Morgunblaðið - 14.08.2012, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012
✝ Ómar Hafliða-son fæddist 11.
mars 1943 í Reykja-
vík og ólst upp í
Vesturbænum.
Hann lést á heimili
sínu hinn 3. ágúst
2012 eftir stutt veik-
indi.
Foreldrar hans
voru Hafliði Jóns-
son, fæddur á Hvilft
í Önundarfirði, f.
13.3. 1897, d. 9.5. 1951, og Krist-
jana Guðfinnsdóttir, fædd á Laug-
arbóli í Ögur, f. 17.9. 1900, d. 22.3.
1992. Ómar átti fjögur systkini:
Guðfinnur Jón Hafliðason, f. 1921,
d. 1924, Hörður Hafliðason, f.
1923, d. 1982, sem giftur var Ingi-
björgu Árnadóttur, f. 1924. Auður
Hafliðadóttir, f. 1924, d. 1926.
Haukur Hafliðason, f. 1929, giftur
Guðrúnu Margréti Friðbjarn-
ardóttur, f. 1928. Hálfbróðir hans
var Hjörleifur Hafliðason, f. 1920,
d. 2008.
Hinn 9.3. 1968 kvæntist Ómar
Ingibjörgu Jakobsdóttur, f. 23.4.
1945, og hófu þau búskap í
Reykjavík og bjuggu síðustu árin
í Húsalind í Kópavogi. Foreldrar
Ingibjargar eru Jakob Jóhann
Sigurðsson, f. 6.8. 1923, d. 6.12.
1995, og Gyða Gísladóttir, f. 2.9.
1924. Börn þeirra eru: 1) Jóhann,
viðskiptafræðingur, f. 16.9. 1967,
giftur Fríðu Björk Sveinsdóttur,
viðskiptafræðingi, f. 21.5. 1966.
Börn: Sveinn, f.
1986, unnusta hans
er Þóra Björk Bjart-
marz, f. 1988, og
eiga þau soninn
Sindra Snæ, f. 2011;
Ómar Sindri, f.
1995, Atli Snær, f.
1998, og Inga Dís, f.
2004. 2) Linda
Björk, hár-
snyrtimeistari, f. 5.8.
1972, gift Tryggva
Þór Gunnarssyni, viðskiptafræð-
ingi, f. 20.9. 1972. Synir: Ingi Már,
f. 1997, og Gunnar Már, f. 2004.
Áður eignaðist Tryggvi dótturina
Önnu Dóru, f. 1995. 3) Hafliði
Hörður,nemi í blikksmíði, f. 18.5.
1984, unnusta hans er Heiðbjört
Unnur Gylfadóttir, hársnyrt-
isveinn, f. 11.11. 1985 og eiga þau
dótturina Birtu Karen, f. 2011.
Ómar ólst upp á Ásvallagötu og
hóf snemma störf tengd bifreið-
um og akstri, lengst af hjá Guð-
mundi Jónassyni og síðar Kynn-
isferðum. Hann ferðaðist mikið
um hálendi Íslands með Guð-
mundi Jónassyni, fjölskyldu og
vinum og kunni hann nöfn og sög-
ur af nær hverri þúfu landsins.
Hann unni ferðalögum innan-
lands og erlendis en hvergi undi
hann sér þó betur en heima í
faðmi fjölskyldu og vina.
Útför hans fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 14. ágúst 2012,
kl. 15.
Með hlýhug og þakklæti í
hjarta kveðjum við þig, elsku besti
pabbi.
Guð gaf mér engil sem ég hef hér á jörð.
Hann stendur mér hjá og heldur um mig
vörð.
Hann stýrir mér í gegnum lífið með ljósi
sínu.
Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi
mínu.
Ég vona að hann viti að hann er mér
kær.
Allar mínar bestu hugsanir hann fær.
Hans gleði og viska við alla kemur.
Við flestalla honum vel semur.
Hann stendur mér hjá þegar illa liggur
við.
Hann víkur ekki frá minni hlið.
Nema sé þess viss að allt sé í lagi.
Fer þá að vesenast í málarastússi af
ýmsu tagi.
Hann er vandvirkur og iðinn,
hann sinnir alltaf sínu vel,
hann segir það aðalatriðin,
sem er rétt, það ég tel.
Hann hefur kennt mér að vera þolinmóð
og sterk
hvetur mig áfram að stunda mín dags-
verk
„þú skalt alltaf standa á þínu“, hann
ávallt hefur sagt
mikla áherslu á það lagt
Þótt svo hann segi ekki við mann oft
mikið
Þá meinar hann alltaf margt
Hann getur aldrei neinn svikið
það getur hann ekki á neinn lagt
Hann er bara þannig maður.
