Morgunblaðið - 20.08.2012, Side 23

Morgunblaðið - 20.08.2012, Side 23
Nettó í Kaupmannahöfn 1995-97 og starfaði hjá ÁTVR á Egilsstöðum 1997. Stofnuðu hótel árið 1998 Hulda og Gunnlaugur, eig- inmaður hennar, fengu til afnota eldri hlutann af húsi gamla Gisti- hússins Egilsstöðum, en þar var áð- ur íbúð afa og ömmu eiginmanns hennar. Þau festu síðan kaup á þeim hluta hússins sem hýsti gamla Gistihúsið, endurnýjuðu allt húsið í upprunalegri mynd og stofnsettu þar hótel sem ber vott um ytri og innri glæsileika gamla Gistihússins sem þar var starfrækt frá 1914 og ber auk þess gamla heitið; Gisti- húsið Egilsstöðum. Hulda og Gunnlaugur byrjuðu smátt er Gistihúsið var opnað í júní 1998, en nú starfa þar yfir 20 manns um sumartímann. Hulda æfði blak hjá Hetti um skeið og sat í stjórn blakdeildar fé- lagsins. Hún var á lista Sjálfstæð- isflokksins í Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006, sat í atvinnumálanefnd og jafnrétt- isnefnd Fljótsdalshéraðs og var varamaður í menningarnefnd, sat í sóknarnefnd Egilsstaðakirkju í fjögur ár, var formaður ferðaþjón- ustufélagsins Forskots og sat í stjórn Markaðsstofu Austurlands. Mikil skíðafjölskylda Hulda segist hafa næg áhugamál en alltof lítinn tíma til að sinna þeim: „Við bjuggum í húsi hótelsins þar til fyrir tveimur árum. Þess vegna var það nú alltaf okkar fyrsta hugs- un að koma sér í burtu þegar við gátum tekið okkur smáfrí. Annars erum við mikil skíða- fjölskylda, enda fínar skíðabrekkur í Stafdal á Fjarðarheiði og í Odds- skarði, milli Eskifjarðar og Norð- fjarðar. Stundum förum við lengra á skíði, til Akureyrar og jafnvel til Austurríkis.“ Fjölskylda Eiginmaður Huldu er Gunn- laugur Jónasson, f. 30.9. 1968, hót- elstjóri á Egilsstöðum. Hann er sonur Jónasar Gunnlaugssonar, f. 7.3. 1935, fyrrv. starfsmanns RA- RIK, og Margrétar Pétursdóttur, f. 14.8. 1937, fyrrv. starfsmanns Pósts og síma. Börn Huldu og Gunnlaugs eru Maria Jóngerð Gunnlaugsdóttir, f. 14.1. 1999; Jónas Pétur Gunn- laugsson, f. 23.3. 2001; Eva Sól- gerður Gunnlaugsdóttir, f. 23.6. 2011. Albróðir Huldu er Daníel Gun- mar Daníelsson, f. 19.11. 1986, þjónn við Gistihúsið Egilsstöðum. Hálfsystir Huldu, sammæðra, er Christie Joensen, f. 1.10. 1969, klæðskeri í Nyköping á Falstri í Danmörku. Hálfsystkini Huldu, samfeðra, eru Lasse Daníel Møjberg Krist- ensen, f. 29.1. 1986, fiskverkamaður í Keflavík; Jónatan Hrafn Daní- elsson, f. 12.5. 1992, nemi; Sara Daníelsdóttir, f. 20.9. 1993, nemi. Foreldrar Huldu eru Frida Jón- gerð Joensen, f. 9.6. 1950, handa- vinnukennari, búsett í Marielyst í Falsted í Danmörku, og Daníel Gunnar Gunnarsson, f. 9.4. 1952, skipstjóri og vélstjóri, nú í Noregi. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gistihús með tvö líf Gistihúsið Eg- ilsstöðum, uppgert, með nýtt líf en gamalt hlutverk. Úr frændgarði Huldu Elisabeth Daníelsdóttur Olgar Joensen sjóm. í Klakksvík. Josefina Joensen húsfr. í Klakksvík Joen Karl Högnesen Kongsbondi Kristíanna Högnesen húsfrú Jóhanna S. Sigurðardóttir húsfr. í Hafnarfirði. Daníel G. Guðmundsson sjóm. og verkam. í Rvík. Sigríður Guðjónsdóttir húsfr. í Rvík. Hulda Elisabeth Daníelsdóttir Daníel Gunnar Gunnarsson skipstj., og vélstj. í Noregi Frida Jóngerð Joensen handavinnukennari í Falsted í Danmörku Elisabeth Joensen húsfr. í Klakksvík Kamar Joensen skipstj. í Klakksvík í Færeyjum Hulda A.H. Daníelsdóttir iðnverkak. í Rvík Gunnar K. Gunnarsson kaupm. á Egilsstöðum. Gunnar Ólafur Kristófersson fiskmatsm. í Hafnarfirði. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Ágúst H. Bjarnason, heimspek-ingur og rektor við HáskólaÍslands, fæddist á Bíldudal við Arnarfjörð 20. ágúst 1875. For- eldrar hans voru Hákon Bjarnason, kaupmaður á Bíldudal, og Jóhanna K. Þorleifsdóttir. Ágúst hélt til Danmerkur til náms og lauk stúdentsprófi frá Kaup- mannahöfn 1984. Hann lauk meist- araprófi í sálfræði og heimspeki 1901, á sama tíma og Guðmundur Finnbogason frumkvöðull í kennslu- fræðum á Íslandi. Árið 1911 luku þeir doktorsprófi í heimspeki með sálarfræði sem aðal- fag en á þessum tíma tilheyrðu rann- sóknir á vitundarlífi mannsins enn þá undir heimspekinni. Áhrifa