SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Page 13
Nú hafa íþróttamenn ífremstu röð margirhverjir ekki fariðvarhluta af þróun
þekkingar og tækni sem orðið
hefur í heiminum á und-
anförnum áratugum. Léttari
skór, sérhannaðir búningar,
fæðubótarefni, aukin þekking
og stórbætt umgjörð hefur í
mörgum tilfellum gert íþrótta-
mönnum kleift að ná betri ár-
angri en áður hefur þekkst. En
þar með er björninn ekki unn-
inn, í mörgum tilfellum hafa
heims- og ólympíumet staðið
árum saman þrátt fyrir fram-
farir á hinum ýmsu sviðum.
Ofurmannlegur Beamon
Eitt elsta núverandi ólympíu-
met var sett á Ólympíu-
leikunum 1968 þegar Bob Bea-
mon stökk 8,90 metra sem
jafnframt var heimsmet. Bea-
mon bætti þáverandi heimsmet
um hvorki meira né minna
heldur en 55 cm. Til marks um
aldur metsins má geta þess að
Kristján Eldjárn var kjörinn í
embætti forseta Íslands um
svipað leyti og Beamon stökk
lengra en menn höfðu áður
gert. Það tók langstökkvara 23
ár að bæta met Beamon en það
gerði Mike Powell á heims-
meistaramóti í Tókýó 1991, met
sem enn stendur.
Florence Griffith-Joyner setti
heimsmet í 100 m hlaupi
kvenna árið 1988 þegar hún
hljóp vegalengdina á 10,49 sek-
úndum. Seinna sama ár setti
hún ólympíumet í Seoul þegar
hún hljóp á 10,62. Það sem
meira er þá setti hún einnig
heimsmet í 200 m hlaupi við
sama tækifæri sem enn stendur.
Spretthlaupskonur veraldar
berjast því enn við að spretta
hraðar úr spori en hin sáluga
Florence Griffith-Joyner gerði.
Sigrar Griffith-Joyner eru ekki
óumdeildir og allar götur síðan
hafa sögusagnir verið á kreiki
um ólöglega lyfjanotkun henn-
ar. Í aðdraganda Ólympíu-
leikanna 1988 þótti vöxtur
hennar hafa tekið meiri breyt-
ingum en góðu hófi gegnir.
Fyrir 1988 var besti tími Grif-
fith-Joyner í 100 m hlaupi
10,96 og því bætti hún sinn
besta tíma um 35 hundraðs-
hluta úr sekúndu.
Til að setja þann árangur í
samhengi má nefna að heims-
met karla í 100 m hlaupi hefur
verið bætt um samtals 35 sek-
úndubrot á heilum 25 árum.
Núverandi heimsmet Usain Bolt
frá 2009 er 9,58 sekúndur sem
er 35 sekúndubrotum betra en
9,93 sekúndur Carl Lewis frá
1987. Því má segja að framfarir
Griffith-Joyner á árinu 1988
með eða án stera séu ævintýra-
legar svo ekki sé meira sagt.
Griffith-Joyner gekkst undir
lyfjapróf í Seoul ’88 og stóðst
það með glans en hætti hins-
vegar keppni í kjölfar leikanna.
Hún byrjaði aftur að keppa um
miðjan níunda áratuginn en lést
skyndilega árið 1998. Dán-
arorsökin er talin flogaveiki en
þessi sprettharða hlaupakona
lést í svefni.
Mágkona Griffith-Joyner,
Jackie Joyner-Kersee setti
heimsmet á Ólympíuleikunum
1988 sem enn stendur. Metið
setti hún í sjöþraut þar sem hún
náði í 7.291 stig, engin frjáls-
íþróttakona hefur síðar leikið
það eftir.
Ef frekar á að ræða stöðnun
eða jafnvel afturför í frjálsum
íþróttum má nefna að ólympíu-
meistari kvenna í kúluvarp frá
því í Peking, Valerie Vili, hefði
ekki náð verðlaunasæti með
vinningskastinu á Ólympíu-
leikunum í Montreal 1976. Því
má ljóst vera að framþróun í
þjálfun, aðbúnaði og annarri
umgjörð hefur ekki úrslitaáhrif
í öllum tilfellum.
Hraðari þróun í sundgreinum
Samanburður á framþróun í
sundi við framþróun í frjálsum
íþróttum er forvitnilegur. Á ÓL
í Peking setti sundfólk 25
heimsmet í aðeins 34 greinum.
Langlífasta heimsmetið í sund-
greinum er met Grant Hackett í
1.500 m sundi sem sett var árið
2000 á ÓL í Sydney. Framþróun
í sundgreinum hefur verið mun
hraðari en t.d. í margskonar
hlaupagreinum ef tekið er mið
af tímum sigurvegara í þessum
greinum á Ólympíuleikum frá
1968.
En af hverju þessi munur?
Sumir vilja meina að sundmenn
hagnist meira á þróun sem hef-
ur orðið á búnaði og umgjörð. Í
því sambandi nefna menn atriði
eins og háþróaða sundbúninga
sem kljúfa vatnið til dýpri lauga
sem gera sundmönnum kleift
að ná betri tíma en áður hefur
þekkst. Sömu aðilar segja að
t.d. spretthlauparar geti vart
notast við fatnað til að auka
spretthörku þó að auglýsingar
stórfyrirtækjanna gætu bent til
hins gagnstæða.
Ná ekki í
skottið á
gömlum
meisturum
Ólympíuleikarnir í London eru í há-
marki og ekki er úr vegi að líta yfir
farinn veg og skoða gömul afrek sem
mörg hafa ekki verið leikin eftir.
Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is
Bob Beamon var nálægt því að detta út í undanúrslitum á ÓL 1968, gerði
ógilt í fyrstu tveimur stökkunum en setti að lokum glæsilegt heimsmet.
Heimsmetum Florence Griffith -Joyner í 100- og 200m hlaupi hefur ekki
verið ógnað að ráði síðan þau voru sett á ÓL í Seoul 1988.
’
Bob Beamon
stökk 8,90
metra sem
jafnframt var
heimsmet. Beamon
bætti þáverandi
heimsmet um hvorki
meira né minna
heldur en 55 cm.
12. ágúst 2012 13
Kerfisveggir frá Deco
Felliveggir
Stofnanahurðir
Skrifstofuhúsgögn
Alhliða sérsmíði
•
•
•
•
•
VIÐ BJÓÐUM UPP Á ALHLIÐA LAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is