Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012
VERKFÆRIN FYRIR SKÓLANA
FÁST Í BRYNJU
Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919
Áratuga þekking og reynsla
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is | opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16
HEFILBEKKIR, HVERFISTEINAR, BRÝNI, TÁLGUHNÍFAR,
SMÁFRÆSARAR, ÚTSKURÐAR- OG RENNIJÁRN
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú finnur til eirðarleysis og þyrstir
eftir gleði og ævintýrum í lífi þínu. Kannski að
þú eigir að einsetja þér að skemmta þér
dálítið.
20. apríl - 20. maí
Naut Mikill áhugi þinn á vissu málefni er mis-
skilinn sem áhugi á persónu sem veit mikið
um málefnið. Haltu bara þínu striki og komdu
honum í skilning um hvaða álit þú hefur á
málum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ættir kannski að segja frá því
sem þú vilt helst halda fyrir sjálfan þig. Láttu
það eftir þér að kaupa þér eitthvað fallegt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fólk tekur eftir þér í vinnunni og
spurt er eftir þér með nafni. Ef þú lumar á
góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað
fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna
hana.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Allir þurfa hvatningu endrum og sinnum
og nú er komið að þér. En suma daga, eins og
í dag, virðist enginn taka eftir þér. Gefðu þér
nægan tíma til þess að skoða málið frá nýjum
hliðum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Viðskipti geta verið varasöm, þegar
ekkert tillit er tekið til aðstæðna. Hafðu samt
engar áhyggjur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú myndir gefa allt til að fá sönnun fyrir
því að þú sért á réttri leið, og verðir betri
manneskja. Reyndu samt að halda þínu striki
hvað sem tautar og raular.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Dagurinn hentar vel til að huga
að breytingum í vinnunni og á stefnu þinni í
lífinu. Pældu í hæfileikum sem þú ert
gæddur!
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Með hjálp góðs vinar muntu finna
réttu leiðina til að tjá skoðanir þínar. Fólk
kann að meta það hvað þú gerir hlutina af
mikilli vandvirkni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú verður þú að hrökkva eða
stökkva því ekkert annað getur þokað málum
þínum áfram. Dagurinn í dag er ekki góður til
þess að versla heldur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Skapandi hugmyndir þínar um úr-
bætur á vinnustað eru eftirtektarverðar. Vilji
er allt sem þarf og hálfnað er verk, þá hafið
er.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hraðinn í daglega lífinu magnast hjá
þér næstu sex vikur. En varastu að gera
vandamál annarra að þínum.
Árni Jónsson hélt með fjölskyld-unni að hinu forna býli Bauga-
seli innarlega í Barkárdal, hvar þau
síðan eyddu helginni:
Fornan haug og töðutótt
tímans flaug þó méli,
ég með draugum dimmri nótt
deildi í Baugaseli.
Ég við skarkið lengi lá,
lítt að marki galinn.
Síðan arka sá ég þá
suður Barkárdalinn.
Pétur Stefánsson þarf ekki að
fara lengra en í Elliðaárdalinn til
þess að andinn komi yfir hann:
Ég er ljúfur og laglegur talinn,
og langt frá því vitlaus og galinn.
Ég yrki mín ljóð
bæði alslæm og góð
er ég arka um Elliðaárdalinn.
Þórir Jónsson skrifar eftir ófrið-
lega verslunarmannahelgi: „Þá er
liðin sú helgi sem landinn tekur æði
líkt og læmingjar og flóðbylgjur
fólks flæða yfir landið. Bylgjurnar
stöðvast svo um stund á vissum stöð-
um þar sem haldnar eru svokallaðar
hátíðir. Sums staðar rísa samkund-
urnar kannski undir nafni en annars
staðar ekki þótt umsagnir aðstand-
enda og lögreglu í fréttum séu á
einn veg: „Hátíðin fór vel fram.“
Ég kem því ekki heim og saman
að samkoma hafi farið vel fram ef
fólk drekkur sér til vansa, menn
limlestir og konum nauðgað. Því
aðeins fer samkoma vel fram að all-
ir – og þá meina ég allir – komi
heim glaðari en þeir fóru og minn-
ingunni ríkari.
Að beita konu hvílubrögðum án
hennar upplýsts samþykkis þykir
mér sá glæpur vera sem næst
kemst mannsmorði – og er vissu-
lega morð, sálarmorð.
