Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012
Nýlega gaf hljómsveitin Contalgen
Funeral út sína fyrstu breiðskífu og
ber gripurinn nafnið Pretty Red
Dress. „Hljómsveitin hefur verið
starfandi í þessari mynd í rúmlega
eitt ár en áður höfðum við Kristján
verið að gutla í bílskúrnum og
hangsa,“ útskýrir Andri Már, söngv-
ari og gítar- og banjóleikari sveit-
arinnar. „Eftir að Gísli gekk í bandið
fóru hlutirnir loksins að gerast,“
segir hann og á við Kristján gít-
arleikara og Gísla kontrabassaleik-
ara Contalgen Funeral. „Gísli var
reyndar trúbador þegar við fundum
hann í leikhúsinu en ákvað engu að
síður að taka að sér hlutverk kontra-
bassaleikara hljómsveitarinnar,“
bætir Andri við.
Í minningu vinar
Aðspurður um sérkennilegt nafn
hljómsveitarinnar segir Andri það
hafa legið beint við á þeim tíma sem
hún var stofnuð. „Ég fór í meðferð
fyrir þremur árum og eignaðist þar
ágætis félaga sem var sprautufíkill.
Svo fyrir einhverjum árum þegar við
vorum að spila á Gærunni sé ég
minningargrein um hann í blaðinu,“
segir Andri. „Það eina sem komst
fyrir í höfðinu á mér eftir það var
Contalgen Funeral og því fannst
mér mjög viðeigandi að gefa hljóm-
sveitinni þetta nafn.“
Tónlist Contalgen Funeral er hrá
og kántrískotin en Andri segir erfitt
að skilgreina eigin tónlist. „Ég
myndi segja að þetta væri blanda af
blús, kántrí, rokki, swing og ýmsu
öðru en reyndar er mjög erfitt að
skilgreina þetta sjálfur,“ bendir
hann á en við fyrstu hlustun má
einnig heyra skýr áhrif töffarans
Tom Waits í söng og lagasmíðum
Andra. „Það er engin tilviljun því
Tom Waits er minn uppáhalds-
tónlistarmaður,“ segir Andri og
bætir við að söngurinn sé eitthvað
sem hann hafi aldrei ætlað að leggja
fyrir sig. „Ég kann ekkert að syngja
en læt bara vaða.“ sigyn@mbl.is
„Læt bara vaða“
Contalgen Funeral gefur út sína fyrstu breiðskífu
Blanda af blús, kántrí, rokki, swing og ýmsu öðru
Ljósmynd/Davíð Már Sigurðsson
Hljómsveitin Nafn hljómsveitarinnar á sér merkilega sögu.
Loks kom að því að rafdúett-inn Human Woman gæfiút breiðskífu og góðuheilli stendur hún undir
vonum og væntingum allra heið-
arlegra tölvu-
poppara. Raf-
popp er
nefnilega vara-
samt í um-
gengni og
minni spámenn
renna oft á
rassinn með
það. En tvíeykið, skipað þeim Jóni
Atla, áður Hairdoctor og nú Sexy
Lazer, og Gísla Galdri, hefur fanta-
tök á músíkinni og engum sem hlust-
ar þarf að leiðast.
Sjálfsagt er fljótlegast að lýsa
sjarma plötunnar sem svo að henni
tekst að feta einstigið milli tilrauna-
mennsku og hreinræktaðs skemmti-
gildis. Ólíklegt að þeir Sexy og Gald-
ur hafi lagt sérstaklega upp með
það; líkast til hentu þeir í tólf lög
sem þeim þóttu skemmtileg í þeirri
von að fleiri kynnu að meta. Og það
hefði ég nú aldeilis haldið. Bestu lög-
unum – að mati undirritaðs alltént –
er dreift ákaflega smekklega um
plötuna svo reglulega koma ómót-
stæðilegir toppar sem fanga óskipta
athygli og gleðja refjalaust í fram-
haldinu. Þar má nefna „Delusional“
sem margir ættu að þekkja núorðið,
„DDDI“, „Dike Bike“ og svo rús-
ínurnar tvær í plötuendanum,
„Lazer & Magic“ og svo „Sleepy“.
Bæði þessi tvö eru einfaldlega með
bestu lögum ársins það sem af er hér
á landi, algerlega frábært efni. Fyrir
Depeche Mode-nördana er gaman
að geta þess að hljóðheimur loka-
lagsins minnir sumpart á lagið „It
Doesn’t Matter“ af hinni frábæru
skífu Some Great Reward, alltént
framan af. Ekki leiðu lagi að líkjast.
Þá er vert að hrósa bandinu fyrir
reglulega flott plötualbúm. Frum-
legt og töff.
Allt í allt er samnefnd breiðskífa
Human Woman hörkufín og er klár-
lega kandidat á uppgjörslista þá er
settir verða saman samkvæmt venju
í lok ársins. Sjáumst þá.
Hörkufínt Dúettinn Human Woman, þeir Gísli Galdur og Jón Atli.
Töfrandi
tölvupopp
Geisladiskur
Human Woman - Human Woman
bbbbn
Jón Atli og Gísli Galdur skipa rafdúett-
inn Human Woman sem gefur hér út
sína fyrstu breiðskífu sem hefur að
geyma 15 frumsamin lög.
HFN-Music gefur út.
JÓN AGNAR ÓLASON
TÓNLIST
TOTAL RECALL Sýnd kl. 8 - 10:20
BRAVE:HINHUGRAKKA 3D Sýnd kl. 4 - 6
KILLER JOE Sýnd kl. 8 - 10:20
INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:20
ÍSÖLD4HEIMSHÁLFUHOPP3D Sýnd kl. 4 - 6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
49.000 MANNS!
Frá höfundum Toy Story 3,
Leitin að Nemó og UPP
Stórkostleg teiknimynd
fyrir alla fjölskyldunaÞriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
HHHHH-MIAMI HERALD
HHHH- ROLLING STONES
HHHH- GUARDIAN
HHHH- TIME ENTERTAINMENTÞriðjudagstilboð
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
ÍSL TEXTI
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
ÍSL TAL
12
16
12
L
L
HHH
HHHH
VJV - SVARTHÖFÐI
Íslenskt tal
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
MEÐ
ÍSLENSKU
TALI
TRYGGÐU
ÞÉR MIÐA
Á
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
TOTAL RECALL KL. 8 - 10.15 12
TO ROME WITH LOVE KL. 5.50 - 8 L
KILLER JOE KL. 10.15 16
INTOUCHABLES KL. 5.50 12
TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
TOTAL RECALL KL. 6 - 9 12
KILLER JOE KL. 8 - 10.20 16
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL.5.50 L
INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
BRAVE:HINHUGRAKKA 2D KL. 3.30 - 5.45 L
BRAVE:HINHUGRAKKA 3D KL. 3.30 - 5.45 L
TOTAL RECALL KL. 6 - 8 - 9 - 10.35 12
TOTAL RECALL LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.35 12
ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.40 - 5.50 L
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L
TED KL. 8 - 10.20 12
SPIDER-MAN 3D KL. 8 - 10.50 10
- V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS - H.S.S., MBLBREYTTU ÖRLÖGUM ÞÍNUM!