Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 ✝ Hjördís HuldaJónsdóttir fæddist í Reykja- vík 18. ágúst 1951. Hún lést á heimili sínu þann 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar henn- ar eru Jón Hall- dórsson, járn- smiður, og Margrét Eyólfs- dóttir, versl- unarmaður. Systur Hjördísar eru Kristín, f. 17. febrúar 1948 og Gyða, f. 20. janúar 1956. Þann 24. júní 1977 gift- ist hún Kristjáni Ágústssyni, jarðeðlisfræðingi. Foreldrar hans eru Ágúst Steingrímsson, arkitekt, og Friðrikka Kristín Benónýsdóttir, skrif- stofumaður. Börn Hjördísar og Kristjáns eru: 1) Stefán Örn Kristjánsson, verkfræð- ingur, f. 28. sept. 1978. Maki hans er Jóna Karen Sverr- Reykjavík árið 1967 og stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1971. Hún lauk kandídatsprófi í lækn- isfræði (Cand. med.) frá Há- skóla Íslands árið 1977 og sér- fræðinámi í endurhæfingarlækningum frá Akademiska Sjukhuset í Upp- sölum árið 1986. Að námi loknu hóf hún störf á Reykja- lundi sem sérfræðingur í endurhæfingarlækningum. Ár- ið 1999 varð hún lækning- arforstjóri á Reykjalundi og gegndi því starfi uns hún lést. Hjördís hafði áhuga og staðgóða þekkingu á heil- brigðismálum og heilbrigð- iskerfinu almennt og skýra sýn á því hvað þar mætti bet- ur fara. Hún vann talsvert að hugmyndum um framtíð- arskipulag endurhæfingar á Íslandi. Hjördís sat m.a. í nefndum á vegum heilbrigð- isráðuneytisins um þau mál. Þá sinnti hún stundakennslu við læknadeild Háskóla Ís- lands um árabil. Útför Hjördísar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, mánudaginn 20. ágúst 2012 klukkan 15. isdóttir, stjórn- málafræðingur, f. 12. júlí 1978. Syn- ir þeirra eru Sölvi, f. 18 júní 2007 og Styrmir, f. 17. ágúst 2010. 2) Ragnhildur Kristjánsdóttir, arkitekt, f. 3. febrúar 1981. Maki hennar er Páll Ragnar Páls- son, verkfræðingur, f. 19. júní 1980. 3) Fósturdóttir Hjördís- ar er Fríða Kristín Strøm, hjúkrunarfræðingur, f. 16. ágúst 1974. Maki hennar er Lars Øyvind Strøm, yfirmaður í norska hernum, f. 3. júní 1970. Synir þeirra eru Kristi- an, f. 7. október 2000, og Tor- mod, f. 24. september 2002. Hjördís ólst upp foreldra- húsum að Teigagerði 5 í Reykjavík. Hún lauk lands- prófi frá Kvennaskólanum í Það er með djúpri sorg í hjarta sem ég kveð elskulega tengdamóður mína, Hjördísi Huldu Jónsdóttur, í hinsta sinn. Hjördís var einstök mann- eskja og er ég óendanlega þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera henni samferða síðastliðin 7 ár. Hjördís tók mér frá upphafi opnum örmum og tókst með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Hún var glaðvær og hlý og öllum leið vel í návist hennar. Hægt var að tala um allt milli himins og jarðar við Hjördísi og eyddum við ófáum stundum í Reykásnum að ræða heimsins mál. Hjördís var ákaf- lega réttsýn og heiðarleg. Hún var ósérhlífin og viljasterk og hugsaði ávallt í lausnum en ekki í vandamálum. Það vafðist ein- hvern veginn ekkert fyrir henni. Í veikindum Hjördísar komu þessir eiginleikar berlega í ljós. Hún tókst á við sjúkdóminn af æðruleysi og yfirvegun og barð- ist hetjulega. Henni var mjög í mun að við hin í fjölskyldunni gætum