Morgunblaðið - 20.08.2012, Side 22

Morgunblaðið - 20.08.2012, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Þetta er auðvitað bara stórkostlegt, það eru ekki allir sem fá aðverða 60 ára,“ segir Steinunn Aldís Helgadóttir sem í dagfagnar sextugsafmæli. „Helginni og afmælisdeginum mun ég eyða í sumarbústað í Borgarfirði með fjölskyldunni,“ segir Steinunn en systkini hennar fjögur koma öll í ferðina með fjölskyldum sínum. „Við munum grilla og fara í berjamó, spila og njóta lífsins,“ segir Steinunn. Hún á tvo syni, þá Elfar Davíð sem búsettur er í Svíþjóð og Börk Inga. „Svo á ég þrjú barnabörn og svo skemmtilega vill til að Börkur á litla dóttur, hana Dagrúnu Sól, sem á afmæli á sama degi,“ segir Steinunn en Dagrún kemur að sjálfsögðu með í sum- arbústaðarferðina og fagnar 12 ára afmæli með ömmu sinni. Stein- unn Aldís vinnur sem leirkerasmiður. „Ég vinn bæði með eigin sköp- un og kenni leirlist,“ segir Steinunn en í sinni sköpun fæst hún bæði við nytjalist og flísar. „Ég hef unnið við leirkerasmíðina í 15 ár, en starfaði áður sem leikskólakennari og skólastjóri,“ segir Steinunn. Aðspurð hvernig afmælisdeginum sjálfum verði eytt segir hún hann fara í rólegheit og óvæntar uppákomur. Steinunn hefur iðulega haldið veislur á stórafmælum. „Ég hef alltaf hóað saman fjölskyldu og vinum og hélt til að mynda hátíðlegt þrítugs-, fertugs- og fimm- tugsafmælið, en fyrst afmælið hitti nú á mánudag ákvað ég að gera þetta með aðeins öðrum hætti,“ segir Steinunn. gudrunsoley@mbl.is Steinunn Aldís Helgadóttir, 60 ára Hátíð „Ég hef alltaf hóað saman fjölskyldu og vinum og hélt til dæm- is hátíðlegt þrítugs-, fertugs- og fimmtugsafmælið,“ segir Steinunn. Deilir afmæli með sonardótturinni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sóley Gísladóttir og Sóley Sigurðardóttir söfnuðu dóti og fönd- röðu vinabönd og perluskart sem þær seldu við fískibúðin á Nesvegi. Þær söfnuðu 4.268 kr. sem þær gáfu Rauða krossi Íslands. Söfnun Kópavogur Þórdís Birna fæddist 12. nóvember kl. 10.20. Hún vó 3.190 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Bergrún Stefánsdóttir og Kristmann Hjálmarsson. Nýr borgari Brúðhjón Aðalheiður Svavarsdóttir og Brynjólfur Guðmundsson voru gef- in saman 21. júlí síðastliðinn í Kópa- vogskirkju. Séra Sigurður Arnarson gaf þau saman. Brúðkaup H ulda fæddist í Klakks- vík í Færeyjum en ólst upp á Egils- stöðum til sex ára aldurs, í Klakksvík næstu tvö árin, bjó í Álaborg og síðan í Kaupmannahöfn 1981-91 og var á Egilsstöðum 1991-92 þar sem hún fann eiginmann sinn. Þau voru búsett í Kaupmannhöfn 1992-97 en fluttu þá aftur á Egilsstaði þar sem þau hafa búið síðan. Hulda var í Egilsstaðaskóla, barnaskólanum í Klakksvík, grunn- skóla í Álaborg og í Kaupmanna- höfn, stundaði nám við HHX, versl- unarskóla í Kaupmannahöfn, og útskrifaðist þaðan 1995. Hún stund- ar nú nám í matreiðslu við Hótel- og matvælaskólann í MK. Hulda var verslunarstjóri hjá Hulda Elisabeth Daníelsdóttir, hótelstjóri á Egilsstöðum, 40 ára Eldhúsrómantík Hulda og Gunnlaugur í eldhúsinu á glæsihótelinu Gistihúsinu Egilsstöðum. Endurlífguðu gistihús Börnin Frá vinstri: Jónas Pétur, Eva Sólgerður og María Jóngerð. Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.