Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S. Áhugakona Ása Margrét Ásgrímsdóttir með sveppi í körfu sem hún tíndi um helgina. og ég held að þetta verði bara gott sveppaár,“ segir Ása Margrét. Má lauma í flestallt Aðalsveppatíminn er framundan nú í ágúst og fram í september og allt þar til það fer að frysta. Ása Margrét er þegar búin að tína þónokkuð og segist nærri vera búin að fylla vetr- arforðann. „Sveppirnir ganga með öllum mat, í súpur og sósur og risotto. Þeir passa líka vel með öllu pasta, t.d. í lasagna. Svo er hægt að lauma þeim í brauð og hér og þar í mat. Það er voðalega fátt sem þeir passa ekki við ef manni á annað borð líkar sveppa- bragð. Mjög mörgum finnst þeir góð- ir en ekki alveg öllum. Að tína sveppi er útivist og ég stíla inn á það að taka daginn í þetta með fjölskyldunni og taka með sér nesti. Það er mjög skemmtilegt og börnin eru voða spennt enda veit maður aldrei hvað maður mun finna og sveppatínslan því dálítið meiri fjársjóðsleit en t.d. að fara í berjamó,“ segir Ása Margrét. Á fimmtudaginn næstkomandi, 23. ágúst, verða haldin tvö námskeið; hefst það fyrra klukkan 17 og seinna klukkan 20. Laugardaginn 25. ágúst verður síðan haldið út í skóg og tínt en skráning fer fram í síma 898-6315 eða á netfanginu oliasa@simnet.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Það þarf ekkert smávegis af mann- skap til að búa til 53 metra langa samloku líkt og gert var í Mexíkó- borg nýverið. Þar bjuggu rúmlega 300 manns til svokallaða „torta“. Eins konar mexíkóska samloku sem hlaðin er kjöti, kjúklingi, osti, kal- kún, tómötum, rækjum, kol- krabbakjöti og mole sem er mexí- kósk sósa. En hún inniheldur súkkulaði og chillí. Þetta er því eng- in smávegis samloka og hér sjást nokkrir úr hópnum hjálpast að við púsla samlokunni saman. Risasamloka í Mexíkó AFP Samlokugerð Það er ekkert smámál að setja saman 53 m langa samloku. Rækjur, kjöt og tómatar Þessi uppskrift að sveppaböku er úr bók Ásu Margrétar Ás- grímsdóttur, Matsveppir í nátt- úru Íslands. Bökudeig 150 g kalt smjör 250 g hveiti 1 eggjarauða 4 msk. vatn, eða eftir þörfum örlítið salt Fylling 400 g af ferskum/frystum sveppum eða 40 g af þurrk- uðum. 1 hvítlauksgeiri, smátt sax- aðu 2-3 vorlaukar, saxaðir 2 msk. olía eða smjör til steik- ingar 2 egg 250 ml rjómi eða 1 dós sýrður rjómi 50 g rifinn ostur salt og nýmalaður pipar Aðferð Kalt smjörið skorið í bita og mulið saman við hveitið. Eggjarauðan hnoðuð saman við og síðan kalt vatn eins og þarf til að deigið loði vel saman og sé ekki of þurrt. Best er að hnoða það sem allra minnst. Mótað í kúlu og hún geymd í kæli í klukkustund. Þá er deigið flatt út í hring, hann lagður yfir bökuform og þrýst létt niður á botninn og upp með hliðunum. Bakað í um 15 mín- útur við 220° hita. Best er að leggja bökunarpappír yfir botninn og setja eitthvert farg ofan á (t.d. þurrkaðar baunir eða hrísgrjón), þá heldur bökuskelin lögun sinni best. Hægt er að nota frysta eða þurrk- aða sveppi en leggja þarf þurrkaða sveppi fyrst í bleyti og þíða þá frystu. Sveppir, hvítlaukur og vor- laukur eru steiktir fyrst í feiti á pönnu góða stund. Hrærið saman egg, rjóma og rifinn ost og blandið öllu saman, kryddið með salti og pipar. Hellið í bökuskelina og bakið við 200°C í um 25 mínútur. Sveppabaka UPPSKRIFT Hádegisverðartilboð Tvíréttað í hádegi frá 1.890,- Fljót og góð þjónusta Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is KÆRU VIÐSKIPTAVINIR DRESSMANN Á LAUGAVEGINUM. Nú senn líður að lokun verslunarinnar. Síðasti söludagurinn verður 25 ágúst. Dressmann á Íslandi vill þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á liðnum árum og í leiðinni bjóða ykkur velkomin til okkar í Dressmann í Kringlunni og Smáralind þar sem við munum starfa áfram af fullum krafti. Með kærri kveðju. Fyrir hönd Dressmann á íslandi. Jóhann Ingi Davíðsson Kristrún Zakaríasdóttir Reykvíska hljómsveitin Nóra heldur tónleika í Hlöð- unni, Litla-Garði á Akureyri. Sökum þess að stór hluti sveitarinnar er ættaður úr Eyjafirðinum og Svarf- aðardalnum ætlar Nóra að gefa sveitungum forskot á sæluna og spila fyrir þá efni af væntanlegri breið- skífu sinni. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Þeir eru styrktir af menningarráði Eyþings. Tónleikar Nóra Hljómsveitin heldur út á land. Nóra heldur tónleika í hlöðunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.