haldið áfram okkar venjubundna lífi þrátt fyrir veikindi hennar og hún kvartaði aldrei. Af öllum þeim góðu stundum sem ég átti með Hjördísi mun ég aldrei gleyma gleðinni sem skein úr fallegu augunum henn- ar þegar við Stefán tilkynntum að við ættum von á Sölva, okkar fyrsta barni. Þremur árum síðar bættast Styrmir við og Hjördís mín gladdist alveg jafnmikið. Hjördís var yndisleg amma og dekraði mikið við ömmustrák- ana sína sem eiga eftir að sakna hennar sárt líkt og við hin. En við munum halda minningu hennar lifandi og segja strákun- um frá ömmu Hjördísi sem var okkur öllum svo kær og mikil fyrirmynd. Hjördísi þakka ég samfylgdina þennan spöl, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Jóna Karen. Í dag kveðjum við elskulegu systur okkar. Minningarnar hrannast upp. Æskuárin, ung- lingsárin, fullorðinsárin, ljúfu stundirnar, sáru stundirnar, hláturinn og gráturinn. Á svona tímamótum sér maður lífið í öðru ljósi og þakklætið verður öllu yfirsterkara. Við systur átt- um þeirri gæfu að fagna að koma frá ástríku heimili sem tengdist stórum fjölskyldum á báða bóga. Pabbi og mamma voru samhent þótt þau nálguð- ust uppeldið frá mismunandi sjónarhóli – hún frá því að skipuleggja og drífa áfram með- an hann lagði sig meira eftir því að skyggnast inn í sálartetur okkar systranna. Eftir að faðir okkar lést árið 1999 hefur mamma búið af mik- illi reisn í húsinu sem þau reistu saman og hún hélt ótrauð áfram að halda þétt utan um sístækk- andi fjölskylduna. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að þeg- ar við systurnar komumst á full- orðinsárin, eignuðumst okkar maka og börn að fjölskyldan hélt vel saman og hittist reglu- lega með allan barnaskarann. Í þeim hópi var Hjördís systir ávallt driffjöður og gat stýrt stóru og litlu systur eins og her- foringi þegar svo bar undir. Þar er sannarlega skarð fyrir skildi. Dugnaður Hjördísar og einlæg- ur áhugi kom fram á mörgum sviðum, hvort heldur var í úti- vist, að ferðast hérlendis og er- lendis svo ekki sé minnst á heimilið þeirra Kristjáns og garðinn sem við sannanlega dáðumst að. Faðir okkar kenndi okkur að ekkert í lífinu sé jafn mikilvægt og að eiga gott samferðafólk. Það fengum við að reyna á Hjör- dísi, Kristjáni og börnum þeirra. Heimili þeirra stóð ávallt opið fyrir gestum og gangandi og Hjördís var dugleg að rækta tengslin við fjölskyldu og vini. Síðustu mánuðirnir voru systur okkar erfiðir en örlögum sínum mætti hún eins og sann- kölluð hetja. Við biðjum guð að geyma minningu hennar og gefa hennar nánustu styrk í sorginni. Kristín og Gyða. Í dag kveðjum við Hjöddý æskuvinkonu okkar. Við höfum verið vinkonur frá 13 ára aldri og átt margar góðar stundir saman. Það var mikið lært á þessum unglingsárum, bæði á lífið og bókina, það var gaman. Þá var oft gott að koma í Teiga- gerðið til Möggu og Jóns. Hjöddý var góður námsmaður og setti markið strax hátt. Fljót- lega varð saumaklúbburinn til, og þar var ekki bara prjónað. Málefni líðandi stundar voru líka krufin. Hjöddý hafði ákveðnar skoðanir á samfélags- málum, hún var mikill jafnrétt- issinni og hafði ríka réttlætis- kennd. Henni var umhugað um þá sem minna