Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 14
Aukin vanskil og minni greiðsluvilji FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is S amkvæmt upplýsingum frá Creditinfo voru alls 26.666 manns í alvarlegum van- skilum 1. ágúst sl., þar af 17.511 karlar. Jafngildir þetta nærri 9% af þeim sem eru á þjóðskrá, 18 ára og eldri. Hafa alvar- leg vanskil einstaklinga aldrei verið meiri frá því að Creditinfo fór að taka þessar upplýsingar saman í árs- byrjun 2006. Um er að ræða skuldakröfur sem eru komnar í milli- eða löginn- heimtu, eftir að hafa verið í hefð- bundnu innheimtuferli án árangurs, og mörg þeirra fengið afgreiðslu dómstóla og sýslumannsembætta. Um margs konar skuldir er að ræða, allt frá 40 þúsund króna neyslulánum upp í tugmilljóna kröfur vegna íbúða- lána. Hafa kröfurnar verið að malla í kerfinu í allt að 120 daga áður en þær eru skráðar sem alvarleg vanskil. Einstaklingar sem ekki ná að greiða upp skráðar kröfur eru að hámarki á vanskilaskrá í fjögur ár. Heldur hefur dregið úr aukningunni á vanskilaskrá á þessu ári en í ágúst 2011 voru 25.518 manns í alvarlegum van- skilum. Skipt eftir landshlutum eru vanskilin hlutfallslega mest á Suð- urnesjum, eða hjá 16% íbúa eldri en 18 ára, 10% á Suðurlandi og 9,5% á höfuðborgarsvæðinu. Eftir fjöl- skylduformi eru alvarleg vanskil mest hjá körlum og einstæðum mæðrum og feðrum. Væntingar skapaðar Koma þessar upplýsingar Creditinfo ágætlega heim og saman við það sem Unnur Gunnarsdóttir, nýráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í viðtali í síðasta Viðskiptablaði Morgunblaðsins. Þar sagði hún m.a. að búið væri að skapa svo miklar væntingar og fyrirheit um aðgerðir fyrir skuldara að greiðsluvilji al- mennings hefði minnkað. „Skuldarar hafa talið, í kannski of miklum mæli, að þeir hafi haft góða ástæðu til að halda að sér höndum við að standa í skilum á afborgunum af lánum,“ sagði Unnur. Samúel Ásgeir White, forstöðu- maður fyrirtækjasviðs hjá Creditinfo, segist geta tekið undir með forstjóra FME að svo virðist sem greiðsluvilji almennings hafi ekki aukist eftir hrunið. Vanskilaupplýsingar Credit- info bendi einmitt til þess að vanskil einstaklinga aukist jafnt og þétt. Í raun séu þær í sögulegu hámarki, sé litið aftur til ársins 2006. Samúel segir þetta athyglisvert í ljósi þess að atvinnuleysi hafi minnk- að hlutfallslega, hagvöxtur aukist og launavísitalan hækkað. „Ég held að margir séu að bíða og vona að skuldir verði felldar niður eða lækkaðar,“ segir Samúel. Lánaóvissan bagaleg Embætti Umboðsmanns skuld- ara fær til sín mál þeirra einstaklinga sem komnir eru í mikinn greiðslu- og skuldavanda. Frá því að embættið tók til starfa eftir hrun hafa 4.180 um- sóknir borist um greiðsluaðlögun. Frá 1. ágúst 2010 hafa ráðgjafar emb- ættisins fengið 10.600 heimsóknir og að jafnaði notfæra um 800 manns sér símaþjónustu í hverjum mánuði. Ásta Sigrún Helgadóttir, um- boðsmaður skuldara, tekur einnig undir með forstjóra FME. Fólk hafi eðlilega verið að bíða eftir úrræðum og haldið að sér höndum. Bendir hún á að í 10-15% tilvika þar sem beiðni um greiðsluaðlögun er hafnað er það vegna þess að viðkomandi skuldari hefur haft næga greiðslugetu. Ásta segir óvissuna vegna geng- islánadóma einnig bagalega og hún hafi einnig áhrif á greiðsluvilja al- mennings. „Auðvitað vildu allir að þessari óvissu væri eytt. Því miður þurfum við að bíða enn frekar eftir niðurstöðu dómstóla,“ segir umboðsmaður skuldara. Einstaklingar í alvarlegum vanskilum 2006-12 28.000 26.000 24.000 22.000 20.000 18.000 16.000 0 ja n jú n de s ja n jú n de s ja n jú n de s ja n jú n de s ja n jú n de s ja n jú n de s ja n jú n ág 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 