Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Borgartréð Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi á laugardag gljávíði, sem Árni Thorsteinsson plantaði í Landfógetagarðinum árið 1900, nú garði Hressingarskálans, tré ársins í borginni. Eggert Framsókn er flokk- ur samvinnu, hvorki sósíalisma né frjáls- hyggju Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er komin að fótum fram. Draumar forystu- manna Samfylkingar og Vinstrihreyfing- arinnar – græns fram- boðs um langa valda- setu er orðinn að örvæntingarfullri leit að sam- herjum. Framsóknarmenn hafa ekki farið varhluta af ítrekuðum þreifingum ríkisstjórnarforystunnar sem reyndar dró lítillega úr þegar Samfylkingin ákvað að einbeita sér frekar að stofnun sérstakra aðstoð- arflokka í ljósi góðrar reynslu af Hreyfingunni. En þó hafa einnig verið uppi sjónarmið um að Fram- sóknarflokkurinn ætti að gera kosn- ingabandalag við Sjálfstæðisflokk- inn. Framsóknarflokkurinn hefur gegnt forystuhlutverki í stjórn- arandstöðunni og hafnar því vit- anlega að verða þriðja hjólið undir vagni – hvort heldur vinstriflokk- anna eða Sjálfstæðisflokksins. Öfgalaus og hagnýt nálgun Framsóknarflokkurinn byggir á öðrum gildum en sósíalísku stjórn- málaöflin og aldrei gaf flokkurinn sig frjálshyggjunni á vald líkt og Sjálfstæðisflokkurinn gerði. Sem dæmi má nefna að Framsókn- arflokkurinn hafnaði ítrekað hug- myndum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að selja Íbúðalánasjóð. Samvinnuhugsjónin er framsóknarmönnum leiðarvísir til velferðar og velmegunar fyrir stærri og smærri byggðir landsins. Grunnur samvinnu- hugsjónarinnar er öfgalaus og hagnýt nálgun á viðfangs- efnum stjórnmálanna þar sem ábyrgð, heið- arleiki og jafnræði eru lykilatriði. Samfélag í anda samvinnu er hvorki sósíalískt vöggustofusamfélag þar sem ríkið er með nefið ofan í hvers mann koppi né kapítalískt hákarla- samfélag þar sem auðhyggja er öllu æðri. Ísland er velferðarþjóðfélag og Framsóknarflokkurinn á stóran þátt í uppbyggingu þess. Flokk- urinn stendur vörð um velferð- arþjónustuna og vill treysta und- irstöður hennar. Framsóknarflokkurinn vill sam- félag þar sem atvinnusköpun ein- staklingsins fær notið sín hvort heldur í einyrkjarekstri eða hluta- félagaformi. Atvinnulífið er und- irstaða efnahagslegrar velmegunar. Umgjörðin þarf að vera skýr, bæði lagaumhverfið og eftirlitskerfið, en að öðru leyti á atvinnulífið að sjá um sig sjálft en ekki vera á op- inberu framfæri. Pólitísk og efnahagsleg skemmd- arverk verður að stöðva. Rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf feril sinn sem starfsstjórn hrun- veturinn 2009 gegn fyrirheitum um að ráðast í leiðréttingu lána og grípa til nauðsynlegra aðgerða í at- vinnumálum. Við þau fyrirheit var ekki staðið. Þess í stað þurfti Fram- sóknarflokkurinn að halda aftur af því að bráðabirgðastjórnin réðist í ýmsar varasamar aðgerðir. Eftir kosningarnar 2009, þegar ekki naut lengur aðhalds Fram- sóknarflokksins, breyttist rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í hóp aðgerðarsinna sem tefldi full- veldi og sjálfstæði landsins í tvísýnu með aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu, hóf herför gegn und- irstöðuatvinnuvegum landsins og brást almenningi ítrekað þegar kom að lausn skuldavanda heimilanna. Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er fádæma illa unnin, tekur ekki mið af utanrík- ishagsmunum okkar í bráð og lengd og er fullkomlega á skjön við yf- irvegað mat nágrannaþjóða okkar í austri og vestri. Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn eru ein- huga um að halda sig utan Evrópu- sambandsins. Landfræðileg lega þessara þjóða og grundvallarhags- munir þeirra sem strandríkja gefa þá einboðnu niðurstöðu. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um þá heimsku að trúa því að ESB sé heildarlausn allra okkar vandamála. Ítrekaðar atlögur gegn grunn- atvinnugreinum þjóðarinnar sýna að hvorugur vinstriflokkanna ber nokkurt skynbragð á atvinnurekst- ur. Markviss áróður stjórnarflokk- anna gegn atvinnulífinu hefur jafn- framt sýnt óvild þeirra gagnvart landsbyggðinni. Fyrir tilstilli stjórnarandstöðunnar hefur þó tek- ist að koma málum svo fyrir að at- vinnulífið á sér viðreisnar von. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um aðgerðarleysi rík- isstjórnarinnar þegar kemur að skuldsettum heimilum og fyr- irtækjum. Í stað þess að hlýða á málefnalegar tillögur Framsókn- arflokksins hefur ríkisstjórnin tekið þá meðvituðu ákvörðun að láta al- menning og fyrirtæki berjast gegn- um dómsali við endurreista banka sem í dag eru í eigu erlendra vog- unarsjóða. Samfélagið er í biðstöðu Með íslensku krónuna og full- veldið að vopni hefur Íslendingum að nokkru leyti tekist að vinna sig úr kreppunni þrátt fyrir að sitja uppi með dómgreindarlausa aðgerð- arsinna í ríkisstjórn. En það er ekki meira en svo að við höfum komist úr kreppunni. Atvinnulífið heldur að sér höndunum í fjárfestingum og ungir Íslendingar flytja til ná- grannalandanna í leit að tækifær- um. Þjóðin hefur kynnt sér hryllings- framtíð vinstristjórnarinnar sem heitir Evrópusambandið og eftir því vex og styrkist andstaðan við að framselja fullveldið og ábyrgð á ís- lenskum málum til útlanda. Vanda- málið í dag er að ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar býður ekki upp á neina framtíðarsýn og þess vegna er samfélagið í biðstöðu. Sátt í stað pólitískrar óaldar Eftir hrunið fengum við að kenna á óöld vinstriflokkanna þar sem markvisst var unnið að því að etja saman ólíkum hópum samfélagsins. Vinstriflokkarnir komust til valda með hávaða og látum. Ríkisstjórnin leggur sig fram um að viðhalda óeirð í samfélaginu í þeirri von að slíkt geti orðið framlenging valda- tímans. Niðurstaða forsetakosninganna í sumar sýndi að þjóðin er tilbúin að sættast við fortíðina, sé á annað borð í boði framtíðarsýn þar sem fullveldið er tryggt og ekki hreyft við hornsteinum lýðveldisins. Dómstólar munu á næstunni fjalla um refsimál sem tengjast út- rásinni en meginlærdómurinn sem má draga af árunum fyrir hrunið er að óhóf og öfgar leiða til ófarnaðar. Framsóknarmenn telja að for- senda endurreisnar þjóðlífsins sé sátt eftir hrunið og vinstrióöldina. Sáttin hlýtur að byggjast á þeirri sannfæringu að við ætlum öll sam- an að byggja þetta land áfram, sett- ur verði kraftur í atvinnuuppbygg- ingu vítt og breitt um landið og að velferðarkerfið verði varið. Þegar næsta kjörtímabili alþingis lýkur lætur nærri að Ísland hafi verið fullvalda í 100 ár. Við eigum að sækja í þennan reynslusjóð sem fullveldistímabilið er og þá er okkur ekkert að vanbúnaði. Þjóðin bíður eftir forystu, Framsóknarflokk- urinn er reiðubúinn. Eftir Ásmund Einar Daðason » Við þurfum sátt í stað pólitískrar óald- ar og samfélag í anda samvinnu sem er hvorki sósíalískt vöggustofu- samfélag né kapítalískt hákarlasamfélag. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. Framsókn er flokkur samvinnu, hvorki sósíalisma né frjálshyggju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.