Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 12
Hollenska bjórveldið Heineken hefur hækkað boð sitt í asíska bruggveldið Asia Pacific Brewer- ies. Býður Heineken nú 4,5 millj- arða Bandaríkjadala fyrir samtals tæplega 40% hlut í fyrirtækinu. Er þetta 6% hækkun frá fyrra til- boði. Fyrir á Heineken allstóran skerf í asíska bruggrisanum og yrði með kaupunum eigandi bróð- urhluta fyrirtækisins. Hækkað tilboðið kemur í kjöl- far þess að taílenski millj- arðamæringurinn Charoen Siri- vadhanabhakdi gerði á dögunum til boð í 7,3% hlut í Acia Pacific Breweries. Taílenski auðjöfurinn á fyrir stórt drykkjarfram- leiðsluveldi, s.s. Thai Bev og Pepsiverksmiðju Taílands. Asia Pacific Breweries hefur höfuðstöðvar sínar í Singapúr og framleiðir m.a. Tiger Beer, Heineken og Tui Beer. Brugg- verksmiðjur eru staðsettar í fjölda landa, s.s Kína, Víetnam, Nýja-Sjálandi, Indlandi og Malas- íu. Að sögn Wall Street Journal myndu kaupin styrkja mjög stöðu Heineken á blómlegum Asíumark- aði, og það á tíma þegar sölutölur eru nokkuð rólegar á heimamörk- uðum í Evrópu. ai@mbl.is AFP Drykkir Asia Pacific Breweries gerir út frá Singapúr. Fyrirtækið framleiðir m.a. Tiger Beer, sem er einn söluhæsti bjórinn á Asíumarkaði. Heineken reynir að styrkja sig í Asíu  Hækka boð í framleiðanda Tiger Beer Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS höfðaði í maí mál á hendur keppi- naut sínum ABC og sakaði um höfundarréttarbrot. Málið varðar sjónvarpsþættina Glass House sem CBS taldi vera eftirhermu af veruleikaþættinum Big Brother. Á föstudag lagði CBS síðan inn beiðni um að málið yrði dregið til baka, en sendi um leið tilkynningu á fjölmiðla um að sjónvarpsstöðin áskildi sér réttinn til að taka málið upp að nýju. Að sögn Wall Street Journal er Glass House æði keimlíkt Big Brother. Í báðum þáttum er fylgst með ókunnugu fólki sem látið er deila heimili. Ýmsar keppnir og kosningar eru haldnar til að sjá hver endist lengst í hús- inu og ber þannig sigur úr být- um. CBS segir þættina bæði apa eft- ir söguþræði Big Brother, þemum þáttanna, yfirbragði og stemn- ingu, takti og framvindu atburða. ai@mbl.is Apað eftir Big Brother?  CBS fellur frá málsókn á hendur ABC Formúla Þáttakendur í Big Brot- her-þáttum CBS stilla sér upp. 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Aðalfundur fyrir árið 2011 hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. verður haldinn í Ásgarði við Heimagötu 35 í Vestmannaeyjum, mánudaginn 27. ágúst 2012 og hefst kl. 13:00. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf - Tillaga stjórnar um breytingu á 1. mgr. 19. gr. samþykkta félagsins sem felur í sér að ekki hvíli lengur skylda á félaginu að stjórn sé skipuð fimm mönnum, heldur skuli stjórn skipuð allt að fimm mönnum. Stjórnin AÐAL- FUNDUR Strandvegi 26 | 900 Vestmannaeyjum | s. 488 1100 | www.isfelag.is Stórmarkaðir og aðrar stórar versl- anir eiga nú í viðræðum við bresk stjórnvöld um að slaka á ströngum reglum um lengd afgreiðslutíma á sunnudögum. Verslunin Asda fer fyrir hópi fyr- irtækja sem átta hafa reglulega fundi með fulltrúum stjórnvalda um málið. Gildandi reglur í Wales og Eng- landi takmarka mjög afgreiðslutíma stórra smásöluaðila á sunnudögum en undanþága var veitt frá reglunum meðan Ólympíuleikarnir stóðu yfir, með það að markmiði að örva versl- un á þessum mikla annatíma. Vilja halda áfram góðum hlut Þykir lengdur afgreiðslutími hafa gefist vel síðustu vikur og er það hvatinn að þeim viðræðum sem nú eru hafnar, að því er UKPA greinir frá. Afgreiðslutími stóru búðanna var takmarkaður til að vernda minni fjölskyldufyrirtæki fyrir samkeppni við stórar keðjur. Verslanir sem eru meira en u.þ.b. 280 fm að stærð fá ekki að hafa opið lengur en sex tíma á sunnudögum. Eins er óheimilt að opna fyrir kl. 10 að morgni eða hafa opið lengur en til 18 að kvöldi. ai@mbl.is Breskar búðir vilja hafa opið lengur Morgunblaðið/ÞÖK Framboð Breskir neytendur hafa úr fáum kostum að velja ef kaupa þarf í matinn seint á sunnudegi og neyðast til að fara til kaupmannsins á horninu.  Takmarkanir í gildi til að vernda minni verslanir Bandarísk stjórnvöld hafa hafið rann- sókn á mögulegum brotum Deutsche Bank og annarra alþjóðlegra banka vegna viðskipta sem tengjast Íran, Súd- an og fleiri þjóðum sem um þessar mundir eru undir alþjóðlegu viðskipta- banni. New York Times greindi frá þessu á laugardag. Dómsmálaráðuneytið og saksóknari á Manhattan hafa málið á sinni könnu en grunur leikur á um að bandarísk útibú hafi verið notuð til að miðla milljörðum bandaríkjadala í viðskiptum tengdum Ír- an. Reuters hefur eftir talsmanni Deutsche Bank að bankinn hafi árið 2007 ákveðið að stofna ekki til nýrra viðskipta við aðila í löndum á borð við Íran, Sýr- land, Súdan og Norður-Kóreu og binda eins fljótt og lög leyfðu enda á öll yf- irstandandi viðskipti bankans við þessi svæði. ai@mbl.is Deutsche Bank undir smásjá vegna Íransviðskipta AFP Risi Turn Deutsche Bank í Þýskalandi. Saksóknari á Manhattan er með bankann í sigtinu vegna meintra brota á viðskiptabanni. Herða þarf á regluverkinu í kring- um bankastarfsemi, hækka sektir og mögulega færa stjórnvöldum og Seðlabanka Bretlands úrræði til að reka yfirmenn banka úr starfi. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu breskrar þingnefndar. Til- efni skýrslunnar er Libor-hneyksl- ið svokallaða, þar sem Barclays- banki hefur verið í aðalhlutverki. Wall Street Journal hefur eftir Andrew Tyrie, formanni nefndar- innar, að ef vinna eigi traust neyt- enda og markaða á ný sé aðkall- andi að bæta bæði hvernig bankar eru reknir og í hvaða regluum- hverfi þeir starfa. Í skýrslunni kemur fram að ein- staklingar innan Barclays hafi með óeðlilegum hætti haft afskipti af markaðsferlum, til að hagnast á því persónulega. Skýrslan segir háttsetta stjórnendur innan Barclays hafa gefið fyrirmæli sem höfðu það að markmiði að bjaga upplýsingagjöf í Libor-kerfinu. Þá segir skýrslan að ólíklegt sé að Barclays sé eini bankinn sem hafi viðhaft svipuð vinnubrögð. ai@mbl.is Vilja geta rekið bankastjórnendur  Bresk þingnefnd kallar eftir strang- ari löggjöf og víðtækari heimildum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.