Þeim sem siðunum góðu gleyma
og geta ekki hamið tittlinginn
væri sæmast að vera heima
á vitlausramannafrídaginn.“
Sigrún Haraldsdóttir þakkaði
honum pistilinn, en sagði að því
miður hefðu ekki allir sömu sýn á
nauðganir:
Þótt grátandi sé hún og marin og
meidd
og mörkuð af tjóni stóru,
sé kona til maka af níðingi neydd
menn nefńana vísast hóru.
Teitur Harmann var annarrar
gerðar eins og ráða má af vísunni:
Allra kvenna ertu mest,
allra kvenna blíðust,
allra kvenna ertu best,
allra kvenna fríðust.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af draugum í Barkárdal
og vitlausramannahelgi
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
il
e
g
i
Fe
rd
in
a
n
d
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
ÞAÐ ÆTTI EINHVER AÐ
SEMJA UM ÞIG LJÓÐ, LÍSA.
KANNSKI ÞÚ,
JÓN?
ÉG? JA ... ÉG ER EKKI
MJÖG GÓÐUR ...
HVAÐ
RÍMAR VIÐ
„MJÁ“?
ANSANS!
ENN EIN
GLENNAN!
HVAR ER
BÁTURINN
OKKAR?!
ÉG TRÚI ÞESSU
EKKI! MAÐUR
MISSIR AF TVEIMUR
AFBORGUNUM ...
... OG ÞEIR LÆÐAST
AFTAN AÐ MANNI OG
TAKA BÁTINN MEÐ
VÖRSLUSVIPTINGU!
NEI SKO, BÓK! MAÐUR Á EKKI AÐDÆMA RAFBÓK
EFTIR KÁPUNNI ...
Erindrekar RÚV á Ólympíu-leikunum í Lundúnum, Adolf
Ingi Erlingsson og Þorkell Gunnar
Sigurbjörnsson, áttu stórleik við
lokaathöfn leikanna sl. sunnudag.
Lýstu samviskusamlega öllu sem
fram fór, svo sem þeim hefur örugg-
lega verið uppálagt að gera, og létu
það ekki á nokkurn hátt slá sig út af
laginu að dagskráin samanstóð að
langmestu leyti af rokktónlist sem
flutt var af mörgum helstu tónlist-
armönnum Breta undanfarna ára-
tugi. Áttu Kryddpíurnar, Madness,
Jessie J, The Who og fleiri snillingar
í mesta basli með að komast að fyrir
þeim tvímenningum. Skilst Víkverja
að þjóðin hafi upp til hópa engst í
sófum sínum af þessu tilefni, alltént
ef marka má samskiptasíður.
Besti sprettur þeirra félaga, af
mörgum góðum, kom í kjölfar þess
að Freddie gamli Mercury stjórnaði
fjöldasöng á sviðinu – í formi heil-
myndar. Strax að því búnu hleypti
hans gamli vopnabróðir, Brian May,
á æðisgengið skeið með gítarinn,
maður og hljóðfæri urðu eitt. Nema
hvað sjónvarpsáhorfendur hér
heima á Fróni urðu að mestu af
dýrðinni fyrir þær sakir að Adolf
Ingi þurfti að benda þeim í all-
mörgum orðum á það að Freddie
Mercury væri í raun og veru látinn.
Mergjað stöff!
x x x
Við lok útsendingar beit tvíeykiðsvo höfuðið af skömminni með
því að tala nær sleitulaust yfir loka-
lagi athafnarinnar, My Generation
með The Who. Fyrst eyddi það um-
talsverðu púðri í að tilkynna lýðnum
að um lokalag hátíðarinnar og þar
með Ólympíuleikanna væri að ræða.
Síðan kvaddi Þorkell Gunnar og
þakkaði hálfri þjóðinni fyrir aðstoð
við útsendingarnar og svo fram-
vegis. Þegar hann loksins lauk sér af
hélt Víkverji í sakleysi sínu að Roger
Daltrey kæmist loksins að – enda
lagið ríflega hálfnað. Ekki aldeilis!
Þá tók Adolf Ingi við keflinu og
þakkaði öðrum eins fjölda manna
fyrir sig og sína.
Er ekki mál til komið að RÚV
endurskoði reglur sínar um íslenskt
tal á erlendum viðburðum, alltént
rokktónleikum? víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður
yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.
(Lúk. 12, 34.)