Har- alds Høffdings (1843-1931) gætti sem einkenndust af pósitívisma í anda Auguste Comte (1798-1857). Doktorsritgerð Ágústs var um kenn- ingar franska heimspekingsins Jean-Marie Guyan. Ágúst var skipaður prófessor í heimspeki við stofnun Háskóla Ís- lands árið 1911 og gegndi því emb- ætti til ársins 1945, í 34 ár. Hann var skipaður rektor Háskóla Íslands í tvígang, árin 1918 og 1928 og sat í háskólaráði í þrettán ár. Einnig var hann skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1928-1944. Kennslugrein Ágústs var heim- spekileg forspjallsvísindi sem var skyldugrein fyrir alla nemendur skólans. Hann ritaði kennslubækur í þeirri grein, m.a. Almenna sálar- fræði (1916, 1938) sem var fyrsta ís- lenska frumsamda kennslubókin í sálfræði auk Almennrar rökfræði (1913, 1925), Siðfræði I-II (1924- 1926). Áhrifamesta og þekktasta rit hans er Yfirlit yfir sögu mannsand- ans, sem byggðist á fyrirlestrum Hannesar Árnasonar og kom út í Reykjavík í fimm bindum 1906– 1915. Pósitívísk söguskoðun og vís- indahyggja einkenna ritið. Fjöldi greina liggur eftir hann ásamt þýddum smásögum og ljóðum sem birtust meðal annars í Skírni, Eimreiðina og Andvara, þá var hann ritstjóri tímaritsins Iðunnar 1915- 1922. Ágúst lést 22. september 1952. Merkir Íslendingar Ágúst H. Bjarnason 90 ára Sigmundur Andrésson 85 ára Hulda Sigríður Ólafsdóttir Margrét Rakel Tómasdóttir 80 ára Andri Páll Sveinsson Margrét Sigurðardóttir 75 ára Erla Guðrún Þórðardóttir Huld Hilmarsdóttir Göethe Hörður Björnsson Jóhann Davíðsson Unnur Guðbjörg Þorkels- dóttir 70 ára Antonía Helga Helgadóttir Garðar Guðjónsson Sigríður Sigurðardóttir 60 ára Benedikt Sigurðsson Bryndís Guðmundsdóttir Davíð Markússon Gestína Sigríður Gunnarsdóttir Helga Thorsteinsson Hilmar Guðmundsson Kristín Þorkelsdóttir Margrét Jóna Ólafsdóttir Sindri Sindrason Steinunn Aldís Helgadóttir 50 ára Ásbjörn Elías Torfason Benedikt P. Guðbrandsson Birgir Guðnason Bóas Börkur Bóasson Djordje Tosic Erla Sveinbjörnsdóttir Guðrún Garðarsdóttir Hildur Halla Jónsdóttir Hjörleifur Stefánsson Lárus Ársælsson 40 ára Birgir H. Guðmundsson Elínborg Kristinsdóttir Eva B. Guðlaugsdóttir Heiður Kr. Sigurgeirsdóttir Herdís Lilja Jónsdóttir Hildur Ýr Guðmundsdóttir Íris Kristjánsdóttir Jökull Freyr Svavarsson Kjartan Guðmundsson Laurie Anne Berg Mariusz Jozef Romanczuk Páll Einarsson Predrag Milosavljevic Sigurður Jónsson Sólveig R. W Ragnarsdóttir 30 ára Ana Elisabete Da Silva Ferreira Andri Daði Aðalsteinsson Emilía Rós Sigfúsdóttir Erla María Magnúsdóttir Halla Dröfn Jónsdóttir Hans Jörgen Hansen Haraldur Skjóldal Kristjánsson Helena Rós Hrafnkelsdóttir Indira Gurung Inga B. Aðalbjargardóttir Jónas K. Guðbrandsson Kristófer Hannesson Ólöf Ragna Guðnadóttir Petra Bender Sigríður Birna Elíasdóttir Steindór Hreinn Veigarsson Sveinn Þór Vilhelmsson Þórður Einarsson Til hamingju með daginn 50 ára Helga ólst upp á Miðhúsum í Bisk- upstungum og er búsett á Selfossi. Helga er mennt- aður blokkflautukennari og starfar sem slíkur í Tónlistarskóla Árnesinga auk þess er hún aðstoð- arskólastjóri þar. Maki Björgvin E. Björg- vinsson, f. 1961, íslensku- kennari í FSU. Sonur Sighvatur Örn, f. 1987, nemi í HÍ. Foreldrar Sighvatur Arn- órsson, f. 1926, og Mar- grét Grunhagen, f. 1926. Helga Sighvatsdóttir 30 ára Petra ólst upp í Reykjavík og lauk BA- prófi í grafískri hönnun frá LHÍ. Hún hefur verið búsett í London síðast- liðin sjö ár þar sem hún lauk MA-prófi í text- ílhönnun frá Central Saint Martins. Hún starfaði á auglýsingastofu í London og er þar með annan fót- inn. Bróðir Anton Bender, f. 1990, nemi í HÍ. Foreldrar Ingvar J. Ben- der, f. 1960 Guðríður A. Jóhannsdóttir, f. 1962. Petra Bender 30 ára Sonja er Mos- fellsbæingur og er búsett í Grafarholtinu. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund og starfar á Kírópraktorstöð- inni á Sogavegi. Maki Elí Hólm Snæ- björnsson, f. 1982, vinnur á malbikunarstöðinni Höfða. Foreldrar Gunnar Böðv- arsson, f. 1946, og Ax- elína María Garðarsdóttir, starfsmaður í eldhúsi í leikskólanum Reynisholti, f. 1955. Sonja Ósk Gunnarsdóttir Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.