Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 10

Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fjallganga í vondu veðrihreinsar sannarlega hug-ann, því það kemst ekk-ert annað að en að kom- ast áfram og lifa þetta af,“ segir Áslaug Rut Kristinsdóttir og hlær hin kátasta, en hún ásamt tveimur vinkonum sínum er nýkomin úr göngu yfir Fimmvörðuháls, þar sem allan tímann var kolvitlaust veður, hávaðarok og úrhellisrigning. „Þetta var ganga á vegum Ferðafélags Íslands og hópurinn var fjórtán manns sem við Þórhild- ur Þórdísardóttir og Eva Sæland vorum í. Við lögðum af stað úr bænum á föstudagsmorgni og vissulega var grenjandi rigning all- an tímann sem við vorum að keyra austur, en okkur datt samt ekkert í hug að hætta við. Við búum á Ís- landi og vitum alveg að allra veðra er von. Við hófum gönguna við Skóga og þá var veðrið ekki sérlega árennilegt, en það var engan bilbug að finna á þessum hópi, við létum bara vaða. Seinna fréttum við að fólkinu sem ætlaði á sama tíma að ganga þessa leið frá hinum end- anum, Þórsmörkinni, hefði verið snúið frá, þeim var hreinlega bann- að að leggja af stað.“ Leið um tíma eins og hún væri úti í geimnum Áslaug segir að vissulega hafi þær vinkonurnar ekki frekar en aðrir í gönguhópnum, notið hins fagra útsýnis sem allir þekkja sem gengið hafa Fimmvörðuháls í björtu veðri. „Við misstum óhjá- kvæmilega af því öllu saman og ein- Hressandi var hún viðbjóðsgangan Ekki er hægt að stóla á bongóblíðu í hvert sinn sem fólk heldur til fjalla á Íslandi og þær fengu heldur betur að reyna það vinkonurnar Áslaug, Eva og Þórhildur sem gengu Fimmvörðuháls um nýliðna helgi í hávaðaroki og grenjandi rigningu. Skyggnið var ekkert og þær misstu því af öllum fögru fossunum og útsýninu. Á jökli Áslaug í blíðskaparveðri á Snæfellsjökli í sumar. Vel veðraðar Alsælar að göngu lokinni, komnar í Langadalsskálann. Stundum hefur maður lítinn tíma og vill drífa líkamsræktina af ef svo má segja. Þó má ekki gleyma að öll æfing er af hinu góða sama hvort þú ferð í púltíma í ræktinni í klukkutíma, ferð út að ganga rösklega í hálftíma eða jafnvel skemur. Allt er í raun betra en kyrrseta allan daginn. Á vefsíðunni chatelaine.com er að finna sniðugar hugmyndir að æfingaprógrammi sem tekur ekki nema um tíu mínútur að gera. Sniðugt er að bæta slíku pró- grammi við skokk eða göngu og þá getur þú gefið þér hálftíma í líkams- ræktina á annasömum degi. Meðal æfinganna eru æfingar sem hægt er að gera úti við. Þarf þá ýmist engin tól eða tæki eða nýta má bekki í sum- ar þeirra og eins er sums staðar að finna æfingasvæði á útisvæðum sem má nýta sér. Með þessum æfingum getur þú búið til þitt eigið æfinga- prógramm sem hentar þér vel og nýtt hvað best þann tíma sem þú hefur. Svo má skiptast á og hafa æfinguna stutta eða langa til skiptis. Vefsíðan www.chatelaine.com Líkamsrækt Það er fínt að nýta náttúruna til æfinga og halda út í fríska loftið. Góðar æfingar utandyra Morgunblaðið/Eggert Þá styttist í aðra formlegu þríþraut 3N – Þríþrautardeild UMFN en hún verður haldin 25. ágúst næstkom- andi í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Þar verður keppt í sprettþraut og fjölskylduþríþraut liðakeppni. Sundið fer fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í 50 metra laug. Brautirnar eru 6 og verða mest 5 manns á braut. Ef þátttakendur eru fleiri en 30 er gert ráð fyrir að ræst verði í tveimur lotum. Hjólaleiðin er 2,5 km hringur sem leiðir þátttakendur framhjá Vatna- veröld í hverjum hring. Farið er út frá skiptisvæði inn á Skólaveg, beygt til vinstri inn á Flugvallarveg og aftur vinstri inn á Hringbraut síðan vinstri inn á Skólaveg. Að lok- um er beygt inn að Vatnaveröld (Sunnubraut) og farið inn á sama skiptisvæðið aftur. Hjólaleiðin er nokkuð greið og ætti að vera hægt að ná góðum hraða á leiðinni. Ljúka þarf fjórum hringjum áður en snúið er inn á skiptisvæði. Hlaupið Í sprettþrautinni er hlaupið sömu leið og á hjólinu. Um er að ræða 2,5 km hring eins og lýst er hér að ofan. Endað er við Vatnaveröld. Í fjölskylduþríþrautinni verður hlaupin 2 km leið og endað við mark- línu við Vatnaveröld. Nánari upplýs- ingar má nálgast á www.hlaup.is. Endilega… …takið þátt í þríþraut Morgunblaðið/Golli Hasar Í þríþraut er synt, hlaupið og hjólað. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hollt kjúklingasalat er auðvelt að búa til og hægt að steikja bringurnar í salatið eða grilla. Í þetta salat þarf: 250 g aspas 2 kjúklingabringur klípa af chillíflögum 25 g söxuð steinselja 200 g hrein jógúrt 1 matskeið olía 1 niðurskorið avókadó 100 g spínat 50 g klettasalat 2 matskeiðar hampfræ Sjóðið aspasinn í nokkrar mínútur og skerið síðan í helminga. Nuddið chillíflögunum á bringurnar og steik- ið eða grillið. Blandið öllu saman og notið steinseljuna, jógúrt og krydd að eigin vali til að búa til dressingu. Uppskrift fengin af ivillage.com. Kjúklingasalat með aspas og avókadó Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjúklingasalat Fljótleg máltíð. Fljótlegt og gott

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.