Hann er bara þannig sál.
Hann er aldrei með neitt þvaður.
Hann meinar allt sitt mál
Hann sýnir mér svo mikla ást.
Hann vill aldrei sjá neinn þjást.
Hann er minn klettur og hann er mín
trú.
Hann er minn besti pabbi, staðreyndin
er sú!
(Katrín Ruth)
Þín börn,
Jóhann, Linda og Hafliði.
Hvað á að segja? Hvar á að
byrja? Hvernig kveður maður
svona höfðingja?
Þú varst mér svo miklu meira
en bara góður tengdafaðir og afi
barna minna.
Þú kenndir mér svo margt,
bæði varðandi ferðamennsku og
náttúru en ekki síður um lífið
sjálft og gildi þess að vanda til
verka og frágangs. Þú varst með
eindæmum bóngóður, ávallt tilbú-
inn að aðstoða á allan þann hátt
sem mögulegt var.
Ég gleymi aldrei fyrstu ferð-
inni með þér inn í Jökulheima árið
1998, þangað hafði ég aldrei kom-
ið. Á leiðinni inn úr sagðir þú frá
öllum örnefnum og fullt af
skemmtilegum ferðasögum frá
fyrri tíð. Mér er sérstaklega minn-
isstætt þegar þú sagðir: „Sérðu,
hérna er Þóristindur 822,“ en allt-
af þegar minnst var á fjöll þá var
fyrst sagt nafnið á fjallinu og síðan
fylgdi hæðin. Ég man að mér þótti
áhugi þinn á þessum Þóristindi
skrítinn því þegar við keyrðum
meðfram honum var hann eins og
hvert annað fjall en þegar innar
dró og ég leit til baka skildi ég í
hverju áhuginn fólst. Þannig líður
mér núna. Margir hlutir sem voru
svo hversdagslegir en eru svo
mikils virði núna. Mig langar að
gefa þér þetta vísukorn sem ég
hnoðaði saman og ég veit að þú
fyrirgefur mér þótt það sé ekki
kórrétt samkvæmt almennum
braghætti.
Þú varst drengur góður
um landið varstu fróður,
þú varst stoð mín og stytta,
og stöðugt að einhverju að dytta,
í gegnum þykkt og þunnt,
varstu til staðar eins og þér var unnt.
Takk fyrir mig og mína.
Takk fyrir allan þinn tíma.
Þinn tengdasonur,
Tryggvi Þór.
Elskulegur tengdapabbi minn
er fallinn frá, allt of skyndilega og
allt of ungur. Á svona stundu er
margs að minnast og yfir mann
hrúgast minningar um góðan og
skemmtilegan mann, sem laðaði
að sér allar manngerðir og var
vinsæll hvar sem hann fór.
Mikið söknum við þín Ómar
minn, við sem ætluðum að gera
svo miklu meira með þér. Ég er þó
svo ánægð með þær frábæru
stundir sem við fengum með þér,
hvort sem það var í hversdagslíf-
inu eða á ferðalögum okkar um Ís-
land eða erlendis. Ótal minningar
og skemmtisögur eigum við frá
samverustundum með þér, hér
heima sem og á Spáni, í New
York, Róm, París eða frábærum
dögum í Noregi í vetur. Þú ætl-
aðist aldrei til neins af neinum,
varst alltaf boðinn og búinn að
hjálpa okkur öllum, bjargaðir
veikindadögum hjá afabörnunum,
varst alltaf svo greiðvikinn og allt-
af fyrstur á staðinn til að hjálpa.
Ég mun bíða við skype eftir nær
daglegu samtali okkar sem byrj-
aði oftast með sama hætti: „Jæja,
hvernig er veðrið?“
Ég var ótrúlega heppin að eign-
ast tengdapabba eins og þig og
börnin mín svona góðan afa, sem
við eigum eftir að sakna mikið,
minningin er góð og hún mun lifa.
Fjölskyldan var þér allt og mun-
um við áfram halda henni þétt
saman. Ég veit að þú ert í góðum
höndum og vakir yfir okkur öllum.
Þín tengdadóttir,
Fríða Björk.
Elsku hjartans afi minn.
Nú friðinn ég finn
þá kveð ég þig um sinn
og kyssi þína kinn.
– – –
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín afabörn,
Ingi Már, Gunnar Már
og Birta Karen.
Elsku afi.
