Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Hefð er fyrir því hjá Vinstri-hreyfingunni – grænu fram- boði að halda flokksráðsfund síð- sumars. Þetta er vel til fundið hjá flokknum enda hefur fundurinn ver- ið vettvangur flokks- manna til skoð- anaskipta og þannig orðið forystumönn- um hans veganesti inn í stjórnmál vetr- arins.    Til að fundurinngæti náð þessu markmiði sínu hefur á dagskrá hans verið liðurinn „Almennar stjórnmálaumræður“ og eins og nafnið gefur til kynna hefur hugmyndin verið sú að orðið væri frjálst.    En nú er allt breytt og á dagskráflokksráðsfundarins um næstu helgi er ekki að finna þennan lið. Al- mennar stjórnmálaumræður munu samkvæmt dagskrá ekki eiga sér stað á þessum flokksráðsfundi Vinstri grænna.    Orðið er ekki lengur frjálst.    Þessi breyting hentar vel for-manni sem er að einangrast í flokki sem hann hefur stórskaðað með svikum við grundvallarstefnu- mál.    Það er eflaust auðveldara aðmæta flokksmönnum sem talað hafa og jafnvel ályktað gegn foryst- unni ef hægt er að halda þeim frá ræðupúltinu.    Auðvitað langar Steingrím J. ekkiað lenda í löngum umræðum um ESB við illa svikna félaga sína.    Vandinn leysist þó ekki með þvíað banna umræður heldur með því að láta af svikunum. Steingrímur J. Sigfússon Orðið ekki lengur frjálst STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 17 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 11 skýjað Vestmannaeyjar 11 skýjað Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 12 skúrir Ósló 25 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 35 heiðskírt Brussel 32 heiðskírt Dublin 17 skúrir Glasgow 17 skúrir London 28 léttskýjað París 36 heiðskírt Amsterdam 27 heiðskírt Hamborg 33 heiðskírt Berlín 35 heiðskírt Vín 31 heiðskírt Moskva 22 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 30 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 22 heiðskírt Chicago 22 skýjað Orlando 31 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:37 21:26 ÍSAFJÖRÐUR 5:30 21:43 SIGLUFJÖRÐUR 5:12 21:26 DJÚPIVOGUR 5:03 20:59 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Hrútaþuklarar á öllum aldri öttu kappi á Sauðfjársetrinu á Strönd- um á laugardaginn en þá fór fram árlegt landsmót í hrútaþukli. Góð stemning var á mótinu þar sem rúmlega 200 manns voru sam- ankomnir. Keppt var í flokki óvanra og vanra þuklara en í þeim fyrri vann Jón Haukur Vignisson og í seinni Kristján Albertsson, bóndi á Melum í Árneshreppi. „Hingað koma ráðunautar og nota alla nýj- ustu tækni til að meta hrútana og gefa þeim stig. Þuklararnir þukla síðan hrútana með höndunum og eiga að reyna að komast sem næst stigagjöf ráðunautanna. Þeir sem keppa í flokki óvanra raða líka hrútunum í röð og þeir þurfa að rökstyðja af hverju. Það getur verið mjög skemmtilegt að heyra eftir hverju þuklararnir gefa stig. Það getur t.d. farið eftir því hvaða hrút- ur jarmar hæst eða hvort þeir ná augnsambandi við hann. Eitt árið náði einn að raða hrútunum í rétta röð og lýsti þeim öllum í bundnu máli. Það var mjög skemmtilegt,“ segir Ester Sigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sauðfjárseturs á Ströndum. Þuklararnir eru karlar og konur á öllum aldri og í flokki óvanra eru einnig börn. Meðal verðlauna má nefna hrútasæði frá Sæðingarmiðstöð Vesturlands sem Ester segir að hafi fallið vel í kram- ið hjá bændum. Mótið er hápunktur sumarsins hjá Sauðfjársetrinu og var óvenjuveglegt í ár í tilefni af tíu ára starfsafmæli setursins. Hrútaþuklarar sýna færni sína  Landsmót í hrútaþukli  Góð stemn- ing á Sauðfjársetrinu á Ströndum Ljósmyndir/Sauðfjársetrið Sigurvegarar Jón Haukur Vignisson, sjö ára, vann í flokki óvanra þuklara. Þukl Stigagjöfin fer eftir ýmsu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.