Morgunblaðið - 20.08.2012, Síða 13

Morgunblaðið - 20.08.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með matvæli. Ársvelta um 300 mkr. Allt að 100% hlutur í rótgrónu fyrirtæki með einkennisfatnað. Góð afkoma og vaxtamöguleikar. Innflutningsfyrirtæki með tæknivörur á vaxandi markaði. Ársvelta 60 mkr. og yfir 100% álagning. Lítil en rótgróin bókaútgáfa sem sérhæfir sig á ákveðnu sviði. Stöðug velta allt árið. Meðeigandi óskast að innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í loftkælingu. Viðkomandi þarf að mikla þekkingu á þessu sviði og hafa stjórnunarhæfileika. Fyrirtækið er mjög arðbært og mun skila eigendum góðri ávöxtun. Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með vinsæla fjárfestingavöru fyrir heimili. Stærsta fyrirtækið á þessu sviði og hefur verið með stöðuga veltu (um 130 mkr.) síðustu árin. Góður hagnaður og hagstæðar skuldir sem hægt er að yfirtaka. Óvenjulegt matvælafyrirtæki í smásölugeiranum sem hægt er að þróa mjög skemmtilega. Ársvelta 150 mkr., stöðugt vaxandi frá 2004. EBITDA 24 mkr. sem auðvelt er að auka í 40 mkr. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. • • • • • • • • Bashar Assad, forseti Sýrlands, kom fram op- inberlega í fyrsta skipti í gær þegar hann sótti bæna- athöfn í Damask- us í tilefni af þriggja daga trúarhátíð músl- ima sem fagna nú síðustu dögum Ramadan. Bashar Assad hefur ekki komið fram opinberlega síðan fjórir af hans helstu öryggisráðgjöfum voru drepnir í sprengjuárrás fyrir rúmum mánuði. Er þetta talið til marks um veika stöðu forsetans í dag. Víða í Sýrlandi var forsetanum mótmælt að loknum bænaathöfnum og hrópuðu mótmælendur að forset- inn væri óvinur guðs og sýrlenskra borgara. Er að missa tökin á landinu Tök Bashars Assads á landinu hafa minnkað töluvert síðan mót- mæli gegn honum hófust en harðir bardagar hafa geisað milli stjórn- arhersins og uppreisnarmanna. Sprengjuárásin á höfuðstöðvar hers- ins sem drap fjóra öryggisráðgjafa Assads er til marks um ótrygga stöðu forsetans og tök hans á land- inu. Þá hafa háttsettir embætt- ismenn og herforingjar flúið landið í nokkrum mæli. Í Tyrklandi er talið að séu allt að 70 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi og þeim fjölgar dag- lega. Þá telja alþjóðleg hjálp- arsamtök að ekki færri en 20 þúsund manns hafi látið lífið í borgarastyrj- öldinni í landinu. Völd Assads að dvína Forseti Sýrlands Bashar Assad. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Julian Assange, stofnandi og eigandi netfyr- irtækisins WikiLeaks, sem birt hefur m.a. trúnaðarupplýsingar frá bandaríska sendi- ráðinu á Íslandi, kom fram á svölum sendiráðs Ekvadors á Bretlandi í gær þar sem hann dvel- ur í skjóli gegn breskum yfirvöldum. Í yfirlýs- ingu sem hann flutti af svölum sendiráðsins biðlaði hann til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, um að gera rétt og hætta nornaveiðum sínum gegn WikiLeaks. Síðan er þyrnir í augum bandarískra stjórnvalda þar sem á henni hafa verið birtar trúnaðarupplýs- ingar í eigu bandaríska ríkisins. Þá óskaði Assange þess að bandarísk stjórn- völd létu bandaríska hermanninn fyrrverandi Bradley Manning lausan en hann hefur verið ákærður fyrir að leka hernaðarleyndarmálum og trúnaðargögnum til WikiLeaks og á yfir höfði sér þunga refsingu. Einangraður í sendiráðinu í London Assange hefur fengið hæli í Ekvador. Hann er eftirlýstur á Bretlandi vegna framsalskröfu frá Svíþjóð en yfirvöld þar í landi hafa óskað eftir nærveru Assange vegna ásakana á hend- ur honum fyrir kynferðislegt misferli. Sjálfur segir Assange ásakanirnar uppspuna og að- ferð í baráttunni gegn málstað hans og Wiki- Leaks. Fari Julian Assange út fyrir dyr sendiráðs Ekvadors verður hann handtekinn af bresku lögreglunni sem hefur umkringt sendiráðið en stjórnvöld á Bretlandi hafa neitað Assange um óhefta för úr landi til Ekvadors þar sem honum hefur verið veitt pólitískt hæli. Að sögn stjórn- valda á Bretlandi er þeim skylt að fara að lög- um og fylgja eftir evrópskri handtökuskipun sem gefin hefur verið út gegn Assange af sænskum stjórnvöldum. Gætu leitað til Alþjóðadómstólsins í Haag Stjórnvöld í Ekvador hafa boðið sænsku lög- reglunni að yfirheyra Assange í sendiráði sínu í London en hún hefur hafnað því boði. Meðan Julian Assange dvelur innan veggja sendiráðsins nýtur hann úrlendisréttar og bresk yfirvöld geta ekki sótt hann inn í sendi- ráðið þar sem það er utan yfirráðasvæðis bresku lögreglunnar. Baltasar Garzon, lögmaður Assange, segir það koma til greina að stjórnvöld í Ekvador leiti til Alþjóðadómstólsins í Haag um að gera Bretum skylt að hleypa Assange óhindrað úr landi og til Ekvadors. Þá sagði Garzon að Ass- ange myndi áfram berjast fyrir mannréttind- um og réttlæti með starfsemi WikiLeaks-síð- unnar. Biður Obama að hætta nornaveiðum  Julian Assange biðlaði til forseta Bandaríkjanna af svölum sendiráðs Ekvadors á Bretlandi að hætta nornaveiðum gegn WikiLeaks og láta af ákæru sinni gegn Bradley Manning AFP WikiLeaks-stofnandinn Julian Assange talaði til stuðningsmanna í London. Japanskir að- gerðarsinnar lentu á eyjunni Uotsuri um helgina þrátt fyr- ir viðvaranir frá japönsku strand- gæslunni og komu japanska fánanum fyrir á eyjunni. Japan og Kína hafa deilt um yfirráð yfir eyjunni og varð uppátæki aðgerðarsinnanna til þess að skapa spennu milli landanna. Mótmæli gegn Japan spruttu víða upp í Kína í kjölfarið. Deilt um eyj- una Uotsuri Japanski fáninn á Uotsuri eyju. Meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, þær Nadezhda Tolo- konnikova, Maria Alekhina og Yekaterina Samutsevich, voru fundnar sek- ar um ósiðlegt athæfi í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og dæmdar í tveggja ára fangelsi. Stúlkurnar höfðu ruðst inn í kirkjuna og haldið rokk- tónleika í mótmælaskyni við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Dómnum hefur verið mótmælt víða um heim þar sem hann þykir ekki í neinu sam- hengi við athæfi hljómsveitarinnar. Þá hafa stjórnmálamenn víðast hvar á Vesturlöndum lýst yfir áhyggjum sínum vegna dómsins. Lögmaður hljóm- sveitarinnar segir að dómnum verði áfrýjað en óvíst er hvenær rússneskur áfrýjunardómstóll tekur málið fyrir. AFP Dómi yfir Pussy Riot mótmælt víða um heim Tveggja ára fangelsi fyrir ólæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.