Við kveðjum þig í dag, elsku afi.
Þú hefur alltaf verið svo skemmti-
legur og góður, svo mjúkur og
varst alltaf að grínast í okkur.
Bumba og falskar tennur hafa
endalaust látið okkur hlæja og síð-
an fengum við knúsið þitt góða. Þú
verður áfram með okkur og núna
getur þú komið oftar til okkar til
Noregs. Okkur líður eins og þú
sért farinn í ferðalag og komir
fljótlega aftur. Við eigum eftir að
sakna þín óendanlega mikið.
Við elskum þig að eilífu.
Þín afabörn,
Inga Dís og Atli Snær.
Elskulegur föðurbróðir okkar,
Ómar, er fallinn frá. Það kom eins
og reiðarslag yfir okkur bræðra-
börn og fjölskyldur þegar við
fréttum fyrir tæpum hálfum mán-
uði að hann ætti skammt ólifað.
Kallið kom allt of fljótt og óvænt
en Ómar dó heima í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Ómar var yngstur fimm barna
ömmu og afa en tvö börn létust í
barnæsku, þau Auður og Guðfinn-
ur, en upp komust Hörður og
Haukur auk Ómars. Þá áttu þeir
hálfbróður samfeðra, Hjörleif,
sem ólst upp á Akureyri.
Föður sinn misstu bræðurnir
þegar Ómar var aðeins átta ára
gamall. Hann var langyngstur
þeirra bræðra en fór snemma að
fylgja eldri bræðrum sínum eftir.
Ungur að árum hóf hann að fara
með þeim í Jósefsdal, skíðaskála
Ármanns, þar sem þeir voru
löngum stundum við skíðaiðkun
og útivist. Síðar þegar aldur leyfði
fylgdi hann þeim í Jöklarannsókn-
arfélagið og Flugbjörgunarsveit-
ina. Það var honum mikið áfall
þegar faðir okkar lést fyrir aldur
fram fyrir rétt tæpum 30 árum,
þótt aldursmunur væri mikill voru
þeir alla tíð miklir félagar.
Við systkinin minnumst
skemmtilegra stunda þegar for-
eldrar okkar og Ómar komu heim
eftir vel heppnaða jöklaferð og
sest var við eldhúsborðið þar sem
þeir bræður sögðu kryddaðar sög-
ur úr ferðunum. Það var skemmti-
legt og mikið hlegið. Gamansemi
Ómars var græskulaus og frá-
sagnarlistin með eindæmum góð
og engan þekkjum við systkinin
sem sagði eins skemmtilega frá.
Ómar var manna fróðastur um
óbyggðir landsins og þekkti þar
hverja þúfu og örnefni en hann
starfaði lengst af sem fjallabíl-
stjóri hjá Guðmundi Jónassyni
sem hann kynntist í gegnum
jöklaferðirnar. Mikill kærleikur
var milli þeirra Ómars og Guð-
mundar alla tíð.
Hann bjó með ömmu á Ásvalla-
götunni og þangað lögðum við
systkinin oft leið okkar. Alltaf tók
Ómar okkur vel, stríddi okkur á
skemmtilegan hátt og var alltaf í
góðu skapi.
Ómar og amma voru með okk-
ur á stórhátíðum og munum við
vel flottu gjafirnar frá Ómari
frænda. Við eldri systurnar fylgd-
umst svo með þegar Ingibjörg og
Ómar hófu að draga sig saman.
En Ómar var mikill gæfumaður í
einkalífinu. Hann og kona hans
Ingibjörg voru alla tíð samstiga
og miklir félagar. Börnin þeirra
Jóhann, Linda Björk og Hafliði
Hörður ásamt tengdabörnum og
barnabörnum hafa myndað ein-
staklega skemmtilega og sam-
rýnda fjölskyldu. Ómar var stolt-
ur af fjölskyldu sinni enda eru þau
öll vel gerð og kunnu svo sann-
arlega að meta þennan mikla
húmorista og öðling sem alltaf var
tilbúinn að rétta hjálparhönd.
Við höfum átt því láni að fagna
að fara með honum og fjölskyld-
unni í Jökulheima undanfarin ár
þar sem Ómar hefur mætt með
gamla góða Willy’s-jeppann og
verið með ökuskóla Ómars, sagt
okkur sögur og bent á kennileiti.
Þessar ferðir eru okkur nú ómet-
anlegur fjársjóður.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga þakklæti fyrir góða sam-
fylgd sem aldrei bar skugga á. Við
viljum trúa því að þeir bræður
hittist aftur eftir langan aðskilnað
og haldi nú af stað í enn einn
óbyggðatúrinn.
