Morgunblaðið - 14.08.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.08.2012, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 ✝ Sveinn Matt-híasson fædd- ist 20. mars 1966 í Vestmannaeyjum. Hann varð bráð- kvaddur á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja hinn 5. ágúst sl. Foreldrar hans eru Kristjana Björnsdóttir, f. 24.12. 1943, hús- móðir frá Vestmannaeyjum og Matthías Sveinsson, f. 21.9. 1943, vélstjóri frá Vest- mannaeyjum. Bróðir Sveins: Björn, f. 2.6. 1978, m.h. Hrefna Jónsdóttir, f. 16.12. 1977, börn þeirra: 1) Kristjana, f. 28.9. 2000, 2) Birk- ir, f. 29.6. 2006, og 3) Bergdís, f. 12.5. 2010. Maki Sveins: Harpa Gísla- dóttir, f. 11.1. 1960, þjón- ustustjóri frá Vestmannaeyjum. Þau gengu í hjónaband hinn 11. júní 2011. Foreldrar maka: Guðlaug Arnþrúður Gunnólfs- dóttir, f. 21.9. 1941, og Gísli Geir Guðlaugsson, f. 3.7. 1940. Börn Sveins: 1) Matthías, f. 26.6. 1984. 2) Erna Sif, f. 1.12. 1989. 3) Heimir Freyr, f. 17.4. 2003. Börn Hörpu: 1) Gísli Geir Tóm- asson, f. 17.7. 1980, m.h. Lilja Björg Arngrímsdóttir, f. 10.7. 1982, sonur þeirra Tómas Arn- ar, f. 25.8. 2008. 2) Erna Tómasdóttir, f. 18.9. 1984, m.h. Vigfús Sigurðarson, f. 24.8. 1982. 3) Kristján Tómasson, f. 16.1. 1992. Sveinn lauk námi í vélstjórn árið 1990. Hann starfaði frá 14 ára aldri nánast óslitið sem há- seti og síðar vélstjóri hjá út- gerðarfélaginu Ósi ehf. sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur VE 401. Til skamms tíma gerði Sveinn út Haförn VE 23 ásamt öðrum. Sveinn var einn af stofnendum bifhjólaklúbbsins M.C. Drullusokkar og var Sveinn félagsmaður númer tvö í samtökunum. Útför Sveins fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, þriðjudaginn 14. ágúst 2012, kl. 14. Elsku Svenni okkar. Við vilj- um með nokkrum orðum kveðja þig þótt það sé það erfiðasta sem við höfum gert í lífinu. Það er svo margt sem við gætum sagt frá en við geymum það flest fyrir okkur saman. Við vorum svo náin fyrstu árin þín, mikið bara ein því pabbi þinn var svo mikið á sjó. En þegar þú varst 12 ára gamall kom annar sólargeisli í líf okkar, hann Bjössi bróðir þinn. Þið voruð alltaf svo góðir bræður sem aldrei bar nokkurn skugga á enda saknar hann þín mikið. Þú áttir svo marga góða kosti, þar á meðal að vera einstaklega góður pabbi og ég veit að þér þótti svo vænt um þau öll, enda sést það best á því hvað þau sakna þín öll mikið og eiga erfitt með að sjá á eftir þér. En ég veit að þú munt fylgja þeim eftir og senda þeim hlýja strauma. Þú varst líka svo lánsamur að hitta þá bestu konu sem þú gast fundið í öllum heiminum, hana Hörpu þína. Þér þótti svo vænt um hana og þið voruð svo sam- taka í öllu sem þið gerðuð. Höfð- uð gaman saman af lífinu og tókst það vel. Þér hafði aldrei liðið bet- ur; „engar áhyggjur núna mamma því hún Harpa reddar þessu öllu“ sem hún gerði líka því hún elskaði þig óendanlega mikið og hún saknar þín sárt núna, eins og hennar börn gera líka. Bróðir þinn og Hrefna sakna þín mikið en þau munu hjálpa okkur og við í sameiningu reyna að vera Hörpu og börnum þínum til staðar eins og við getum. Hvíldu í friði elsku Svenni. Mamma og pabbi (Kristjana og Matthías). Elsku pabbi … Ég trúi