætti heimild til
gæsluvarðhalds á grunvelli al-
mannahagsmuna í undantekningar-
tilfellum, þá aðeins ef það myndi
skapa óróa í samfélaginu ef hinn
grunaði sæti ekki í gæsluvarðhaldi
um tíma. Sá væri skilningur Mann-
réttindadómstóls Evrópu og hann
hefði verið innleiddur í Noregi og
Danmörku.
Eftir breytingu sem þessa yrðu
ákvæði um gæsluvarðhald sambæri-
leg og í Noregi og Danmörku,
ákvæðunum yrði hins vegar beitt
með öðrum hætti en áður.
Morgunblaðið/Júlíus
Gæsla Í innanríkisráðuneytinu er verið að skoða heimildir vegna símhlustunar og hvort skýra þurfi nánar og veita
frekari leiðbeiningar um hvað í almannahagsmunum felist. Heimildir til gæsluvarðhalds eru ekki til skoðunar.
Breyta þarf lögum til
að ofnotkuninni linni
Einn dómari hefur áttað sig Fær ekki undirtektir
Skilyrði varðhalds
» Eitthvert eftirtalinna skil-
yrða verður að vera fyrir hendi
ef úrskurða á í gæsluvarðhald:
» Sakborningur muni torvelda
rannsókn.
» Sakborningur reyni að kom-
ast úr landi.
» Sakborningur muni halda
áfram brotum.
» Verja þurfi aðra fyrir árásum
sakbornings eða hann sjálfan
fyrir árásum annarra.
» Einnig má úrskurða í gæslu-
varðhald á grundvelli almanna-
hagsmuna, þótt ekkert þess-
ara skilyrða sé fyrir hendi.
Ragnar
Aðalsteinsson
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Búið er að fella um 180 hreindýr
það sem af er veiðitímabilinu, þar
af um 140 tarfa og 40 kýr. Hrein-
dýraveiðimenn eiga því töluvert
enn langt í land með að ná kvóta
tímabilsins, sem er 1.009 dýr.
Veiði á törfum gat hafist 15. júlí
sl. og 1. ágúst á kúm. Hægt er að
veiða tarfana til 15. september nk.
og kýrnar til 20. september. Hlýtt
hefur verið í veðri austanlands að
undanförnu og hreindýrin haldið
sig það ofarlega á hálendinu að erf-
iðara hefur verið að ná til þeirra.
Jóhann G. Gunnarsson, starfs-
maður Umhverfisstofnunar á Egils-
stöðum, segir þetta geta verið með-
al skýringa á að ekki sé búið að
veiða nema 180 dýr. Búast megi við
kipp eftir 20. ágúst þegar gæsa-
veiðitímabilið hefst en þá sameini
margir veiðimenn þessar ferðir.
Þegar kólnar í veðri muni hrein-
dýrin einnig leita neðar í byggð og
geti veiðin orðið auðveldari.
Enn verið að úthluta
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu var mörgum leyfum til
hreindýraveiða skilað að þessu
sinni, sem einkum er rakið til þess
að gerð var krafa um að veiðimenn
og hreindýraleiðsögumenn und-
irgengjust verklegt skotpróf.
Vegna þessa er enn verið að út-
hluta hreindýraveiðileyfum og Jó-
hann segir þetta taka sinn tíma.
Hringja þurfi í þá sem voru á bið-
listum og þurfa þeir minnst viku
fyrirvara, m.a. til að komast í skot-
próf hafi það ekki verið gert.
„Þegar leyfi koma inn svona
seint á sumrin geta menn verið bún-
ir að verja sínu sumarfríi í annað
þannig að það er tafsamara að
koma leyfunum út,“ segir Jóhann.
Skotveiðifélög víða um land hafa
tekið að sér að framkvæma prófin.
Að sögn Jóhanns hafa mörg félög
verið endurvakin vegna þessa og
aðgengi að skotprófunum ætti því
að vera gott víðast hvar á landinu.
