Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 TilraunatónlistarmaðurinnHelgi Hauksson hefur veriðlengi að í tónlist og gefið útnokkuð en þá jafnan á eigin vegum, en þessi plata mun sú fyrsta sem hann gefur út á vegum fyr- irtækis. Heiti skífunnar vísar til þýska gámaflutningaskipsins Vik- artinds, sem strandaði á Háfsfjöru skammt frá Þjórsárósi 5. mars 1997 og át sig síðan sjálft, ef svo má segja. Á plötunni er eitt ríflega klukkutíma langt hljóðverk í tíu köflum, spuna- og tilraunakennt sem virðist kannski los- aralegt, en er í raun útpæld og sam- ansúrruð yfireið yfir sögu tilrauna- tónlistar síðustu fjögurra áratuga. Tónverkið Vikartindur er ekki óhljóðalist þó að sumum finnist það kannski við fyrstu hlustun, hún er spunalist, en á það sameiginleg með óhljóðunum að þar eru menn að fást við sömu glímu en mismunandi verk- færum. Helgi notar þannig hefð- bundin hljóðfæri, en meðhöndlar þau iðulega á óhefðbundinn hátt og skreytir að auki með óhljóðum þegar við á. Líkt og með almennilega spuna- list er ekki óhamið flæði í gangi, fram- vindan er útpæld og skipulögð – frelsi með ábyrgð. Kúnstin við spunatónlist á við þá sem Helgi fæst við, er að skapa í henni þá spennu sem drífur áfram tónlist, að ná að halda í þá ómeðvituðu talningu sem er lykill að ánægjunni af að hlusta, en teygja um leið á tím- anum, skapa heim þar sem allt getur gerst en hlustandinn finnur þó að sé byggður á öðru en hreinum tilvilj- unum. Það tekst Helga býsna vel á plötunni, því flæðið á plötunni er gott, spuninn ber okkur á sporbaug um- hverfis jörðu og stundum alla leið úit í geim, en við missum ekki sjónar á upprunanum. Víða má geina að Helgi hefur kannað vel þær lendur sem Miles Davis vísaði á í upphafi áttunda ára- tugarins, þegar hann bræddi saman hljómagang úr rokki og djassspuna og úr varð görótt tilraunasúpa. Nefni sem dæmi fjórða kafla verksins, þar sem takturinn er flæðandi djass- og rokkkenndur í senn, frjáls en sleppir þó aldrei af manni hendinni, seytlar um lagið eins og seigfljótandi síróp. Skemmtilega Fripplegur gít- arhljómur er svo eins og glassúr á þeirri hnoðuðu sírópstertu. Skældi trompetinn í sjötta kafla og flautan í þeim níunda er líka skemmtileg áminning: Hér er verið að fylgja frelsinu alla leið. Í sjöunda kafla hljómar svo gítar sem minnir á að Helgi kanna að rekja hugmyndirnar frá Köln til New York til Kant- araborgar. Þó að hún virðist kannski óárenni- leg við fyrstu hlustun er þetta stór- skemmtileg skífa fyrir þá sem þekkja aðeins til tónlistarsögunnar, frumleg og fróðleg í senn. Þeir sem lítið þekkja til sögunnar geta mikið lært af að hlusta á Vikartind. Til athugunar fyrir óvana: Platan er mjög bassagrunnuð, eins og heyra má strax í fyrsta laginu, og þeir sem óttast óhljóðalist geta haldið sér fast í bassann, þó að hann hljómi kannski ekki alltaf eins og bassi. Einnig má fljóta um skífuna með slagverkinu. Smám saman lýkst svo annað upp fyrir áheyrandanum. Skemmtileg, frumleg og fróðleg Vikartindur bbbbm Breiðskífa Helga Haukssonar sem kallar sig Hamlette HOK. Helgi leikur á gítar og fleiri hljóðfæri og fær til sín ýmsa gesti. 12 tónar gefa út. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Bandaríski tón- listarmaðurinn Jay-Z semur tón- listina við kvik- mynd sem byggð er á söngva- myndinni Annie frá árinu 1982 og hefjast tökur næsta vor. Breska leik- konan Emma Thompson skrifaði handrit kvik- myndarinnar upp úr söngleiknum og segir hún að þau skrif hafi tekið ein þrjú ár. Á vef breska rík- isútvarpsins, BBC, er haft eftir Thompson að hún sé afar spennt og hlakki til að snæða kvöldverð með rappstjörnunni. Dóttir leik- arahjónanna Will og Jödu Pinkett- Smith, Willow, mun fara með aðal- hlutverkið í myndinni. Tökur á Annie hefjast næsta vor Willow Smith Tökur á fjórðu kvikmyndinni um Mad Max, eða óða Max, eru hafnar og mun hún bera titilinn Mad Max: Fury Road. Leikarinn Tom Hardy, sem síðast sást í kvikmyndinni The Dark Knight Rises í hlutverki óþokkans Bane, mun fara með hlut- verk Max en leikarinn Mel Gibson lék hann í þremur kvikmyndum og kom sú fyrsta út árið 1979 en sú síð- asta árið 1985. Leikkonan Charlize Theron mun einnig leika í mynd- inni og nefnist hennar persóna Fu- riosa. Leikstjóri myndarinnar er sá sami og að fyrri myndunum þrem- ur, hinn ástralski George Miller og hófust tökur í júlí síðastliðnum. Skeggjaður Tom Brady á rauðum dregli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí sl. Hardy bregður sér í hlutverk óða Max AFP THE WATCH Sýnd kl. 8 - 10:20 PARANORMAN3D Sýnd kl. 4 - 6 BRAVE:HINHUGRAKKA 3D Sýnd kl. 4 - 6 KILLER JOE Sýnd kl. 10:20 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL TEXTI Frá höfundum Toy Story 3, Leitin að Nemó og UPP Stórkostleg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna 49.000 MANNS! Bráðskemmtileg teiknimynd frá þeim sömu og færðu okkur CORALINE MATTHEW MCCONAUGHEY -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 12 16 7 12 L HHH HHHH VJV - SVARTHÖFÐI HHHHH-MIAMI HERALD HHHH- ROLLING STONES HHHH- GUARDIAN HHHH- TIME ENTERTAINMENT Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur Allar GSM rafhlöður 2.990.- SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali - Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick Gerið verðsamanburð! iPad borðstandur - Festing fyrir sætisbak fylgir 5.990.- Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum! Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad og aðra spilara eða síma. Innbyggð rafhlaða. 4.990 Allt fyrir IPod og Ipad Ipad bílhleðslutæki 1.490.- Öll GSM bílhleðslutæki 990.- 12V tvídeilir 1490.- Flott úrval 12V fjöltengja í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið. 12V þrídeilir með Micro-USB útgangi og viðvörunarljósi ef raf- geymirinn í bílnum er að tæmast 2.990.- MEÐÍSLENSKUTALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 3D SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS BREYTTU ÖRLÖGUM ÞÍNUM! THE WATCH KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 THE WATCH LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 3.30 - 5.45 7 BRAVE:HINHUGRAKKA 2D KL. 3.30 - 5.45 L BRAVE:HINHUGRAKKA 3D KL. 5.45 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL / 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 10.20 10 THE WATCH KL. 5.50 - 8 - 10 12 TOTAL RECALL KL. 8 12 KILLER JOE KL. 10.15 16 INTOUCHABLES KL. 5.50 12 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 5.40 7 TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 5.40 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.