H ei m ild :C re di tin fo 16.430 19.906 26.666 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þær eru hávær-ari hörmungar stríðsins í Sýrlandi en Súdan. Samt sem áður er hryll- ingurinn líklega enn meiri í Súdan og í flótta- mannabúðunum sunnan landa- mæranna en í Sýrlandi. Þó er í raun engin leið að setja mæli- stikur á mannlegan harmleik og manngerðan hrylling af þessu tagi þannig að öllum slík- um samanburði verður að taka með fyrirvara. Það eina sem er óumdeilanlegt er að á báðum stöðum líður fjöldi fólks fyrir yfirgang og ofbeldisverk ann- arra. Rúmt ár er frá því að Suður- Súdan var stofnað þegar suður- hluti Súdans varð að sjálfstæðu ríki. Óttast var að ófriður gæti orðið á milli ríkjanna en hingað til hefur frekar verið um ósætti að ræða. Þetta ósætti er þó djúpstætt og afdrifaríkt enda snýst það um mikinn olíuauð. Olían er helstu verðmætin í Suður-Súdan en hún er flutt í gegnum Súdan og deilan á milli ríkjanna hefur snúist um hver hlutdeild hvors skuli vera. Deilan leiddi til þess að Suð- ur-Súdan hætti að dæla upp ol- íu og hafa bæði ríki liðið mikið fyrir það; mjög hefur kreppt að í norðri og í suðri er ríkið hætt komið enda byggir það tilveru sína á olíu- tekjunum. Fyrr í þessum mán- uði tókst að ná deilendum að samningaborði í Eþíópíu og samningar tókust. Samt er ol- ían ekki enn farin að flæða. Deilan um olíuauðinn á sinn þátt í harðnandi átökum á ein- stökum svæðum norðan landa- mæranna, þar sem stjórn- arherinn á fullt í fangi með að berjast við ýmsa hópa víða um land. Fleira kemur þó til en af- leiðingarnar eru þær sömu; flóttamenn sem hrekjast undan vígamönnum suður á bóginn. Í Suður-Súdan er nú mikill fjöldi flóttamanna, fjöldi sem nemur ríflega hálfri íslensku þjóðinni. Fólkið treystir á neyðaraðstoð en ríflega fjórð- ungur barnanna er vannærður og nokkur þeirra deyja dag hvern vegna þessara hörmu- legu aðstæðna. Sameinuðu þjóðirnar, hjálparsamtök og nágrannaríki hafa reynt að leysa þessi vandamál. Langt virðist þó í land enda er fátt fast í hendi á þessum slóðum annað en þjáning almennings. Hörmungarnar í Afríku virðast engan endi ætla að taka } Hljóðlátur hryllingur Ámeðan veláraði vorulagðar til hliðar mynd- arlegar upphæðir á hverju ári til að grynnka á skuldum ríkissjóðs vegna lífeyriskerfis síns. Slíkar greiðslur voru færðar sem „eyðsla“ ríkissjóðs í bókhaldi. En með þeim var ekki ýtt undir bólu á uppgangstímum. Þvert á móti. Búið var í haginn fyrir framtíðina og lífeyrisdæmi rík- isins gert upp með viðráð- anlegum hætti. Þetta var gert á 10 ára tímabili frá árinu 1999. „Velferðarstjórnin“ skar þessar greiðslur niður í núll á fjárlögum án þess að framtíð- arvandi ríkissjóðs sem óx um samsvarandi fjárhæð væri færður til bókar. Þetta var blekkingarleikur. Fjárlaga- dæmið var fegrað með föls- unum. „Hruninu“ var kennt um. Sannarlega gat verið tilefni til að fresta óhjákvæmilegu uppgjöri vegna breyttra að- stæðna. Nær hefði þó verið að grynnka á skuldum en að henda ómældu fé, á grundvelli pólitísks geðþótta, í SpKef og Sjóvá svo tvö dæmi af mörgum séu nefnd. Fjármunir höfðu verið settir til hlið- ar og áttu að verða grundvöllur upp- byggingar sjúkra- húskerfisins. Þeir hurfu. Breyttar að- stæður gátu rétt- lætt það. En ekki hitt að koma framtíð háskólasjúkrahúss í öngstræti. Allt er í ágreiningi og ekkert gerist. Á sama tíma drabbast núverandi sjúkrahús niður, tæki ganga úr sér og geta heil- brigðiskerfisins til að veita þjónustu versnar stórlega. Þetta er sárgrætilegt að horfa upp á. Langflestir landsmenn þurfa fyrr eða síðar að geta treyst því að hin hæfa íslenska heilbrigð- isstétt geti sinnt þeim þegar nokkuð liggur við. Stundum snýst það um líf og dauða. Í öðrum tilvikum