Um 180 hreindýr
af 1.009 verið felld
Enn verið að úthluta veiðileyfum
Skotprófin gætu hafa fælt menn frá
Morgunblaðið/Eggert
Hreindýr Veiðin fer hægt af stað.
Vinsælt Menningarhúsið Hof hefur
sitt þriðja starfsár í haust.
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Rúmlega 300.000 gestir hafa heim-
sótt menningarhúsið Hof á Akureyri
frá opnun þess og skilaði reksturinn
1,5 milljóna króna rekstrarafgangi
eftir síðasta starfsár. Hof var opnað
árið 2010 og er því þriðja starfsár
hússins að hefjast í haust.
Innt eftir skýringu á velgengni
Hofs segir Ingibjörg Ösp Stefáns-
dóttir, framkvæmdastjóri Hofs, að
margir þættir hafi spilað inn í.
„Áætlanagerðin var ansi nákvæm
og ítarleg og síðan gekk einfaldlega
allt upp í rekstrinum,“ segir hún og
þakkar velgengnina sterkum starfs-
mannahópi og áhuga almennings.
„Heldur meiri aðsókn var en við
höfðum gert ráð fyrir, bæði meðal
gesta og viðburðahaldara og það
hafði mikið að segja,“ segir Ingi-
björg Ösp og bætir við að gríðarlegt
aðhald í rekstrinum hafi einnig skil-
að sínu.
Ársvelta Hofs er um 110 milljónir
og forsvarsmenn Menningarfélags-
ins Hofs ses. sem sér um rekstur
hússins hafa ákveðið að skila einnar
og hálfrar milljónar króna rekstrar-
afgangi til Akureyrarbæjar.
„Við erum stolt af því að skila
starfseminni með rekstrarafgangi og
þykir rétt að skila honum aftur til
bæjarins. Samhliða því skorum við á
bæjaryfirvöld að sjá til þess að fjár-
magnið verði nýtt í framleiðslu list-
viðburða á svæðinu,“ segir Ingi-
björg.
Eftirspurn eykst eftir kreppu
Að sögn Ingibjargar hafði skapast
mikil eftirspurn þegar menningar-
húsið hóf rekstur og síaukin aðsókn
endurspegli það. „Eftirspurnin hafði
safnast upp og ef hægt er að tala um
jákvæðar afleiðingar kreppunnar
eru þær aukin meðvitund er um að
njóta, að fjölskyldan fari saman í
leikhús og á tónleika og nýti það
menningarframboð sem sé til stað-
ar,“ segir Ingibjörg.
Fjölbreytt starfsemi er í Hofi, en
Tónlistarskólinn á Akureyri, Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands, Akureyr-
arstofa og Upplýsingamiðstöð ferða-
manna eru þar til húsa. „Þetta
fyrirkomulag skapar daglegan um-
gang í húsinu, tónlistarskólinn starf-
ar alla virka daga yfir vetrartímann
með 500 nemendur og 50 starfs-
menn, svo er mikið flæði fólks í
tengslum við Sinfóníuna, Akureyrar-
stofu og Upplýsingamiðstöðina. Í
raun er aldrei dauð stund í húsinu og
hér er mjög líflegt andrúmsloft,“
segir Ingibjörg.
Í rekstri Hofs er lögð áhersla á
fjölbreytta dagskrá. „Fjölbreytileiki
framboðsins er vel þeginn og það var
ákveðin þörf á starfsemi með breidd
af þessu tagi,“ segir Ingibjörg. Starf-
seminni verður haldið áfram á svip-
uðum nótum. „Við munum bæta að-
eins í, þónokkuð er um nýjungar á
vetrardagskránni en við munum
halda í grunngildi Hofs,“ segir Ingi-
björg en vetrardagskráin verður
kynnt hinn 20. ágúst.
1,5 milljóna króna afgangur hjá Hofi
Menningarhúsið skilar rekstrarafgangi Skora á bæjaryfirvöld að nýta fjármagnið í listviðburði