Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er líklegt að einhvers konar rugl- ingur komi upp í samskiptum þínum við aðra í fjölskyldunni í dag. Mundu að það má oft rekja vonbrigði til væntinga sem ekki hafa verið látnar í ljós. 20. apríl - 20. maí  Naut Alvarlegar samræður við foreldra og fjölskyldumeðlimi gætu átt sér stað í dag. Nautið temur sér hins vegar að láta sorgina lönd og leið og endurnýja sig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fyrirmyndirnar virðast óendanlega stórar. Þú hefur nóg sjálfstraust til þess að fara eigin leiðir og nýtur stuðnings annarra, sem eykur á hugrekki þitt og fullvissu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það væri viturlegast að forðast hvers kyns árekstra í dag. Veittu þínum nánustu og kærustu athygli á einbeittan máta. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki er víst að ljónið fái mikla svörun þótt það láti ljós sitt skína. Hlustaðu vel á þinn innri mann, því þú býrð sjálf/ur yfir lausninni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fólk er kannski ekki sammála um hvernig eigi réttilega að framkvæma hlutina. Dagurinn hentar hins vegar vel til dagdrauma og skapandi hugsunar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vogin er stærri og skín skærar en endra- nær. Dagurinn gengur að óskum ef þú gætir þess að tjá sig skilmerkilega. Láttu samt nýj- ungarnar ekki hlaupa með þig í gönur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hlutleysi upp að vissu marki hjálpar þér með ótilgreint verkefni. Forðastu orðaskak á meðan þú ert jafn ör og raun ber vitni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu leiðann ekki ná tökum á þér og reyndu heldur að halda þér uppteknum við eitt og annað því það dreifir huganum. Hófstilltari aðferðir munu duga betur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert ástmaður ekki bardaga- maður. En stundum leggur maður of mikla áherslu á að finna út hver hún/hann er. Vertu þolinmóð/ur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að huga að því hvernig þú kemur öðrum fyrir sjónir. Dramb er falli næst segir máltækið. Ef þú stendur ekki með minni máttar, er allt eins víst að þú verðir undir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Leitaðu hjálpar ef með þarf. Fyrir nokkru fékk ég tölvupóstsvohljóðandi framsendan: Sæl vertu, Sigurjóna! Björn Þórleifsson hagyrðingur á Akureyri er sagður höfundur þessarar hnyttnu limru. Hann horfði og hlustaði á Halldór Blöndal samgönguráðherra ræða við úkraínska konu sem hann hugði vera Sigurjónu Sverrisdóttur, eig- inkonu Kristjáns stórsöngvara. Birni var skemmt eins og mörgum öðrum og varð að orði: Fólkið var glaðbeitt að góna á grásprengdan íhaldskóna sem rússnesku kvendi kveðjuna sendi: Sæl vertu Sigurjóna! Það er erfitt að leggja ljóðabækur Guttorms J. Guttormssonar frá sér. Og kannski rétt að hefja þann lestur með söngmanninum: Ekkert við hlustuðum á af list opnaði ’ann munn sinn til beggja handa. Dyravörðurinn vissi ei fyrst við hvaða dyr hann átti að standa. Þessi oddhenda ber yfirskriftina Náhrafnar. Þeir, sem ná hins nakta flá níðast á þeim snauða áður en þá þeir eru frá ættu að sjá sig dauða. Og um áberandi kaupsýslumann yrkir hann: Höndum sínum vann hann lastið leynt lofið einnig, sem var miður hreint; hægri gaf svo vinstri vissi ei af vinstri stal um leið og hægri gaf. Þessi staka ber yfirskriftina Til ritdómara með svolátandi skýringu: Þið megið hýða og hýða. Hlaupa- Kristín: Ef þú hyggst að hýða nóg hýddu þá til muna en þú hýðir aldrei þó úr mér náttúruna Úr afturhvarfspredikun: Einn vantrúarþræll fyrir þverúð sneyptist: Af þilfari ofan um gat hann steyptist og nefndi þá fjandann á nafn eins og gerist kom niður á ullarpoka og snerist. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sæl vertu, Sigurjóna! G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r ODDI HRASAÐI. HÉR ER VITNAYFIR- LÝSING UM AÐ ÉG HAFI VERIÐ Í BÓLIVÍU Á SAMA TÍMA. ÞÍN TEGUND ER GAGNS- LAUS! YKKUR SKORTIR ALLT HUGREKKI! ÞAÐ EINA SEM ÞIÐ GERIÐ ER AÐ ELTA KANÍNUR! ÞAÐ KREFST HUGREKKIS! HEFUR ÞÚ EINHVERNTÍMA MÆTTHJÖRÐ AF ÁRÁSARGJÖRNUM KANÍNUM? VERTU TILBÚINN AÐ SKJÓTA! ÉG ÆTLA AÐ PRÓFA NÝJU ANDARFLAUTUNA MÍNA! ALLT Í FÍNA! ÁRANS! ÉG VAR EKKI TILBÚINN! HVAÐ ER MAMMA AÐ GERA? SEMJALAG. NÚ JÁ? ÞAÐ VERÐUR AÐ MINNSTA KOSTI EKKI KÁNTRÝ-LAG. AF HVERJU? VIÐ EIGUM EKKI PALLBÍL, OG ÞÚ OG ÉG ERUM MEÐ ALLA FJÓRA FÆTUR. Víkverji upplifði það á eigin skinni ádögunum að til allrar hamingju er ennþá til heiðarlegt fólk í þessum heimi, sem sumir segja að fari versn- andi. x x x Betri helmingur Víkverja hafði tekiðað sér að geyma kortaveskið en með þeim ágæta árangri að missa það í götuna þegar komið var við í ísbúð til að kæla sig niður í hitanum. Þetta uppgötvaðist hins vegar ekki fyrr en heim var komið með ísana og hringt var í farsíma Víkverja. Á línunni var maður sem sagðist hafa fundið veski á bílastæðinu við umrædda ísbúð og hafði haft fyrir því að hafa uppi á símanúmeri Víkverja. x x x Fyrstu viðbrögð voru undrun yfir þvíað nokkur maður gæti verið svona heiðarlegur, síðan tók við sælutilfinn- ing yfir því að lífið væri þrátt fyrir allt dásamlegt og loks var bara stokkið af stað í ísbúðina. Að vísu var ísinn, sem frúin hafði lagt út fyrir, skilinn eftir á eldhúsborðinu, en flýtirinn orsakaðist líklega af smáefasemdum undir niðri um að þetta símtal hefði verið of gott til að vera satt. Einnig mundi Víkverji eftir því að hafa séð hraðbanka við hliðina á ísbúðinni. x x x Allar þessar áhyggjur reyndustóþarfar. Í búðinni beið ungur og kurteis maður með veski Víkverja og afþakkaði öll fundarlaun, tók ekki einu sinni boði um einn stóran bragðaref fyrir heiðarleikann! Sagðist hann ekkert hafa með það að gera að þvælast um bæinn með veski í annarra manna eigu! Víkverji þakkaði kærlega fyrir sig, guðs lifandi feginn að hafa endurheimt veskið með öllum kortunum og skilríkjunum. Reyndar voru þar engir beinharðir peningar, enda einhverjir áratugir síðan Víkverji notaðist við seðlaveski, og sennilega hefur ungi maðurinn átt við að það væri ekkert hægt að gera með tómt veski. x x x En Víkverji tók gleði sína á ný, fóralsæll heim aftur og engu skipti þó að ísinn hefði bráðnað á meðan. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðarinnar. (Mík. 1, 3.) TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.