Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 17
Nokkur umfjöllun hefur verið um grein lögmannanna Lúðvíks Bergvinssonar og Sig- urvins Ólafssonar um vanskil á því sem þeir kalla ólögmæt lán. Í greininni er m.a. fullyrt að bankarnir hafi vís- vitandi brugðið á það ráð að dulbúa lánveit- ingar sínar sem lán í er- lendum myntum „í þeim tilgangi að lagfæra gjaldeyrisstöðu sína. Þeir hafi sérstaklega beint þessum geng- istryggðu lánum að viðskiptavinum þó þeim væri vel kunnugt um yfirvof- andi lækkun og fall krónunnar, enda gerendur á því sviði Þá eru fjármála- fyrirtækin gagnrýnd fyrir að fylgja ekki fordæmi Hæstaréttar og taka sér sjálfdæmi um innheimtu lána“. Loks er kallað eftir því að stjórnvöld grípi inn í þessa atburðarás ella kunni ríkið að verða bótaskylt vegna vanrækslu. Hér verður fjallað um þessi sjónarmið enda er málið ekki jafn einfalt og framsetning tvímenn- inganna gefur tilefni til að ætla. Enginn dulbúningur Í fyrsta lagi er rétt að skoða for- sendur dómstóla. Niðurstaða Hæsta- réttar hefur byggt á því að orðalag í lánssamningi ráði því hvort samn- ingur telst erlent lán. Ef orðalagið er nægjanlega skýrt skiptir ekki máli hvort lánið hafi verið greitt út í ís- lenskum krónum eða erlendum myntum. Það er því sérkennileg full- yrðing að bankarnir hafi vísvitandi farið að dulbúa lánveitingar sínar sem erlend lán. Slíkur dulbúningur gat fyrst og fremst haft þau áhrif að lögmæt erlend lán urðu lán með ólög- mætri gengistryggingu sem tæpast var markmið fjármálafyrirtækjanna. Í öðru lagi er einnig rétt að undir- strika að dómstólar hafa aldrei dæmt að lánveitingin sem slík sé ólögmæt heldur verðtrygging láns í formi tengingar við erlendar myntir. Þetta skiptir miklu máli. Ágreiningur hefur síðan staðið um vaxtakjör á slíkum lánum og hvernig eigi að end- urreikna fyrri greiðslur. Áhættuvarnir ekki stöðutaka Þá fær sú fullyrðing ekki staðist að fjármálafyrirtæki hafi beint þessum lánum að viðskiptavinum sem ein- hvers konar stöðutöku gegn íslensku krónunni. Möguleikar fjármálafyr- irtækja til að taka gengisáhættu er takmarkaður, en lög gera kröfu um ákveðið jafnvægi á milli gjaldmiðla í útlánum fjármálafyrirtækisins og fjármögnun þess sjálfs. Fyrir fjár- málafyrirtækin skiptir því engu hvort lánveiting á sér stað í íslensk- um krónum eða erlendri mynt. Ávinningurinn felst í vaxtamun og ýmsum þóknunum. Það skiptir hins vegar máli fyrir áhættustýringu og reglur um gjaldeyrisjöfnuð að fjár- mögnun fjármálafyrirtækja í er- lendri mynt sé lánuð áfram til við- skiptavina í erlendri mynt. Raunar byggði málflutningur fjármálafyr- irtækjanna að verulegu leyti á því að sýna fram á að lánin hefðu verið fjár- mögnuð í erlendri mynt og ættu því að teljast erlend lán. Því hafnaði Hæstiréttur með vísan til þess að orðalag samningsins yrði lagt til grundvallar. Vinsældir myntlána Það hefur gleymst í umræðunni að fjármálafyrirtæki og stjórnendur þeirra vöruðu viðskiptavini sína við áhættu vegna umræddra lána. Við- brögð við slíkum aðvörunum létu hins vegar ekki á sér standa. Þannig segir Vilhjálmur Bjarnason háskólakenn- ari í viðskiptafræðum í viðtali við Morgunblaðið í febrúar 2007: „Mér finnst hræðsluáróður ís- lensku bankanna um að Íslendingar verði að hafa tekjur í erlendum mynt- um undarlegur því öll höfum við tekjur í íslenskum krón- um sem fylgja erlend- um myntum þegar til lengri tíma er litið. Þær leiðbeiningar bankanna um að viðkomandi lán- takandi verði að hafa tekjur í erlendum gjald- eyri til að geta tekið er- lent lán eru að hluta til réttar, en byggjast á því að viðkomandi ein- staklingur sé asni. Sá hinn sami hlýtur að geta stýrt fjármálum sínum og notfært sér í ofanálag lægri vexti í erlendum myntum en bjóðast hér heima.