ekki að þú sért farinn. Sit hér með tárin í augunum, hugsandi um allar yndislegu stundirnar sem við átt- um saman. Þú varst og verður alltaf minn klettur. Get talið upp endalausar sögur og minningar sem ég gæti sagt frá. En okkar eftirminnilegasta og yndislegasta kvöld sem ég mun aldrei gleyma var núna síðastliðinn laugardag þegar við komum öll saman heim til þín og Hörpu á þjóðhátíðinni í humarsúpuna. Daginn sem þú kvaddir okkur sátum við öll úti á palli í glampandi sól og hlógum endalaust yfir sögunum sem þú sagðir okkur. Að hlusta og horfa á þig segja sögurnar gerði þær ennþá fyndari og skemmtilegri. Þessi dagur var fullkominn í alla staði. Þú knúsaðir mig svo inni- lega, hélst mér svo þétt að þér og sagðir: „Litla stelpan hans pabba síns, ég elska þig svo mikið.“ Sagðir hvað þú værir stoltur af börnunum þínum. Það geislaði af þér þetta kvöld. Talaðir um hvað þú værir ánægður með lífið og værir loksins búinn að ná þínu takmarki í lífinu. Það hjálpar mér í gegnum þessa erfiðu tíma að vita að þú varst ánægður. Engin orð geta lýst því hversu heitt ég elska þig og hvað ég er stolt að hafa átt þig fyrir pabba. Inn í lífið brosmildur glaður og dyggur. Þú vinum og börnum þínum varst alltaf tryggur. Stoltur af þínu og barst höfuðið hátt. Hvort sem á degi eða koldimma nátt. Farin ertu vinurinn til himna nú um sinn. Minningar framkalla tár sem renna mér um kinn. Og ég vil að þú elsku pabbi minn. Vitir að guð býður þig velkominn. Kveðja, litla stelpan þín, Erna Sif Sveinsdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði kæri vinur. Dagmar og Hjalti. Elsku besti pabbi minn, ég á alltaf eftir að elska þig og aldrei eftir að gleyma þér. Við gerðum svo marga skemmtilega hluti saman, Þegar þú fórst á mótor- hjólið langaði mig alltaf að koma með þér, oftast sagðirðu já. Eng- inn er jafn heppinn og ég að eiga svona góðan pabba. Alltaf þegar þú komst í land langaði mig alltaf að koma til þín. Ég vona að þú átt eftir að eiga góðar stundir uppi hjá Guði. Mér leið alltaf svo vel þegar þú komst í land. Ég á eftir að sakna þín óskaplega mikið. Þinn sonur, Heimir Freyr. Elsku Svenni bróðir. Svakalega er lífið stundum ósanngjarnt og á það ekki síst við nú. Þú svona lífsglaður og ham- ingjusamur maður skuli vera tek- inn frá okkur á einu augabragði. Maður átti eftir að segja svo margt, gera svo margt. Við brölluðum ýmislegt saman og þú varst duglegur að „drösl- ast“ með litla bróður með þér þegar ég var yngri. Mér er sér- lega minnisstætt þegar þú bauðst mér með á rokktónleika í Reykja- vík, ég þá aðeins átta ára gamall. Það hefði ekki hver sem er nennt að hafa litla bróður með en svona varst þú innrættur, algjör ljúf- lingur. Eftir að við Hrefna stofnuðum okkar fjölskyldu þá fannst okkur og börnum okkar ekki leiðinlegt að fá þig í heimsókn. Okkur er sérstaklega minnisstæður tíminn sem þú gistir hjá okkur í Lóma- sölunum, börnin hændust að þér og þú kunnir nú líka lagið á þeim. Golfið var sameiginlegt áhuga- mál okkar. Þú varst duglegur að stappa í mig stálinu þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í golfinu sem unglingur og ég átti að sjálf- sögðu ekki möguleika á að vinna þig á þeim tíma. Ég stundaði