Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 11

Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 11
hverjir sögðu að við yrðum að ganga þetta aftur í góðu veðri því við sáum ekkert af fossunum fögru sem varða þessa leið og engin var fjalla- og jöklasýnin. Skyggnið var ekkert allan tímann. Mér leið á ein- hverjum tímapunkti eins og ég væri úti í geimnum, þegar ekki sáust handaskil vegna þoku og rigningar og við gengum í gljúpri ösku sem gerði nánasta umhverfi framandi. Þegar við vorum komin á Morens- heiðina og nálguðumst Bása í Þórs- mörk fór aðeins að létta til og við fengum loksins að sjá svolítið af dýrðinni. Þar fyrir utan var þetta algjört brjálæði og ég hélt um tíma að ég væri að deyja svei mér þá,“ segir Áslaug og bætir við að slíkur hafi veðurhamurinn verið að ekki var nokkur leið að taka myndir. Alsælar að hafa klárað „Það var ekkert sérstaklega notalegt að vera gegndrepa allan tímann, eiginlega var það frekar svakalegt og fyrir vikið köllum við þetta að gamni okkar viðbjóðsferð- ina. En við erum samt alsælar að hafa klárað og ánægðar með okkur, enda var þetta þónokkurt þrekvirki. Það var ekki stætt á köflum, til dæmis þegar hluti hópsins fór upp að nýja gosgígnum Móða, þá beið ég þar sem ég stóð í brekku og vindurinn var slíkur að ég átti fullt í fangi með að halda mér á löpp- unum. En þetta var samt rosagam- an og heldur betur eftirminnilegt. Í hita leiksins vorum við vissulega stundum pirraðar yfir aðstæðunum, til dæmis var aldrei hægt að stopp- að nema mjög stutt í einu af því fólki varð strax jökulkalt. Maður var bara kýldur áfram, í hverju stoppi rak leiðsögumaðurinn okkur áfram eftir minna en tíu mín- útur, enda ekkert annað í boði en að keyra þetta áfram. Í fyrstu brekkunni eftir að við stöldruðum við í Baldvinsskála leist mér ekki á blikuna þar sem ég stóð í allri þess- ari ösku með risastóra brekku, skelfilega bratta, framundan. Sú uppganga tók verulega á og ég sá ekki glóru. Ég hélt að það væri mitt síðasta.“ Einn hélt áfram enn lengra „Þetta var sannkölluð heljar- ganga því við vorum öll gegnblaut, bakpokarnir og allt, því þó að yfir- hafnir eigi að heita vatnsheldar standa þær svona veður ekki af sér og rokið þrýstir bleytunni niður hálsmál, ofan í skó og inn um allar smugur. Það var ekkert sérlega huggulegt að fara Heljarkamb og Kattarhrygg í þessu veðri, ég var fegin að vera ekki mjög lofthrædd þá. Á þessum sama degi var hundr- að og fimmtíu manna hópur frá Landsbankanum að ganga þessa leið en hluti af því fólki treysti sér ekki alla leið og fór með trukkum til baka frá Baldvinsskálanum,“ segir Áslaug og bætir við að sem betur fer sé leiðin frá Skógum í Þórsmörk aðeins dagleið og þau hafi því ekki þurft að ganga aftur að morgni í blautum göngufötum. „Við gengum samfellt í átta og hálf- an tíma og við gistum að göngu lok- inni í Langadal í Þórsmörk. Við fengum dýrindis grillað lambalæri um kvöldið og eftir þá máltíð vorum við næstum búnar að gleyma því hvernig veðrið hafði verið. Við vor- um svo sótt þangað í rútu um morguninn og héldum heim. En einn í hópnum okkar var ekki búinn að fá nóg þegar ferðinni lauk, hann ákvað að halda áfram og ganga Laugaveginn allan. Við hin gáfum honum afgangana af nestinu okkar til að hafa með sér.“ Jómfrúarferðin var söguleg Áslaug segir að gönguferðin á Fimmvörðuhálsinn hafi komið þannig til að Eva, sem er búsett í London, hafi átt gjafabréf frá Ferðafélaginu. Eva ákvað að hóa í okkur Þórhildi og nýta gjafabréfið. Hún sá líka að þetta væri góð leið fyrir okkur stelpurnar til að vera saman, enda erfitt að finna vin- kvennastundir þegar ein býr í út- löndum, önnur á Akranesi, sú þriðja í Reykjavík og nokkur lítil börn hafa bæst í hópinn sem bindur fólk heima. Við fórum því glaðar af stað og erum allar í ágætu göngu- formi, Þórhildur gengur mikið á fjöll, ég held að hún hlaupi upp og niður Akrafjallið daglega, enda var hún ævinlega fremst í flokki á Fimmvörðuhálsinum, hún fann ekki fyrir þessu. Eva stundar hlaup af krafti og sjálf fer ég í nokkurra daga gönguferð með manninum mínum og fjölskyldunni á hverju ári í gönguhóp sem kallar sig Handan við hæðina. Við fórum í sumar á Snæfellsnesið og dóttir okkar sem er ellefu mánaða og átta ára sonur voru með í för. Þetta var söguleg ganga hjá okkur vinkonunum, sann- kölluð jómfrúarganga, því héðan í frá ætlum við að hittast einu sinni á hverju ári sérstaklega til að fara í góða göngu, hvernig sem viðrar.“ Garpar Þær voru hressar og til í slaginn við upphaf ferðar hjá Skógum og óraði ekki fyrir veðrinu sem beið þeirra. Það var ekkert sérlega huggulegt að fara Heljarkamb og Kattar- hrygg í þessu veðri, ég var fegin að vera ekki mjög lofthrædd þá. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.