máttu sín. Hjöddý hafði mikinn áhuga á hönnun og var mjög hugmynda- rík á því sviði. Við munum eftir ýmsum flíkum sem hún endur- hannaði og breytti í aðra eftir nýjustu tísku. Við höfum líka fylgst með mörgum fallegum peysum verða til í höndum hennar. Það var alltaf gaman að koma á hlýlegt heimili þeirra Krist- jáns og þar fengu hönnunar- hæfileikar hennar að njóta sín. Oftar en ekki var búið að færa til húsgögn og breyta einhverju innandyra eða í garðinum og þá var ekki ónýtt að eiga laghentan eiginmann eins og Kristján. Hjöddý var mikill náttúru- unnandi og naut þess að ganga á fjöll og um óbyggðir. Hún fang- aði augnablikið með því að festa það á ljósmynd. Hún tók mikið af myndum af blómum og öðrum náttúrufyrirbærum oft liggjandi á ystu brún. Hjöddý og Kristján voru mjög samhent og það hefur verið gaman að ferðast með þeim, bæði svo fróð og áhuga- söm. Hún var mikill fagurkeri og lífskúnstner, hafði áhuga á að fræðast og naut þess að lesa, fara í leikhús og á aðra menn- ingarviðburði. Hjöddý var heil- steypt, fylgin sér, kát og skemmtileg. Hún var ræktarsöm við vini sína og sýndi viðfangsefnum þeirra áhuga og bar hag fjöl- skyldunnar ávallt fyrir brjósti. Hún naut þess að vera með börnunum og fjölskyldum þeirra. Það var henni mikils virði að geta verið í brúðkaupi Ragnhildar og Palla viku fyrir andlátið. Hún var góð amma og fannst sárt að geta ekki notið ömmustrákanna sinna lengur. Nú er baráttu hennar við erf- ið veikindi lokið. Þrátt fyrir mörg áföll og vonbrigði undan- farið ár, stóð hún alltaf upp jafn glæsileg og ákveðin í því að njóta þess sem hún gat meðan hún lifði. Hún var svo skynsöm og jarðbundin. Kristján og börnin hafa reynst henni ómet- anlegur stuðningur og styrkur í veikindum hennar. Kristján gerði henni kleift að ferðast um og fara í göngutúra fram á síð- ustu stundu. Við söknum Hjöddýjar og samhryggjumst Kristjáni og fjölskyldunni allri. Guðrún, Jóhanna, Kristín, Ragnhildur og Þórdís. Ég hefði aldrei trúað því hvað þessi illvígi sjúkdómur sem tók Hjöddý frænku frá okkur myndi gera það hratt. Ég var svo sann- færð um að við fengjum að minnsta kosti nokkra mánuði saman enn að ég get enn ekki skilið það að hún sé ekki lengur hér. Fyrir nákvæmlega ári síðan vorum í sumarbústað þeirra Kristjáns að halda upp á 60 ára afmælið Hjöddýjar. Að hún sé farin frá okkur, ári seinna, er ekki hægt að ná utan um. Hjöddý frænka hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Á unglingsárunum mínum reynd- ist hún mér ótrúlega vel, en á þeim tíma voru hún og Kristján við nám í Svíþjóð. Með mína unglingaveiki og öllu sem því til- heyrði skrifuðumst við á, þar sem ég trúði henni fyrir því sem mér lá á hjarta. Hún var svo yndisleg, skrifaði mér alltaf strax til baka og hjálpaði mér að sjá hlið fullorðinna án þess að gera lítið úr minni skoðun. Við gerðum oft grín að því, með smá alvöru, að það var vegna hennar áhrifa sem ég fór í hjúkrunarfræði. Þegar Hjöddý var við nám í læknisfræði pass- aði hún mig oft og sagði að þannig hafi áhugi minn á þessu sviði vaknað. Ég er sannfærð um að það sé rétt. Þegar ég var að íhuga nám í hjúkrun útvegaði hún mér sumarvinnu á Reykja- lundi