þarf að bregð- ast við óvæntum atvikum, veita svör og kanna hvort grípa þurfi inn í atburðarás áður en verr fer. Hver sá, sem hefur þakk- látur notið þjónustu lækna og hjúkrunarfólks, í stórum sem smáum tilvikum, harmar mjög að því fólki sé ekki búin að- staða sem hæfileikar þess, dugnaður og alúð í starfi gerir sanngjarnt tilkall til. Fámenn þjóð hefur löngum fyllst stolti yfir öflugri heil- brigðisþjónustu. En nú horfir illa} Byggja þarf upp en ekki brjóta niður Þ egar KR lyftir bikar gerir gamli KR-kökkurinn vart við sig. Maður kyngir, lítur í kringum sig á vell- inum og sér harðsvíruðustu Vest- urbæjarbassana þagna, læða litla fingri í augnkrókinn og tvístíga. Mér verður hugsað til horfinna félaga: Pabba, Þórólfs og Þorra, sem lét jarða sig í KR-treyjunni. Mér verður einnig hugsað til textans hans Bubba: „Mótlæti er til að sigrast á sameinaðir við sigrum þá. Við þekkjum bæði gleði og tár titillinn er okkar í ár.“ Svona tilfinningasemi gagnvart sameig- inlegu félagi og félögum, sameiginlegum markmiðum og sameiginlegum sigrum, á sér langa sögu um vináttu ungra drengja, þrot- lausar æfingar á æskuárunum, agað uppeldi í leik og keppni, keppnisferðir með Boggunni upp á Skaga og Birni Pálssyni til Eyja og heitt kakó í koju uppi í KR- skála. Hún snýst um virðingu fyrir þjálfaranum, félaginu og mótherjunum. Uppskeran felst í ómetanlegum æsku- minningum og mörgum tugum félaga og kunningja sem mæta manni á lífsleiðinni og eru alltaf til staðar – út í KR á Kúttmagakvöldum, að kaupa flugelda á gamlársdag, á vellinum á sumrin, í KR-skákinni og á förnum vegi. Íhaldssemi mín hefur svo kveikt hjá mér sambæri- legar tilfinningar gagnvart borginni: Ég hef alltaf staðið gegn því að þurrka út sögu og sérkenni Reykjavíkur með ljótum nútímasteinkössum í Kvosinni. Ég málaði Bernhöftstorfuna og sat eina nótt í steininum fyrir að mála mótmælaslagorð á grindverk Seðlabankabyggingarinnar á menntaskólaárunum. Svo er ég Íslendingur í þokkabót: Mér þyk- ir vænt um land mitt og þjóð – sögur hennar, sögustaði, skáldskap og tungumáli. Hér er reyndar hætt við að tískulöggur Samfylking- arinnar telji mig kominn á hálan ís og stimpli mig þröngsýnan einangrunarsinna. En það væri auðvitað þvættingur: Ég er t.d. engu minni alþjóðasinni en þeir heims- borgarar Samfylkingarinnar sem telja sig hafa einkarétt á alþjóðahyggju. Það er langt í frá sjálfgefið að menn verði þröngsýnir ein- angrunarsinnar við það að þykja vænt um land sitt og þjóð. Þvert á móti: Sjálfsvirðing er nauðsynleg forsenda virðingar gagnvart öðrum. Við lærum ekki að meta aðra menningarheima ef við höfnum okkar eigin. Heimilisfaðir verður ekki umburðarlyndur gagnvart öðru fólki með því að fyrirlíta eigin fjölskyldu. Þetta vita þeir Samfylkingarmenn sem á annað borð hafa eitthvað á milli eyrnanna. Þeir hafa aldrei viljað út- rýma þjóðerniskennd, heldur koma á nýrri: Þjóðern- iskennd Evrópu. Þeim hefur bara ekki unnist tími til að breyta forritinu hjá okkur. Sumir þeirra aðhylltust meira að segja þá íslensku en seldu hana fyrir flokks- hagsmuni og framtíðarstöður í Brüssel. Mín er ekki til sölu. kjartangunnar@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill „Við erum KR“ – og Íslendingar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 13,5% vanskilahlutföll í bönkum í lok árs 2011, hærra en víða annars staðar 26.666 voru í alvarlegum vanskilum 1. ágúst sl. eða 8,7% 18 ára og eldri 4.180 umsóknir um greiðsluaðlögun til Umboðsmanns skuldara frá byrjun 1.032 umsóknum hefur lokið með samn- ingi en 489 hefur verið synjað 2.463 voru í vanskilum á Suðurnesjum 1. ágúst sl., eða 16,2% íbúa svæðisins ‹ GREIÐSLUVANDINN › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.