Morgunblaðið - 14.08.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.08.2012, Qupperneq 12
Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Stundakennara við guðfræðideild Háskóla Íslands var gert að víkja úr starfi í vor eftir að í ljós kom að hann hafði ekki doktorspróf eins og hann sjálfur hafði alltaf haldið fram. Kennarinn hafði kennt við deildina í nokkur ár og vitað var að hann hafði verið í doktorsnámi. Þeg- ar hann sagðist hafa lokið því var hann tekinn trúanlegur. Við eftir- grennslan kom hins vegar í ljós að hann hafði aldrei lokið prófinu og gekkst kennarinn strax við því að hafa gefið rangar upplýsingar. RÚV greindi frá þessu á föstudaginn. Sólveig Anna Bóasdóttir, for- seti guðfræði- og trúarbragða- fræðideildar Háskóla Íslands, segir að gengið hafi verið frá þessu máli fyrir sumarleyfi og umræddur kenn- ari snúi ekki aftur til starfa. „Hann mun ekki verða beðinn um að kenna áfram við deildina vegna trún- aðarbrests,“ segir Sólveig. Spurð hvort þetta mál gjaldfelli á einhvern hátt þau námskeið sem hann kenndi segir hún það ekki vera. „Þetta fjallar aðeins um hans formlegu hæfni. Hann kenndi nám- skeið sem gekk mjög vel.“ Sólveig hefur verið forseti deildarinnar í tvö ár og segir hún að á þeim tíma hafi allir stundakenn- arar sem eru að koma inn nýir þurft að skila sínum gráðum. „Það eru verklagsreglur í gildi um þetta og það þarf að skerpa á þeim.“ Fastir kennarar við háskólann þurfa að framvísa prófskírteinum en ekki er því alltaf eins farið með stundakennara. Samningar í ólestri Stefán Pálsson, varaformaður Hagstundar, félags stundakennara á háskólastigi, segir að þeir samn- ingar sem gerðir eru við stunda- kennara séu í ólestri. „Við höfum bent á það að utanumhald í þessum málum er ekki nógu gott. Samning- arnir sem eru gerðir við stunda- kennara geta varla staðið undir því nafni. Þetta er lítið meira en blað með reikningsnúmerinu sem á að greiða inn á,“ segir Stefán. „Við höf- um bent á það mjög lengi að það væri æskilegt fyrir háskólann að standa betur að þessu, til að mynd að það væru gerðir samningar þar sem réttindi og skyldur stundakenn- ara væru tilteknar. Við höfum sagt að það væri ekki síður til hagsbóta fyrir háskólann en stundakennarana að koma skikki á þessi mál.“ Um tvö þúsund stundakenn- arar eru við Háskóla Íslands og sinna þeir um 30% af kennslunni. Kjaramál þeirra hafa nokkuð verið í umræðunni en tímakaup stunda- kennara eru frá rúmum þúsund krónum á tímann upp í 1.900 kr. sem kennarar með doktorsgráðu fá. Stefán segir að launin hækki um 300 kr. á tímann frá meistaragráðu í doktor, úr 1.600 kr. í 1900 kr. Stundakennarinn í umræddu máli bauðst til að endurgreiða ofgreidd laun vegna doktorsprófsins sem hann hafði ekki. Morgunblaðið/Kristinn Háskóli Íslands Stundakennara við guðfræðideild var gert að hætta eftir að í ljós kom að hann hafði ekki doktorspróf eins og hann hélt sjálfur fram. Þarf að koma skikki á mál stundakennara Félag stundakennara kærði Háskóla Íslands til Umboðs- manns Alþingis fyrir það með- al annars að ráðningasamn- ingar við stundakennara væru í ólestri. „Umboðsmaður er búinn að senda ítarlegan spurningalista til háskólans og ég held að það ætti að þrýsta enn frekar á að háskól- inn taki til í þessum málum. Við bíðum mjög spennt eftir svörunum við bréfi umboðs- manns því við teljum að þar hafi verið spurt stórra og áleitinna spurninga og HÍ hljóti að taka það alvarlega,“ segir Stefán Pálsson. Kæra hjá um- boðsmanni FÉLAG STUNDAKENNARA Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.