þar sem ég vann svo næstu árin. Þegar ég lenti í erfiðleik- um með að skilja lífeðlisfræðina í hjúkrunarnáminu var hún boð- in og búin til að setjast niður með mér og útskýra fyrir mér. Öll okkar saga er svona, ég var litla frænkan og hún stóra frænkan, og hún var alltaf tilbú- in til að tala við mig, hlusta á mig og styðja mig. Síðast leitaði ég til hennar fyrir nokkrum vik- um vegna breytinga í starfi, og hún hlustaði á mig, studdi mig og hvatti til að gera það sem mig langaði til. Hjöddý lagði alltaf mikið upp úr því að maður ætti að taka tíma til að njóta. Þau Kristján eiga einstaklega fallegt og hlý- legt heimili, þangað sem hefur alltaf verið gott að koma, borða góðan mat og njóta þess að vera saman. Frá því ég man eftir mér höfum við, stórfjölskyldan, verið saman um áramótin og ósjaldan vorum við heima hjá þeim. Hjöddý var meistarakokkur, og eitt af því mest spennandi var að sjá hvað hún og Kristján kæmu með á áramótahlaðborðið. Það brást aldrei að boðið var upp á sælkeramat. Áramótin verða aldrei eins án Hjöddýjar. Elsku besta frænka mín. Það er svo stórt skarð sem þú skilur eftir þig. Við sem sitjum hér eft- ir full af söknuði erum að reyna að ná utan um það sem hefur gerst, og það er ekki auðvelt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig í lífinu mínu og eftir sitja margar góðar minningar sem ég er svo óendanlega þakklát fyrir. Elsku hjartans amma mín, megi Guð styrkja þig í sorg þinni. Elsku Kristján, Stefán, Ragnhildur, Frida og fjölskyld- ur, missir ykkar er meiri en hægt er að koma í orð. Hugur minn er hjá ykkur öllum á þess- um erfiðu tímum en eftir standa minningar um einstaka konu sem lifa áfram. Margrét. Hjördís vinkona min er dáin, langt fyrir aldur fram. Við lærð- um saman í menntaskóla, fylgd- umst að í gegnum læknadeild, héldum alltaf góðu sambandi, áttum báðar við veikindi að stríða. Margt tengir og margs er að minnast. Hjördís hefur alltaf verið ímynd skynseminnar í mínum huga, greind, róleg, rökhugs- andi, praktísk og skipulögð. Þessir eiginleikar komu sér vel í námi og starfi. Brennandi áhugi á mannúðarmálum og framför- um leiddu Hjördísi á braut end- urhæfingarlækninga þar sem samhygð og þolinmæði skipta miklu máli. Hjördís naut sín vel sem sérfræðingur á Reykja- lundi og síðar sem lækningafor- stjóri á sama stað. Mjög gott orð fer af Reykjalundi sem endur- hæfingarstofnun og komast færri að en vilja. Líklegt þykir mér að Hjördís eigi sinn þátt í þessu orðspori og ótímabært andlát hennar hlýtur að vera tjón fyrir stofnunina. Hjördís var farsæl í starfi en líka í lífinu eins og það lagði sig. Hún var vinmörg og virk. Úti- vist og ferðalög skipuðu stóran sess, áhugi á samfélagsmálum var mikill. Hjördís giftist Krist- jáni Ágústssyni jarðeðlisfræð- ingi daginn áður en hún útskrif- aðist úr deildinni. Það reyndist gæfuspor. Þau voru einstaklega samrýmd hjón sem deildu áhugamálum. Missir Kristjáns, barna, og barnabarna er mikill. Ég votta þeim samúð mína. Þegar gamall vinur deyr ger- ir maður stutta úttekt á lífi hans í huga sér en mun meiri tími fer í að rifja upp minningar. Í ör- stuttri grein er lítið rými fyrir minngarnar. Ég