Hjá Ingibjörgu og fjölskyldu er
hugur okkar í þeirra harmi.
Auður, Guðrún,
Kristjana, Björk og
Bárður Harðarbörn.
Elsku Ómar frændi er látinn
eftir mjög stutt en erfið veikindi.
Lífið getur stundum komið okkur
óþægilega á óvart.
Ómar frændi var eiginmaður
Ingibjargar, systur pabba míns.
Ómar var einstakur maður, ég
veit ekki um neinn eins og hann.
Alltaf brosandi, að grínast eitt-
hvað og umfram allt góður maður.
Ómar fékk alla til að brosa, hann
hafði eitthvert blik í augunum, og
öllum leið vel í návist hans.
Allir sem þekktu Ómar elskuðu
hann. Alltaf þegar við hittumst
fékk ég gott faðmlag og koss,
hann gaf öllum svo mikið af sér, ég
á eftir að sakna þess mikið. Hann
gat talað við alla, hann heillaði öll
börn upp úr skónum, já ég held að
hann hafi bara heillað alla, gamla
og unga, konur og karla.
Oft grínaðist Ómar með það að
ég væri eins og ung Ingibjörg, eig-
inkona hans, og að við Geiri, eig-
inmaður minn, værum eins og ung
Ingibjörg og Ómar. Fannst mér
þetta bæði skemmtilegt og ekki
síst mikill heiður, ekki leiðum að
líkjast. Ómar og Geiri náðu vel
saman, Ómar vissi að hann gæti
fengið smá í nefið hjá Geira og
áttu þeir margar ógleymanlegar
stundir saman og mikið grín í
kringum þá.
Það verður ekki eins að koma á
næsta ættarmót hjá stórfjölskyld-
unni þar sem Ómar hefur alltaf
haft stórt hlutverk. Er mér minn-
isstætt síðasta ættarmót sem var
núna í vor hve Ómar var skemmti-
legur, eins og alltaf. Honum tókst
m.a.s. að gera bingó ótrúlega
skemmtilegt. Hann vann nokkr-
um sinnum og alltaf hlógum við
jafnmikið með honum þegar hann
sótti vinningana, grínaðist og var í
essinu sínu. Og þegar hann var að
reka okkur upp úr lauginni því
það væri komið kaffi, í gríni, og við
hlógum. Þegar hann var að segja
okkur frá læknisheimsókn sem
hann fór í, eins og hann sagði frá,
var það skemmtilegt. Hann var
alltaf svo yndislegur og mikið
hlegið í kringum hann. Hann var
gleðigjafi mikill.
Missir allra við brotthvarf Óm-
ars er mikill en þó er það fjöl-
skylda hans sem hefur misst mest.
Misst yndislegan eiginmann,
pabba, tengdapabba, afa og lang-
afa. Elsku Ingibjörg, Jóhann,
Linda, Hafliði, Fríða, Tryggvi,
Heiðbjört, afabörn og langafa-
barn, við viljum votta ykkur okkar
dýpstu samúð og megi Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar og
varðveita.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Takk fyrir ferðalagið elsku Óm-
ar frændi. Drottinn blessi minn-
ingu Ómars Hafliðasonar.
Gyða Hrönn og Ásgeir.
Elsku Ómar.
Ég man eftir rútunni þinni og
þegar þú leyfðir mér að skipta um
gíra þegar ég var lítil.
Ég man eftir ókeypis rútuferð-
um í Bláfjöll þegar þú varst á
rútuvaktinni
Ég man eftir hlátrinum þínum
og gleði.
Ég man eftir jeppanum þínum
honum Ófeigi og þegar við fórum í
bíltúr í Ártúnsholtið ásamt vin-
konum mínum.
Ég man eftir þegar ég var alltaf
að spyrja þig þegar ég var lítil
hvers vegna þú varst með svona
stóran maga.
Ég man eftir matarboðunum
sem þið buðuð okkur í þegar við
bjuggum erlendis Ég man eftir
öllum skemmtilegu sögunum sem
þú sagðir okkur.
Ég man eftir að það var svo
gaman að vera í kringum ykkur
Ingibjörgu.
Ég man eftir vinsemd þinni og
væntumþykju.
Ég mun aldrei gleyma þér
elsku Ómar, þú ert og verður allt-
af besti frændi minn.
Þín frænka,
Edda Dröfn.
