Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 6
Akureyringar héldu í gær danskan sunnudag í Inn- bænum þar sem íbúar buðu upp á kaffi og bakkelsi. Hugmyndin er sótt í gamla ljósmynd sem tekin var í garðveislu hjá Oddi C. Thorarensen apótekara. Á myndinni sýnir Hörður Geirsson ljósmyndari áhorf- endum hvernig á að framkalla myndir á votplötu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Íbúar í Innbænum, elsta hluta Akureyrar, minntust danskra hefða frá fyrri tíð Danskur sunnudagur á Akureyri 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 ERT ÞÚ MEÐ VERKI? Stoðkerfislausnir hefjast 3. september nk. Hentar þeim sem eru að glíma við einkenni frá stoðkerfi og vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. • Mán., mið. og fös. kl. 15:00 og 16:30. • Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara ásamt kennslu í réttri líkamsbeitingu • Fyrirlestrar um verki, svefntruflanir og heilbrigðan lífstíl • 8 vikna námskeið • Verð: 39.800 kr. (19.900 kr. á mánuði) Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is „Allir verkir hafa minnkað. Ég var áður alltaf svo þreytt og alltaf að leggja mig. Mér finnst satt að segja að allir sem eru að finna til verkja ættu að koma hingað. Hreyfingin hefur líka áhrif á alla starfssemi líkamans og svo er þetta gott fyrir sálina. Mér líður miklu betur og ég er ákveðin í að halda áfram.“ Sólveig Guðmundsdóttir Þjálfari: María Jónsdóttir sjúkraþjálfari Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Grunnskólar Reykjavíkur verða settir á miðvikudaginn en þá streyma í skólana nærri því 14 þúsund grunn- skólanemar. „Á miðvikudaginn koma börnin og hitta kennarann sinn og fá stundaskrá og síðan hefst kennsla eftir stundaskrá strax daginn eftir eða á fimmtudaginn,“ segir Yngvi Hagalínsson, skólastjóri í Hamraskóla. Nemendum í grunnskólum Reykjavíkur hefur fækkað töluvert undanfarin ár en alls hefur þeim fækkað um rétt rúm 2.000 á örfáum árum. „Þegar mest var voru um 400 nemendur í skólanum hjá okkur en þeir voru 210 í fyrra og verða 140 í ár,“ segir Yngvi en fækkunina í ár má að miklum hluta rekja til sameiningar unglingadeilda í Graf- avogi í einn skóla. Helgi Árnason, skólastjóri í Rima- skóla, segir að nemendafjöldi í Rimaskóla hafi haldist nokkuð jafn á sama tíma og fækkað hafi töluvert í öðrum skólum. „Hverfið hér í kringum skólann hefur stækkað nokkuð á undanförun árum og það hjálpar til.“ Rimaskóli verður settur á miðvikudaginn eins og aðrir grunnskólar borgarinnar og segir Helgi að vel hafi gengið að manna allar stöður og undirbúa skólaárið. Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, formaður félags skóla- stjórnenda í Reykjavík og skólastjóri í Hagaskóla, segist ekki vita hvað veldur fækkun nemenda í Reykjavík. „Eft- ir fækkun í nokkur ár hefur nemendum verið að fjölga í Hagaskóla aftur,“ segir Ingibjörg sem er bjartsýn á að skólaárið verið gott og farsælt. „Hagskóli er að halda upp á 55 ára afmæli sitt í vetur og þetta verður gott skólaár.“ Færri í skólum borgarinnar  Grunnskólanemendum hefur fækkað um nærri 2.000 á átta árum í Reykjavík Skólarnir að hefjast » Grunnskólar borgarinnar verða settir á miðvikudaginn. » 14.000 nemendur stunda nám í skólunum. » Grunnskólanemum hefur fækkað um nærri 2.000 á síð- ustu átta árum í Reykjavík. » Vel hefur gengið að manna grunnskóla borgarinnar. Töluvert hefur borið á reið- hjólaþjófnaði í Reykjanesbæ að undanförnu. Í síðustu viku bár- ust lögreglu þar í bæ þrjár tilkynn- ingar um að hjól- um hefði verið stolið. Í slíkum tilfellum er gerð lögregluskýrsla en erfitt getur reynst að upplýsa slíka þjófnaði nema upplýsingar um málið liggi fyrir, sem sjaldnast er tilfellið. Að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ skilja þjófarnir hjólin eftir á víða- vangi í mörgum tilfellum og eru geymslur hennar yfirfullar af hjól- um sem eigendur hafa ekki vitjað. Fullar