golfið af mun meira kappi en þú síðustu ár og nú hafði ég vinning- inn. Þú varst reyndar þrælsmit- aður af bakteríunni aftur og ég veit að það hefði ekki liðið á löngu áður en þú hefðir verið farinn að vinna litla bróður aftur. Þú held- ur bara áfram að æfa þig á þeim stað þar sem þú ert nú og við keppum saman seinna. Þrátt fyrir að við værum ekki inni á heimili hvor annars dag- lega þá vorum við alltaf mjög góðir vinir. Ég og Hrefna bjugg- um reyndar í Kópavoginum í 12 ár og við vorum nýflutt til Eyja aftur. Eðlilega höfðu samskiptin aukist eftir að við fluttum aftur heim og mikið hlökkuðum við Hrefna til að eyða meiri tíma með þér og Hörpu. En þrátt fyrir að okkur finnist þetta alveg svakalega ósann- gjarnt þá vitum við að þú ert kominn á góðan stað og við feng- um nú vissu fyrir því daginn eftir að þú kvaddir okkur í Herjólfs- dal. Hún Bergdís, tveggja ára dóttir mín, eyddi talsverðum tíma með Kristjönu stóru systur og ömmu og afa af Túngötunni í kirkjugarðinum daginn eftir að þú kvaddir. Bergdís fékk að ráða ferðinni og tók hún upp hvítan stein úr leiði sem varð á vegi hennar sem hún ríghélt um og engin leið var til að losa. Hún gekk dágóðan spöl á undan þeim og sleppti ekki steininum fyrr en hún lagði hann upp á einn leg- steininn og brosti sínu breiðasta. Þegar þeim var litið á legsteininn þá var þetta hjá alnafna þínum honum Svenna afa okkar. Það er engu líkara en einhver hafi leitt hana þangað og er ég viss um að þú sért búinn að hitta nafna þinn og að þið séuð farnir að bralla eitthvað saman. Já, Svenni, nú ertu farinn og það er sárara en orð fá lýst. Það líður einhver tími áður en við hittumst á ný en minningin lifir og ég skal lofa þér því að skila mínu í því að halda minningunum á lofti og kem til með að grobba mig af því við hvert tækifæri að hafa átt „besta bróður í heimi“. Elsku mamma, pabbi, Harpa og börn. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Styðjum hvert annað og reynum að fara í gegnum þetta brosandi út í ann- að, það hefði Svenni bróðir viljað. Björn bróðir. Í dag kveð ég „Svenna bróður“ með söknuði en það kallaði Bjössi minn hann alltaf. Maður spyr sig af hverju svona lagað gerist en engin eru svörin. Það sem eftir stendur eru minningarnar um þennan yndislega mann sem ég kynntist fyrir að verða 17 árum þegar ég kom inn í fjölskylduna. Þakklát er ég fyrir tímann sem við áttum en auðvitað átti hann að vera miklu lengri. Margir hafa misst mikið, foreldrar hans horfa á eftir syni sínum, Bjössi missir eina bróður sinn sem hann leit mikið upp til, börnin hans þrjú sem voru líf hans og yndi og Harpa hans heittelskaða og fjöl- skyldan hennar sem hann eign- aðist eftir að hafa kynnst henni Hörpu sinni. Það er þó huggun í harmi að vita að Svenni var virki- lega hamingjusamur í lífinu þeg- ar hann kvaddi okkur þetta ör- lagaríka kvöld. Elsku Bjössi minn, Kristjana og Matti, Harpa og börnin ykkar öll, við munum í sameiningu kom- ast í gegnum sorgina og halda minningu hans á lofti og ekki síð- ur fyrir litla mannfólkið í kring- um okkur sem hann dýrkaði svo mikið og þau löðuðust að honum. Þín mágkona, Hrefna. Í fáum orðum langar mig að minnast frænda míns Sveins Matthíassonar sem