Það fara hlýir straumar um
mann þegar maður minnist Óm-
ars Hafliðasonar. Ef hans hefði
ekki notið við væri minn áhugi á
skíðamennsku og útivist lítill sem
enginn. Hann sá til þess að farið
var í fjöllin og kenndi undirstöðu-
atriðin. Hann fór einnig með okk-
ur í gönguferðir um fjöll og firn-
indi, þar á meðal að gömlum
flugvélaflökum, sem var ævintýri
fyrir litla gutta og örnefni voru
honum eins og í blóð borin, Ómar
bara vissi allt. Gleðin og galsinn
sem fylgdu honum gerðu öllum
gott og eiginleiki hans að segja
sögur á sér fáar hliðstæður.
Ég minnist ferðanna sem við
fórum í inn í Holtsdal og drauga-
sagnanna sem hann hafði gott lag
á að segja og gerðu mann ótta-
sleginn en styrktu mann samtím-
is. Ómar gaf sér alltaf tíma fyrir
alla og bar hag allra fyrir brjósti
og gaf sér alltaf tíma til að ræða
málin. Ég minnist Ómars með
glettnina að leiðarljósi og með
galsa við börnin. Það elska allir
Ómar, alltaf.
Ég bið þann sem yfir okkur
vakir að gefa Ingibjörgu, Jóa,
Lindu, Hafliða og öllum í fjöl-
skyldunni styrk á þessum sorgar-
tímum.
Gunnar Valur.
Elsku Ómar frændi eins og þú
varst alltaf kallaður þrátt fyrir að
vera ekki frændi heldur giftur
Ingibjörgu frænku, þú ert nú far-
inn frá okkur og það alltof fljótt og
snöggt. Maður er ennþá að reyna
að átta sig á þessu.
Í æskuminningunum varst þú
alltaf mesti sprellikallinn og grín-
aðist með allt. Þú plataðir okkur
krakkana líka oft og það sem lifði
lengst var þegar við spurðum
hvort þú værir með barn í mag-
anum en þá sagðir þú: „Nei ég er
bara með hvolpa í maganum“ og
auðvitað trúði maður því og beið
lengi vel eftir hvolpunum. Einnig
minnumst við líka allra ferðanna í
fjöllin, þar sem þú þrammaðir um
á gönguskíðunum þínum og lékst
við okkur krakkana í snjónum,
ótrúlega skemmtilegir tímar. Þú
varst og hefur alltaf verið hress-
asti maðurinn á svæðinu. Ef orða-
tiltækið hláturinn lengir lífið er
rétt þá hefur þú svo sannarlega
lengt líf okkar um mörg ár, með
öllum hlátursköstunum af uppá-
tækjum þínum og húmor. Þú ert
líka eitt mesta ljúfmenni sem við
höfum kynnst og hjartað þitt svo
sannarlega búið til úr gulli, þú
hafðir notalega nærveru og öll
börn elskuðu Ómar. Það var bara
fyrir tveim mánuðum síðan sem
við fórum í okkar árlegu Kobba-
fjölskylduútilegu sem við gerum á
hverju ári og allir skemmtu sér
svo ótrúlega vel saman. Þú svo
hress og kátur eins og alltaf og við
sjáum það núna hvað það er stutt
á milli lífs og dauða. Við þökkum
samt svo sannarlega fyrir það að
þessi fjölskylduútilega er á hverju
ári og hvað við erum dugleg að
hittast. Við þökkum fyrir þann
tíma sem við áttum með þér og
mun hann lifa í minningu okkar
allra. Á næsta ári munum við svo
sannarlega skála fyrir þér og
kannski, bara kannski, kveikja í
vindli bara fyrir þig.
Elsku Ómar, þín verður sárt
saknað en góða minningin um þig
mun lifa lengi í hjörtum okkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V.Briem.)
Elsku Ingibjörg, Jói og Fríða,
Linda og Tryggvi, Halli og
Heiða og barnabörn.
Okkar dýpstu samúðarkveðjur
til ykkar. Megi guð gefa ykkur
ljósið í myrkrinu.
Anna Gyða og Inga Birna.
Ómar Hafliðason
Fleiri minningargreinar
um Ómar Hafliðason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN S. SIGURÐARDÓTTIR
frá Gvendareyjum,
Suðurlandsbraut 60,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn 3. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Unnur Ragnar, Auðólfur Gunnarsson,
Gunnar Auðólfsson, Sigríður Másdóttir,
Þórir J. Auðólfsson,
Stefán Á. Auðólfsson, Þórhildur Ó. Helgadóttir
og barnabarnabörn.