Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 27
Jet Black Joe Páll Rósinkrans og Gunnar Bjarni. Harpa Margir klæddu sig sérstaklega í tilefni dagsins og hárliturinn var í takt við litbrigði jarðar. Dans Margir brugðu undir sig betri fætinum og tóku létt salsaspor á Lækjartorgi.Gaman Jónas Sig. og Ritvélar framtíðar héldu uppi fjörinu og náðu vel til fólksins. Gleði Boðið var upp á frítt knús í Bankastræti. Góð brauð - betri heilsa Handverk í 18 ár Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is „Patti Smith syngur titillag kvik- myndarinnar Noah,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmageddon á útvarpsstöðinni Xinu 977, spurður um Íslandsdvöl bandarísku söngkonunnar. Það má með sanni segja að hún hafi stolið senunni á Menningarnótt með ástr- alska stórleikaranum Russell Crowe, en hún tróð óvænt upp með honum og Alan Doyle og flutti slag- arann „Because the Night“ fyrir tón- leikagesti Bar 11 á tónleikum Xins 977. Crowe hafði óskað eftir því að halda tónleika á Íslandi og úr varð að þeir félagar héldu þrenna tónleika. „Aðstæður þarna fyrir þau voru frábærar og ótrúlegt að sjá fólk raða sér upp hvar sem það komst, t.d. í bílastæðahúsinu fyrir ofan. Þetta er landkynning fyrir milljón dollara,“ segir Frosti en myndbönd af flutn- ingi þeirra Russells og Patti á Bar 11 og á Kex hosteli síðar um kvöldið svo og flutningi Russells og Alans í Hörpu fyrr um kvöldið hafa farið eins og eldur í sinu um netið. Ljósmynd/María Ólafsdóttir Leynigestur Patti tekur hér lagið með þeim Russell og Alan. Söngkonan Patti Smith leynigestur Russells Crowes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.