féll frá fyrir aldur fram laugardaginn 4. ágúst. Það hefur alltaf verið létt yfir Sveini þó að líf hans hafi örugg- lega ekki alltaf verið auðvelt en hann náði að brosa í gegnum flesta erfiðleika sem hann lenti í. Snemma á lífsleiðinni hefur Sveinn tekið þá stefnu í lífinu að vera töffari og stóð sig mjög vel í því alla tíð enda eru fyrirmynd- irnar víða bæði í fjölskyldunni og utan hennar. Hann byrjaði snemma til sjós, lærði vélstjórn og var sjómaður til dauðadags. Sveinn eignaðist þrjú börn með þremur konum og reyndist börn- um sínum mjög vel enda mikil barnagæla. Hann var ekki aðeins góður við börnin því ég veit að mamma, María Pétursdóttir, amma hans, á eftir að sakna allra heimsókna hans. Hún var sér- staklega glöð þegar Svenni og Harpa Gísladóttir, eiginkona hans, buðust til þess að taka hana með sér á setningu þjóðhátíðar- innar í ár og að sjálfsögðu skellti hún sér með þeim þó að heilsa hennar væri ekki upp á það besta. Þarna eins og oft áður sýndi hann henni í verki hversu vænt honum þótti um hana og afa sinn og nafna sem fallinn er frá. Mamma sagði mér að hún hefði þarna beðið hann að vera líkmað- ur þegar hún yrði jarðsett, hann lofaði því enda grunaði hann trú- lega ekki að hann ætti ekki eftir að lifa þjóðhátíðina. Ég held að Svenni hafi varla getað hugsað sér betri stað að vera á þegar kallið kom, mjúkur í brekkunni á þjóðhátíð með Hörpu sína sér við hið, nýbúinn að hlusta á Helga Björns. Ég veit samt að hann hefur ekki verið ánægður með að trufla fólk á þjóðhátíð því hann var ekki sá sem vildi skemma gleðina. Sendum Hörpu, Matthíasi, Ernu Sif, Heimi Frey, Matta og Kristjönu, Bjössa og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Halldór Sveinsson og Guðbjörg Hrönn. Það voru sorgarfréttir sem bárust okkur frá þjóðhátíðinni í Dalnum rétt eftir miðnætti laug- ardagskvöldið 4. ágúst. Svenni frændi hafði verið fluttur meðvit- undarlaus úr Dalnum og var ekki hugað líf. Seinna um nóttina fékkst það svo staðfest að Svenni hefði orðið bráðkvaddur og væri ekki lengur á meðal okkar. Sveinn Matthíasson systur- sonur minn sem er til moldar borinn í dag, var fæddur 20. mars 1966 og var því aðeins 46 ára gamall þegar hann lést. Krist- jana systir og Matti bjuggu heima hjá okkur á Bakkastígnum þegar hann fæddist. Fyrir mig, sem er yngst í mínum systkina- hópi og var þá bara fimmtán ára, var það eins og að eignast lang- þráð yngra systkini að fá Svenna litla inn á heimilið. Það var líka stolt frænka sem fór með hann í gönguferðir í vagninum og bras- aði með hann á ýmsan hátt fyrsta árið. Árin liðu. Svenni óx úr grasi, flutti á Illugagötuna og ég stofn- aði heimili og eignaðist eigin börn. Ég hélt þó áfram að fylgj- ast með uppvexti frænda míns þó ekki sæi ég hann eins oft og fyrstu árin. Stundum leitaði hann til mín ef skólaverkefnin flæktust eitthvað fyrir honum og var gam- an að geta rétt honum hjálpar- hönd. Ég man t.d. hvað hann var stoltur þegar hann eignaðist fyrsta bílinn skömmu eftir bíl- prófið sem hann illu heilli lenti svo í árekstri á stuttu seinna, slysi sem setti mark sitt á heilsu hans alla tíð. Svenni var rólegt og þægilegt barn og sem fullorðinn maður dagfarsprúður en hrókur alls