ætla samt að segja frá því þegar Hjördís fór vestur á land í afleysingavinnu. Þetta var að loknu fjórða ári í læknadeild og margt var ólært. Ég, sem var nákvæmlega jafn óreynd, fylgdi með til halds og trausts fyrstu dagana. Flugvöll- urinn langt frá byggðum tæmd- ist fljótlega af fólki en enginn var til að taka á móti nýja hér- aðslækninum. Við stóðum því þarna aleinar og ráðalausar á hjara veraldar. Þá birtist maður á jeppa og bauð far. Boðinu tók- um við fegins hendi en leist ekki á blikuna þegar aksturslagið fór að bera merki talsverðrar ölv- unar. Enda beið lögreglan við læknisbústaðinn og það varð fyrsta læknisverkið að draga blóðsýni úr bjargvættinum. Ekki tók betra við að verkinu loknu því við héldum að það ætti að mæla alkóhólþéttni sýnisins á staðnum. Það kunni hvorug. Léttirinn var því talsverður þegar lögreglumaðurinn stakk sýninu einfaldlega í vasann og kvaddi. Kannski hefði verið bet- ur við hæfi að segja virðulegri sögu. Af nógu er að taka. Ég vel samt að segja einmitt þessa sögu því ekkert atvik höfum við rifjað oftar upp og hent gaman að. Sagan léttir erfiða stund. Margrét Árnadóttir. Við kynntumst Hjördísi, traustri og góðri vinkonu okkar og eiginkonu Kristjáns æsku- vinar okkar þegar við gengum í háskóla fyrir hartnær fjórum áratugum. Þau Kristján voru af- skaplega samstíga og samrýmd og báru aðdáunarverða virðingu fyrir áhugasviði hvort annars og hvöttu hvort annað til dáða. Hjördís varð ein af okkur. Hún var einkar félagslynd og tók kröftuglega þátt í umræðum um hvað sem var í þessari veröld, stundum ákveðin í skoðunum og hafði oft sitt fram með ljúf- mennsku og rökvísi. Hjördís var afar ljúf kona sem hafði einlæg- an áhuga á því sem aðrir voru að sýsla, umhverfi sínu og fram- andi menningu. Hún var hógvær og með afar ríka réttlætis- kennd. Hún var fagurkeri, góð- ur matur og hæfilegt vín, smekkleg að öllu leyti. Þannig var hún. Eftir að Hjördís og Kristján komu frá námi í Svíþjóð komu þau sér fyrir í raðhúsi í Selási. Þar bjuggu þau sér, ásamt börn- unum Stefáni og Ragnhildi, fal- legt heimili með litlum snotrum garði sem Hjördís lagði mikla rækt við með dyggri aðstoð Kristjáns, enda bæði listræn og með gott auga fyrir því sem fal- legt er. Þar áttu Fríða, dóttir Kristjáns, sem býr í Noregi og barnabörnin fjögur sitt athvarf. Þar höfum við einnig átt margar ánægjustundir í tímans rás. Við fórum margar stuttar og lengri ferðir út í náttúruna með þeim hjónum. Hún var mikil ferðakona, hafði unun af fjall- göngum og útivist og unni ís- lenskri náttúru. Þau Kristján ferðuðust mikið alla tíð alveg fram að síðustu dögunum. Hún sigraði Hvannadalshnjúk og aðra hæstu tinda Norðurlanda, svaf í tjaldi og flakkaði um óbyggðir. Hún gat líka setið og prjónað á barnabörnin í útileg- unni og í sumarbústað fjölskyld- unnar á Þingvöllum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst þó aldr- ei að vekja áhuga Hjördísar á veiði. Við lýstum af innlifun ánægjunni af því að krækja í sil- ung, fluguveiðum og fegurð ár- bakkans. Ekkert hreif, Hjördís lagði stöngina bara frá sér og fékk sér göngutúr. Það var alltaf ánægjulegt að eiga stund með Hjördísi og ræða við