geymslur af stolnum hjólum í Reykjanesbæ Tilkynnt var um níu líkamsárásir til lögreglunn- armilli tvö og sex í fyrrinótt í kjöl- far Menningar- nætur, allar á miðborgarsvæð- inu. Á sama tíma í fyrra var ein- ungis tilkynnt um sjö líkams- árásir. Í flestum tilfellum var um pústra að ræða en þó var einn flutt- ur meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir líkamsárás á mótum Lauga- vegar og Klapparstígs. Árásarmað- urinn gisti fangageymslur lögregl- unnar. Samkvæmt dagbók lögreglu tókst margsinnis að stilla til friðar og koma í veg fyrir frekari vand- ræði. Ölvun fólks var svipuð og í fyrra, að sögn lögreglu. Stefán Ei- ríksson lögreglustjóri segir lög- gæslu hafa verið öfluga í miðborg- inni. „Miðað við þann fjölda sem var í miðbænum á Menningarnótt þá tókst mjög vel til að nærri öllu leyti,“ segir Stefán en lögreglan og aðrir viðbraðgsaðilar voru með að- stöðu við menntamálaráðuneytið. „Menningarnótt er eitt stærsta verkefni lögreglunnar á hverju ári og góður undirbúningur allra skil- aði sér,“ segir Stefán. Níu líkamsárásir á Menningarnótt Fólksfjöldi Margir voru í miðbænum. Anna Lilja Þórisdóttir Vilhjálmur A. Kjartansson Norska strandgæslan krefst þess að Eimskip greiði 85 milljónir norskra króna, 1,7 milljarða íslenskra króna, vegna strands Goðafoss í Óslóarfirði í febrúar í fyrra samkvæmt frétt á vefsíðu norska blaðsins Aftenposten. Ólafur Willam Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips, segir að hugsan- legar kröfur norsku strandgæslunn- ar muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Eimskips. „Við höfum ekki enn fengið neina kröfu í hendurnar frá norsku strandgæslunni. En mið- að við það sem við erum að lesa í fjöl- miðlum þá er þetta upphæð sem við erum vel tryggðir fyrir og ætti því ekki að hafa nein áhrif á rekstur fé- lagsins. En þangað til við fáum ein- hverja kröfu í hendurnar er erfitt fyrir mig að svara nokkru um þetta mál,“ segir Ólafur. Í fréttinni á vefsíðu Aftenposten segir talsmaður norsku strandgæsl- unnar, Johan Marius Ly, að upphæð kröfunnar samsvari þeim kostnaði sem hlaust af strandinu. Goðafoss var á leið til Helsingja- borgar í Svíþjóð frá Fredrikstad í Noregi þegar óhappið varð þann 17. febrúar í fyrra. Mikil olía lak úr skip- inu og var óttast um áhrif þess á líf- ríkið, því þurfti til umfangsmikið hreinsunarstarf eftir slysið. Nú vilja norsk yfirvöld að Eimskip greiði kostnaðinn. „Allt í sambandi við þetta strand hefur verið í þessu venjulega ferli, sem fer af stað þegar eitthvað svona gerist. Trygginga- félög, við og yfirvöld vinnum saman í þessu máli og það hefur ekkert nýtt borist til okkar,“ segir Ólafur. Norðmenn vilja fá 1,7 milljarða  Eimskip er með tryggingar fyrir kröfunni Ljósmynd/Norska strandgæslan Strand Goðafoss strandaði í Óslóar- firði í febrúar í fyrra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borg- arráði Reykjavíkur hafa lagt til að reglum um vínveitingaleyfi verði breytt á þann veg að þær komi ekki í veg fyrir að dvalarheimili aldraðra geti fengið leyfi til að selja áfengi. Dvalarheimili aldraðra eru flest í hverfum borgarinnar sem eru íbúð- arsvæði samkvæmt aðalskipulagi en málsmeðferðarreglur borgarráðs um veitinga- og gististaði heimila ekki rekstur vínveitingahúsa í íbúð- arhverfum. Fulltrúarnir segja að svo virðist sem til greina komi að breyta aðalskipulagi en það geti tekið ár, jafnvel lengri tíma. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins gerir ráð fyrir að málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði verði breytt og borgarráð fái heimild til að veita undanþágu frá þeirri megin- reglu að ekki sé heimilt að veita áfengisveitingastöðum rekstrarleyfi á íbúðarsvæðum þegar um dval- arheimili aldraðra sem staðsett er innan íbúðarsvæðis ræðir. Fái heimild til að veita undanþágu  Álykta um vín- sölu á elliheimilum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.