SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Page 10
Sunddans er með þokkafyllstu íþróttum sem
keppt er í á Ólympíuleikum. Hér má sjá áströlsku
sveitina gera æfingar sínar í keppni með frjálsu
lagi í lauginni í Lundúnum síðastliðinn föstudag.
Veröld
AFP
Fljúgðu hærra, hærra!
10 12. ágúst 2012
Sumarið hefur verið einstakt. Við höfum notið blíð-unnar, fegurðarinnar og frídaganna. Safnað kröftumfyrir veturinn. Eins og til undirbúnings því hafa fréttiraf pólitískum átökum vikið fyrir gleðifréttum af sumri
og sól. En líkt og börnin vita að þeirra bíða námsannir og nýjar
ákvarðanir vitum við hin að okkar bíður kosningavetur og loks
vor þegar þjóðin kveður upp sinn dóm um hvert stefna skuli
næstu fjögur árin.
„Ég mun ekki kjósa næst nema ég sé sannfærð um að stjórn-
málin hafi breyst,“ sagði vinkona mín sem hefur verið með
annan fótinn erlendis en dvaldi heima í sumar. Hún hafði beðið
mig og aðra að hitta sig yfir kaffibolla. Með miklum þunga sagði
hún að í fyrsta sinn á sínum fullorðinsárum vildi hún hvorki
taka þátt í né hafa afskipti af íslenskum stjórnmálum.
Stjórnmálaflokkarnir geta ekki hundsað þessar raddir eða
hallað sér aftur til vors. Þeir þurfa að nýta tímann vel, eigi fólk
að fá trú á að markmið þeirra sé það eitt að standa vörð um
hagsmuni þeirra. Trú sem ekki verður endurvakin nema hin
pólitísku öfl séu reiðubúin að endurskoða áherslur og takast á
við nýja tíma.
Að gera breytingar þýðir ekki að flokkarnir víki frá hug-
sjónum sínum. Öðru nær, þurfa
þeir að vinna betur með eigin hug-
sjónir og framgang þeirra í breyttu
samfélagi. Í því felst hvorki uppgjöf
né ógn, heldur tækifæri til að gera
betur og veita kjósendum vissu
fyrir því að stjórnmálin og stjórn-
málamenn geti lært af reynslunni.
Sjálfstæðisflokkurinn á að hafa
forystu í þessu sem öðru. Tækifær-
in eru hugsjónir hans og það brýna
erindi sem þær eiga við þjóðina ná-
kvæmlega núna. Sjaldan hefur
verið mikilvægara að frelsi með
ábyrgð ráði för; að ólíkir hópar og
stéttir vinni saman; að ráðdeild sé
fylgt í ríkisrekstri og að grunnstefið sé tækifæri allra og að fólki
sé almennt treyst fyrir eigin ákvörðunum, lífi og framtíð.
En þessar klassísku hugsjónir eru ekki svo íhaldssamar að þær
þurfi alltaf sömu leiðir eða lausnir. Líkt og segir í riti um sjálf-
stæðisstefnuna er hún „ekki nákvæm forskrift að fullkomnu
ríki“ heldur leiðsögn um „mikilvæg atriði sem nauðsynlegt er
að taka mið af, vilji menn tryggja frelsi og framþróun í þjóð-
félaginu“.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur því alltaf nálgast markmið sín
með ólíkum hætti á ólíkum tímum. Viðeyjarstjórnin leysti
verkefni ekki með sama hætti og Viðreisnarstjórnin og Sjálf-
stæðisflokkur eftir bankahrun á ekki og mun ekki leysa öll
verkefni með sama hætti og gert var fyrir bankahrun. Reynslan
á að hafa kennt honum, líkt og þjóðinni allri, að fara varlega,
gæta þess að frelsi þeirra sem mikið eiga bitni ekki á frelsi þeirra
sem minna eiga og að ábyrgð og umfang hins opinbera sé aldrei
meira en almenningur ræður við.
Nái Sjálfstæðisflokkurinn árangri í vor bíða hans brýn verk-
efni. Í fyrsta lagi að lækka álögur á almenning svo lífsgæði aukist
og helsta kjarabótin sé ekki afsláttur olíufélaganna vegna Euro-
vision eða handbolta. Í öðru lagi að tryggja að atvinnulífið fái
notið sín og sé ekki háð ríkisvaldi sem varla hefur lokið árás
sinni á eina atvinnugrein þegar gengið er að þeirri næstu. Í
þriðja lagi þarf að endurskoða opinberan rekstur og minnka
miðstýringu, svo fólkið sjálft njóti aukins vals og valds.
Ekkert stjórnmálaafl getur tekist á við þessi verkefni betur en
Sjálfstæðisflokkurinn. En til þess þarf hann afgerandi umboð
þjóðarinnar. Það umboð fæst ekki aðeins vegna þess að núver-
andi ríkisstjórn mun ekki leysa verkefnið vel, heldur verður
fólk að vera sannfært um að Sjálfstæðisflokkurinn muni gera
það best.
Þess vegna verður Sjálfstæðisflokkurinn að nýta veturinn og
vorið vel. Og það mun hann gera með því að halda hugsjónum
sínum hátt á lofti; boða lausnir í stað stöðugs ráðaleysis núver-
andi stjórnvalda; gera eigið flokksstarf enn lýðræðislegra og
gefa sem flestum tækifæri til að hafa áhrif á framboðslista og
-áherslur flokksins; en umfram allt með því að gefa aldrei eftir í
baráttunni fyrir hagsmunum fólksins í landinu. Þá sannfærast
kjósendur, þar með talin vinkonan sem ekki veit hvort hún ætl-
ar að kjósa í vor, um að nauðsynleg breyting í stjórnmálum
verði aðeins þegar slíkar áherslur og
hugsjónir ráða för.
Vetur og vor
’
Að gera
breytingar
þýðir ekki
að flokkarnir víki
frá hugsjónum
sínum. Öðru nær,
þurfa þeir að
vinna betur með
eigin hugsjónir og
framgang þeirra í
breyttu samfélagi
Úr ólíkum
áttum
Hanna Birna Kristjánsdóttir
hanna.birna.kristjansdottir-
@reykjavik.is–– Meira fyrir lesendur
:
Meðal efnis verður:
Endurmenntun
Símenntun
Iðnnám
Tómstundarnám-
skeið
Tölvunám
Háskólanám
Framhalds-
skólanám
Tónlistarnám
Skólavörur
Skólatölvur
Ásamt full af
spennandi efni
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. ágúst
Þann 17. ágúst kemur
út glæsilegt sérblað um
skóla og námskeið
sem mun fylgja
Morgunblaðinu
þann dag
SÉRBLAÐ
Skól
ar &
náms
keið
Skólar & námskeið