hana um nýlesna skáldsögu, arkitektúr, mannlífið almennt, heilbrigðisþjónustuna, pólitískar refskákir, garðrækt og ótalmargt annað. Síðast hitt- umst við öll í matarboði, fyrir rúmum hálfum mánuði. Áttum við frábæra kvöldstund þar sem Hjördís var hrókur alls fagnað- ar og ekki að sjá að þar færi kona sem vissi að stutt var eftir. Kristján var sem klettur við hennar hlið. Hún var engin venjuleg kona, hún Hjördís. Hlutskipti þessarar góðu og glaðværu konu er einkar sárt fyrir fjölskyldu hennar og vini. Við söknum náinnar vinkonu og vottum Margréti móður hennar, Kristjáni, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum samúð okk- ar. Takk fyrir ánægjulega sam- fylgd. Gylfi og Sigurlaug, Jón og Margrét, Ólafur og Sigurrós. Kveðja frá íslenskum endurhæfingarlæknum Í einu ljóða sænska þjóð- skáldsins Evert Taube spyr hann hver tryggt hafi að við höf- um heyrn eða sjón, að við getum heyrt nið öldunnar, að okkar sé besti matseðillinn, að við getum vaggað okkur á öldunum sem fuglinn. Þegar minnst er Hjördísar Jónsdóttur læknis við ótíma- bært fráfall hennar koma þessi orð hins ástsæla skálds upp í hugann. Telja má víst að hún hafi þekkt þau vel. Hjördís var húmanisti í orðsins bestu merk- ingu. Hún valdi sér starf sem beinist að hjálp við þá sem ekki gátu gengið að því vísu að sjá eða heyra hvítfyssandi ölduna lenda á ströndinni, að geta talað eða sungið, að ganga að dúkuðu gnægtaborði lífsins eða að vagga sér á öldunum eins og fuglinn frjáls. Hjördís naut þess, að sjálf hljóta heilsu og færni lengst af, til að geta allt þetta. Hjördís Jónsdóttir lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands og að loknu kandidatsári hélt hún til Svíþjóðar til framhalds- náms í endurhæfingarlækning- um, fyrsta árið á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg og síðan á Akademíska sjúkrahús- inu í Uppsölum. Heim komin hóf hún störf á Reykjalundi sem síð- an var hennar megin starfsvett- vangur. Hjördís tók við kyndli Hauks Þórðarsonar læknis sem hafði haft forgöngu um að breyta staðnum í glæsilega end- urhæfingarmiðstöð er þörfin fyrir atvinnuþjálfun berklasjúk- linga dvínaði. Hún tók því virk- an þátt í áframhaldandi framþróun í þjónustu Reykja- lundar allt frá upphafi starfsfer- ils síns þar 1986, og ekki síst eft- ir að hún varð forstöðulæknir, en það var hún allt til dauða- dags. Hjördís Jónsdóttir hafði ein- staklega þægilega nærveru, hún var hæglát og hógvær en hafði þó mótaðar skoðanir á öllum þeim málefnum sem koma mega þeim til góða, er búa við líkam- lega eða andlega skerðingu og fötlun. Hún var fagurkeri og ná- kvæm einnig og ekki síst með eigin klæðaburð og fágaða fram- komu. Hún gerði alla hluti vel. Hjördís var glæsileg kona og fyrirmynd. Hún var mikill nátt- úruunnandi og útivistarkona. Hún elskaði landið sitt eins og sína nánustu og naut þess sann- arlega að ferðast, ekki síst um óbyggðir. Hún hefur ötullega tekið þátt í samráði okkar end- urhæfingarlækna gegnum tíð- ina en helgarferðir okkar, auk annarra funda til umræðu og ákvarðana um málefni fags okk- ar, eru orðnar ófáar. Það er Hjördís Hulda Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.