Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Í hönd fer nú aðalsveppatínslu- tími ársins og er víða hægt að ná sér í góða sveppi til að nota í matargerð. Ása Mar- grét Ásgrímsdóttir hefur tínt sveppi í fjölda ára og gefið út bókina Matsveppir í náttúru Íslands sem kom út árið 2009. Hún heldur í vik- unni námskeið fyrir áhugafólk um sveppatínslu og heldur að því loknu með hópinn í sveppatínsluferð í ná- grenni borgarinnar. Svart á hvítu „Ég hef hagað námskeiðunum þannig að fyrst komi fólk á fyrirlestur þar sem ég fræði það um sveppi og sveppatínslu. Eftir það er síðan hald- ið í sveppamó í nágrenni Reykjavíkur og þá tínt, skoðað og spjallað. Mér finnst áhuginn á sveppum vera vax- andi en fólk þorir þó ekki að tína nema það viti alveg svart á hvítu hvernig eigi að bera sig að. Ég reyni því að kenna fólki grunnatriðin og hvað beri að varast. Það er nefnilega alveg hægt að gera þetta án þess að vita mjög mikið. Ég byrjaði sjálf að tína og pæla í þessu í kringum 1960 og hef tínt á hverju einasta ári síðan. Ég fer vítt og breitt um landið og finnst gaman að fara á nýja staði. Annars bý ég í Reykjavík og nýti mér nánasta umhverfi við borgina hvað mest,“ segir Ása Margrét. Helstu matsveppir Algengustu matsveppir á Íslandi eru svokallaðir pípusveppir sem eru með pípum neðan á hattinum. Af þeim má nefna lerkisvepp sem fylgir lerki og er algengur á Austurlandi í Hallormstaðarskógi og þar í kring; furusveppurinn fylgir furu og er oft ríkulegur vöxtur við þessar trjáteg- undir. Kúalubbi fylgir birki og kóngs- sveppur fylgir birki og barrtrjám. Kóngssveppur er óalgengari en þar sem hann vex er oft mikið magn af honum og segir Ása Margrét hann bragðast einna best af íslensku mat- sveppunum. Eftir því sem skógrækt eykst fjölgar sveppum en flestir pípusvepp- irnir fylgja trjám. Á þeim árum sem Ása Margrét hefur tínt sveppi segir hún mikla aukningu hafa orðið á sveppum hérlendis og sumir sveppir sem hafi verið sjaldgæfir séu nú orðn- ir algengir. Meðal þeirra má nefna slímgump eða slímstautul sem Ása Margrét sá ekki í mörg ár en er nú orðinn algengur í mörgum skógum. „Ég hef fundið tegundir sem ég vissi ekki að væru til á Íslandi og það eiga fleiri eftir að bætast við eftir því sem trjátegundir taka að vaxa og dafna hér. Sveppirnir vaxa best í smáraka svo ég var farin að hafa dá- litlar áhyggjur af þurrkinum í sumar en nú er þetta farið að spretta mikið Fjársjóðsleit að sveppum Að tína sveppi getur verið eins og hálfgerð fjársjóðsleit. Enda aldrei að vita hversu margar tegundir fólk finnur. Sveppum hefur fjölgað hérlendis síðastliðin ár með aukinni skógrækt og er það ágætis fjölskylduskemmtun að fara í sveppamó. Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Sveppabaka Sveppi er gott að nota í mat, uppskriftin er hér til hliðar. Margar bloggsíður mataráhugafólks er að finna á netinu og skemmti- legt að fylgjast með mörgum þeirra. Wendy sem heldur úti vef- síðunni wndyinkk.blogpost.com býr í Bandaíkjunum en er upprunalega frá Malasíu og sækir því innblástur sinn í matargerð þangað. Hún lærði helstu undirstöðuatriði matreiðslu frá ömmu sinni og mömmu og drakk í sig reynslu þeirra og visku með því að fylgjast með þeim elda mat. Nú deilir Wendy fjölbreytilegum uppskriftum sínum með lesendum netsins á bloggsíðu sinni og má þar t.d. finna girnilegar kókossmákökur með karamellu, ýmiss konar kjúk- lingarétti og annað gott og fljót- legt. Wendy ræktar líka kryddjurtir, ávexti og grænmeti í garðinum sín- um og leyfir lesendum að fylgjast með uppskerunni á síðunni. Vefsíðan www.wendyinkk.blogspot.com Gúmmulaði Kókostoppar með karamellu eða súkkulaði eru alls ekki slæmir. Skemmtilegur matarbloggari Götulistahátíðin Hafurtask hefst á Akureyri í dag. Þar gefst fólki á aldrinum 15-30 ára færi á að skrá sig í einhverja af þeim fimm spennandi listasmiðjum sem eru í boði og taka þannig þátt í því að skapa sýningu fyrir hápunkt hátíðarinnar á laug- ardaginn næstkomandi. Þá verður slegið upp allsherjar uppskeruhátíð hæfileika, sköp- unar og metnaðar ungs fólks á Akureyri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Endilega … … fylgist með götu- listahátíð Götulist Skrautlegir þátttakendur. Bækurnar hans Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið, eru löngu orðnar að klassík í ís- lenska bókmenntaheiminum. Sumir segja að bækur þessar ættu að vera skyldulesning fyrir alla Íslendinga. Nú hefur seinni bókin, Baráttan um brauðið, verið endurútgefin og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa þessa góðu bók. Fyrir tveimur árum var fyrri bókin, Fátækt fólk, endur- útgefin og henni tekið mjög vel. Þetta fyrsta bindi æviminninga Tryggva Emilssonar verkamanns er stórmerkileg heimild um lífið hér á landi á þessum tíma en auk þess er hún snilldarvel skrifuð. Í Morgun- blaðinu var fullyrt að bókin væri „ein merkasta og áhrifamesta ævisaga sem skrifuð var hér á landi á 20. öld“. Í tilkynningu frá Forlaginu segir að seinni bókin, Baráttan um brauð- ið, hefjist árið 1920 þegar Tryggvi er sautján ára og fylgir honum í vinnu- mennsku, við búskaparhokur, gegn- um illskeytta berkla og atvinnuleysi. Þegar íslensk alþýða rís upp gegn smánarkjörum sínum tekur Tryggvi þátt í þeirri baráttu af heilum hug. En aldrei gleymir hann því sem skipti hann mestu: ást á náttúrunni, kærleika til náungans og virðingu fyrir skáldskapnum. Ólafur Jónsson sagði í Dag- blaðinu: „Minningar Tryggva Emils- sonar veita yfirsýn mikillar sögu eins og einn einstaklingur úr hópi þús- undanna hefur sjálfur lifað hana og hún bregður um leið upp ótal skilrík- um dæmum mannlífs og reynslu al- þýðufólks og lífskjara og örlaga þess.“ Árni Bergmann sagði í Þjóð- viljanum um sömu bækur: „Hann hefur næmi fyrir ýmsum þeim smá- munum og spaugilegum hliðum at- vika sem gefa máli hans fyllingu. Æviminningar Tryggva Emilssonar verkamanns eru í sjálfu sér svo ágætur vitnisburður um merkilega kynslóð að torvelt verður að finna annan áhrifameiri.“ Barátta íslenskrar alþýðu Allir ættu að lesa bækur Tryggva Klassík Skyldulesning fyrir alla. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar Bjóðum öflugar og endingargóðar vélar frá Electrolux og Primus. Hafðu samband við söluráðgjafa okkar og við aðstoðum þig við að finna hagkvæmustu lausnina. ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, STRAU- OG BROTVÉLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.