“ Fleiri gerðust fjármálaráðgjafar að þessu leyti og t.a.m. ráðlagði Egill Helgason fólki að taka erlend lán í desember 2007 „því það væri nánast eins og kraftaverk hve hratt gengi á höfuðstólinn.“ Oftrú á fordæmisgildi dóma Að því er varðar fordæmisgildi dóma og afskipti stjórnvalda, þá verður almennt að gjalda varhug við því að stjórnvöld hafi afskipti af einkaréttarlegum samningum manna, sérstaklega eftir á. Slíkt get- ur m.a. varðað við stjórnarskrár- bundin réttindi um eignarrétt og bakað ríkinu skaðabótaskyldu. Raunar hafa stjórnvöld reynt að grípa inn í þessa atburðarás með lagasetningu á grundvelli fordæmis sem þau töldu sig lesa út úr dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur hefur staðfest að slík lög geti ekki með aft- urvirkum hætti breytt reglum um efni og greiðslu skulda, frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt. Þá má taka undir um- mæli forstjóra FME að óraunhæfar væntingar séu uppi um fordæm- isgildi dóma á Íslandi. Nýlega féll t.d. dómur í Héraðsdómi Vesturlands þar sem ekki var fallist á gildi svo- kallaðrar fullnaðarkvittunar. Andstætt Evrópureglum Það hefur einnig horfið í um- ræðunni að EES-samningurinn kveður á um frjálst fjármagnsflæði. Undir það hugtak falla lán sem tengd eru við erlenda mynt. Eftirlits- stofnun EFTA hefur sent íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf vegna réttarstöðunnar hérlendis. Úrræði lántaka En er lántaki berskjaldaður ef hann telur innheimtu kröfu ekki rétt- mæta? Svarið er nei. Ef lántaki telur að lánveitandinn eigi ekki lögmæta kröfu á hendur sér, getur hann ein- faldlega neitað að greiða og leitað úr- lausnar dómstóla. Ef að slík synjun byggir ekki á lögmætum grundvelli getur hún að sjálfsögðu leitt til tjóns fyrir lántakann í formi dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, auk þess sem hann getur þurft að greiða fyrir lögfræðiaðstoð, ef hann ákveður að nýta sér slíka þjónustu. Fyrir lán- taka getur því verið skynsamlegra að greiða inn á skuldbindingar með fyr- irvara ef hann er í einhverjum vafa um réttmæti kröfunnar. Í réttarríki leita menn til dómstóla en stjórnvöld grípa ekki inn í þegar gerða einka- réttarlega samninga. Slík vinnu- brögð stjórnvalda myndu ekki ein- ungis veikja réttarríkið heldur auka enn frekar en orðið er pólitíska áhættu á því að eiga viðskipti við Ís- land eða vera í viðskiptum hérlendis. Einföldun umræð- unnar um myntlán Eftir Brynjar Níelsson » Það hefur gleymst í umræðunni að fjár- málafyrirtæki og stjórn- endur þeirra vöruðu við- skiptavini sína við áhættu vegna um- ræddra lána. Brynjar Níelsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Tilvalið fyrir heimilið og sumarbústaðinn PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ef þú staðg reiðir sendum vi ð frítt hvert á lan d sem er Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099 – Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 20.ágúst. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um Heilsu og Lífstíl föstudaginn 24.ágúst. • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum. • Hreyfing og líkamsrækt. • Hvað þarf að hafa í ræktina. • CrossFit • Þríþraut. • Reiðhjól. • Skokk og hlaup. • Dans og heilsurækt. • Andleg vellíðan. • Svefn og þreyta. • Skaðsemi reykinga. • Fljótlegar og hollar uppskriftir. • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. SÉRBLAÐ Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífstíl og stefna í nýjar áttir á því sviði. Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl haustið 2012. MEÐAL EFNIS:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.