SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Page 15

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Page 15
getur valdið bólgum í liðum. En Phoebe hafði tekið eftir því að Sigrún var með óþægindi í fótunum. Læknirinn beið eftir staðfestingu þess frá kollega sínum að út- skrifa mætti Sigrúnu litlu. Í millitíðinni sást hins vegar á röntgenmynd af fótum Sigrúnar að eitthvað var athugavert við hægri fótinn. Hún var því send í röntgen- myndatöku af öllum líkamanum og kom þá í ljós að Sigrún var með skemmdir í beinum í fótunum og víðar. Yfirþyrmandi breytingar Við tóku ótal rannsóknir og leiddu lækn- arnir meðal annars líkur að því að Sigrún væri með erfðasjúkdóm sem lýsir sér þannig að beinin eru stökk og brotna við minnsta hnjask (brittle bone desease). Meira að segja var kannað hvort um lík- amlega misnotkun gæti verið að ræða þar sem sprungur virtust vera í beinum Sig- rúnar. Um kvöldið var hins vegar orðið ljóst að Sigrún glímdi við krabbamein og þá líklegast taugakímsæxli – Neuro- blastoma. Einnig kom í ljós æxli í brjóst- kassa Sigrúnar sem var óvenjustórt mið- að við ungan aldur hennar og svo stórt að annað lungað virkaði ekki. „Sigrún fór á einum degi úr því að vera slöpp og pirruð yfir í að þurfa aðstoð við að anda og eins gat hún ekki hreyft fæt- urna. Það var yfirþyrmandi hversu hratt þetta gerðist og ég man svo vel eftir því þegar ég fór heim til að sækja dótið hennar. Mér fannst óraunverulegt að ganga inn á heimilið okkar. Mér fannst Inn á milli var Sigrún óvenjuhress í meðferðinni og vildi fara að leika sér. Jóhann Kári passar vel upp á systur sína og hér eiga þau systkinin notalega stund. ’ Mér fannst óraunverulegt að ganga inn á heimilið okkar. Mér fannst eins og það væri orðið að sviðsmynd lífs sem ég tilheyrði ekki lengur.“ 12. ágúst 2012 15 FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík s. 414 9999 fib@fib.is fib.is FÍB aðild.... mikið fyrir lítið! Gerast FÍB félagi í dag? Síminn er 414-9999 eða fib.is Stækkað þjónustusvæði! Startaðstoð Eldsneyti Dekkjaskipti Dráttarbíll Allan sólarhringinn um land allt! Tvö algengustu krabbamein í beinum eru Ewing sarcoma og Osteogent sarcoma. Þau geta myndað meinvörp í formi mjög smárra eða ósýnilegra æxla. Þess vegna er lyfja- meðferð mjög mikilvæg þó að hægt sé að taka æxlið með skurðaðgerð. Ewing sarcoma er óvenjulegur sjúkdómur. Sjúkdómurinn getur komið hvar sem er í beinagrindina og einstaka sinnum byrjar hann annars staðar en í beini. Börnin eru oftast á skólaaldri. Rannsóknir: Til að greina sjúkdóminn verður að taka sýni úr æxlinu annaðhvort í að- gerð eða með nálarstungu. Tölvusneiðmyndir, segulómun, ísótóparannsókn og bein- mergsrannsókn eru gerðar til að leita að meinvörpum. Meðferð: Lyfjameðferð er alltaf gefin og síðan er árangur hennar metinn. Eftir það tek- ur við aðgerð og/eða geislameðferð. Árangur meðferðarinnar er oft góður og sífellt fleiri börn læknast. Upplýsingar fengnar af vefsíðu Landspítala – háskólasjúkrahúss. Lyfjameðferð mikilvæg fyrir börn sem greinast með Ewing-sarkmein

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.