Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Mastodon, Ringo Deat- hstarr, Sam Cooke, Tallest Man on Earth, Glasvegas og Slayer. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Ekki hægt að svara þessu án þess að bæta við enda- laust af „en“-um. Skal svara þessu ef ég fæ opnu. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Ég man ekki hvaða plötu ég keypti fyrst en ég man eftir fyrstu plötunni sem mér var gefin. Bibbi bróðir minn gaf mér Bláu plötuna með Weezer daginn sem hún kom út. Ég reikna með því að hann hafi keypti hana í Bóka- verslun Þórarins Stef- ánssonar á Húsavík. Kannski í Ómi en líklega í Bókabúðinni. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Önnur púlsstöðvandi spurning. Þursabit, Flótt- inn mikli, Ísland brennur, Dýrin í Hálsaskógi, Drög að sjálfsmorði, Ég held glaður jól, Í bróðerni, mínar eigin plötur og svo miklu miklu fleiri. Sorrý, ég reyndi... Hvaða tónlist- armaður værir þú mest til í að vera? David Bowie. Einn af fáum sem komst í gegnum eit- ísið eitursvalur og það er hann enn. Hvað syngur þú í sturt- unni? Ég syng reyndar ekki í sturtu en ef ég myndi gera það þá myndi ég taka Meat Loaf kata- lóginn eins og hann leggur sig. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstu- dagskvöldum? Þar kemur Beck allt- af mjög sterkur inn. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Isn’t anything með My Bloody Valentine. Í mínum eyrum Baldur Ragnarsson tónlistarmaður Bowie komst gegn- um eitísið eitursvalur Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Ég hef ferðast víða og sungið á alls konar stöðum um allan heim en það er enginn staður eins og Ísland get ég sagt þér,“ segir bandaríska djasssöngkonan Deborah Davis. Davis syngur í salnum Kaldalóni í Hörpu í kvöld ásamt hljómsveit Jazzhátíðar Reykjavíkur og flytur þar lög úr amerísku söngbókinni en tónleikarnir eru hluti Jazzhátíðar Reykjavíkur. Davis á langan og farsælan feril að baki og hefur heillað áheyrendur um allan heim. Árið 1992 kom hún til Íslands og hélt þrenna tónleika sem vöktu mikla eftirtekt en margt átti eftir að drífa á daga hennar á þessum 20 árum. Í dag er hún mjög stórt nafn í djassheiminum í Banda- ríkjunum og orðin þekkt á al- þjóðavettvangi. Árið 1992 spiluðu með henni íslensku tónlistarmenn- irnir Sigurður Flosason, Þórir Bald- ursson, Pétur Grétarsson og Tómas R. Einarsson. Davis og hljómsveit Jazzhátíðar munu spreyta sig á þekktum klass- ískum lögum úr söngbókinni í kvöld. „Má þar nefna tónlist Abbey Lincoln, slagara Charlie Chaplin; „Smile“ og lag Duke Ellington; „Do nothing till you hear from me“,“ segir Davis. Sungið með stjörnum Davis er Texasbúi og byrjaði sem lítil stúlka að syngja í skóla- hljómsveitum og kirkjukór en hún gekk djasstónlistinni á hönd á 9. áratugnum. Vakti hún þá athygli í New York og í framhaldi á al- þjóðavettvangi tónlistarinnar. Davis hefur sungið með tónlist- armönnum á borð við Ray Brown, Lionel Hampton og Clark Terry og stungið fætinum víða niður, meira að segja sungið með Bon Jovi, Cel- ine Dion, Eric Clapton og Billy Jo- el. Þá hefur söngkonan sungið við hátíðleg tækifæri í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir menn eins og Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þeir sem ferðast til New York geta fundið Deboruh Davis á þekkt- um djassklúbbum borgarinnar en í kvöld gefst tækifæri til að hlýða á söng hennar í Reykjavík. „Ég söng síðast fyrir 20 árum á Íslandi og það verður gaman að koma fram á ný en svo ætla ég að nota tímann sem ég hef til að fara út í náttúruna, ég er mikið náttúru- barn. Í það minnsta fer ég í Bláa lónið og vonandi kemst ég að ein- hverjum fossi. Ef ég er spurð að því erlendis hvaða áfangastað ég mæli með fyrir ferðamenn nefni ég alltaf Ísland sem minn eftirlætis- áfangastað.“ Margt gerst á tuttugu árum  Djasssöngkonan Deborah Davis með tónleika í kvöld Farsæl Bandaríska djasssöngkonan Deborah Davis á æfingu með hljómsveit Jazzhátíðar Reykjavíkur, föstudaginn síðastliðinn. Ísland er henni hjartfólgið.  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL 58.000 GESTIR Á 24 DÖGUM STÆRSTA MYND SUMARSINS VINSÆLASTA DANSSERÍA ALLRA TÍMA MÖGNUÐ DANSATRIÐI! BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI TIL ÞESSA EGILSHÖLL 12 12 12 L L LL L 7 7 7 L L L ÁLFABAKKA 12 12 12 STEP UP 4 KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D BRAVE ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 - 10:20 2D SEEKING A FRIEND KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES KL. 6 - 8 - 10 2D DARK KNIGHT RISES VIP KL. 4 - 8 2D MADAGASCAR 3 ÍSL.TALI KL. 3:40 2D UNDRALAND IBBA ÍSL.TALI KL. 3:40 2D 7 KRINGLUNNI L 12 12 12 STEP UP 4 KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES 5:30 - 9 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 3D SEEKING A FRIEND KL. 8 2D MAGIC MIKE KL. 10:20 2D L 7 12 12 AKUREYRI BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSL.TALI KL. 6 3D STEP UP 4 KL. 8 3D DARK KNIGHT RISES KL. 10:10 2D SEEKING A FRIEND KL. 6 - 8 - 10:10 2D 7 KEFLAVÍK 12 12 STEP UP REVOLUTION KL. 8 2D TOTAL RECALL KL. 10:10 2D SEEKING A FRIEND KL. 8 - 10:10 2D THE DARK KNIGHT RISES 3 - 5 - 8 - 9 - 10:20 2D STEP UP 4 KL. 5:40 2D STEP UP 4 ÓTEXT. KL. 8 3D TOTAL RECALL KL. 8 - 10:30 2D TED KL. 6 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 3 - 5:30 3D BRAVE ÍSL.TALI KL. 3:20 2D ÍSÖLD 4 ÍSL.TALI KL. 3 2D Sýnd með íslensku og ensku tali – sýnd í 2D og 3D Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up.  - Miami Herald - Rolling Stone - Guardian - Time Entertainment b.o. magazine e.t. weekly STEVE CARELL KEIRA KNIGHTLEY KYNNTU ÞÉR VILDARKERFI SAMBÍÓA Skráðu bílinn þinn frítt inn á diesel.is Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252 þegar þú ætlar að selja bílinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.