fagnaðar á góðum stundum og reyndi alltaf að sjá jákvæðu hlið- arnar á lífinu. Hann var vina- margur og góður vinur vina sinna. Hugur Svenna hneigðist snemma til sjómennsku og fetaði hann þar í fótspor pabba síns og afa. Hann náði sér í vélstjórnar- réttindi og stundaði m.a. útgerð á eigin bát á tímabili. Lengst af var hann þó á Þórunni Sveins hjá Kristjáni Óskarssyni líkt og Matti pabbi hans. Eins og títt er um sjómenn í Eyjum var Svenni flesta daga ársins úti á sjó og voru því samverustundir okkar ekki margar. Og eftir að við fjöl- skyldan fluttum frá Eyjum sá ég hann enn minna. Ég gladdist því þegar ég gekk í flasið á honum og Hörpu konunni hans á gos- lokahátíðinni í sumar. Svenni var að vanda brosandi út að eyrum, sæll með lífið og tilveruna. Knús- aði mig í bak og fyrir og linnti ekki látum fyrr en hann var bú- inn að draga mig inn í næstu kró til að dansa við sig einn dans. Mig grunaði ekki þá að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi frænda minn en núna geymi ég þessa minningu í hjarta mínu. Svenni eignaðist þrjú mann- vænleg börn og þó honum auðn- aðist ekki að hafa þau hjá sér alla daga var hann þeim góður faðir og rækti föðurhlutverk sitt með sóma. Hann var börnum sínum það skjól sem þau gátu leitað í og er missir þeirra mikill. Hugur okkar er hjá Hörpu og börnunum hans, foreldrum, bróður og fjöl- skyldunni allri og sendum við þeim okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau öll í þessari miklu sorg. Megi minningin um Svenna frænda lifa með okkur sem eftir stöndum. Eygló Björnsdóttir og fjölskylda. Sveinn Matthíasson  Fleiri minningargreinar um Svein Matthíasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskulegur bróðir og frændi, BIRGIR HELGI ÞÓRHALLSSON, Kirkeveien 57, Ósló, lést fimmtudaginn 19. júlí á Diakonhjemmet- sjúkrahúsi í Ósló. Bálför hefur farið fram í kyrrþey frá Berger Kirke. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna í Noregi, Hrefna, Karl, Helgi og Selma Haraldsbörn, systkinabörn hins látna og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR RAGNA FINNSDÓTTIR, Staðarhóli, Eyjafjarðarsveit, lést föstudaginn 10. ágúst. Jarðsungið verður frá Munkaþverárkirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Sigurgeir Garðarsson, Garðar Rúnar Sigurgeirsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Finnur Sigurgeirsson, Valdimar Sigurgeirsson, Soffía Pálmadóttir, Unnsteinn Sigurgeirsson, Harpa Gylfadóttir, Magnús Geir Sigurgeirsson, Linda Robinson, Sigurgeir Sigurgeirsson, Ásta Heiðrún Stefánsdóttir, Ragnheiður Sigurgeirsdóttir, Gísli Baldursson, Kolbrún Sigurgeirsdóttir, Aðalsteinn Ómar Þórisson, Erla Sigurgeirsdóttir, Finnur Steingrímsson, Kristrún Sigurgeirsdóttir, Þórarinn Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, VIGDÍS PÉTURSDÓTTIR, Sléttuvegi 19, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 9. ágúst. Útför Vigdísar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaheill. Kristín Jónsdóttir, Sveinbjörn F. Strandberg, Pétur Ingi Sveinbjörnsson, Kristín Elísabet Alansdóttir, Jóhann Örn Sveinbjörnsson, Dana Rún Heimisdóttir, Björn Þór Sveinbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.