SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Qupperneq 23

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Qupperneq 23
12. ágúst 2012 23 Ólympíuleikarnir í Lundúnum hafa verið frábær skemmtun. Það er ekki amalegt aðhafa marga af fremstu íþróttamönnum þessa heims á einum og sama blettinum – ásama tíma. Seint verður sagt að þetta hafi verið Bjarmalandsför hjá okkar fólki en svo sem engin sneypuför heldur. Sundið gekk ágætlega og maður fullvissaður um að keppendur eigi mikið inni. Það muni skila sér í Ríó að fjórum árum liðnum. Ég missti af skyttunni góðu en kollegi minn, Kristján Jónsson frá Bolungarvík, sem staðið hefur vaktina af hálfu þessa blaðs af mikill röggsemi ytra, fullyrðir að hún gefi sjálfum Lukku-Láka lítið eftir. Það nægir mér. Árangur Ásdísar Hjálmsdóttur vekur athygli en hún setti sem kunnugt er Íslandsmet í spjótkasti á leikunum. Að vísu fann Ásdís sig ekki alveg í úrslitunum en hún er rétt að byrja. Kærkomið að eiga aftur spjótkastara í fremstu röð enda stór hluti þjóðarinnar alinn upp við það. Nú fara menn án efa aftur að mæta ungmennum með spjót í farteskinu í strætó. Þá eru það „Strákarnir okkar“, blessaðir „Strákarnir okkar“. Þeir léku á löngum köflum frábæran handbolta á leikunum, það verður aldrei af þeim tekið. En einmitt þess vegna voru vonbrigðin sár þegar þeir lutu í gólf gegn Ungverjum í átta liða úrslitum. Þau úrslit voru óvænt. Ósköp fann maður til með Snorra Steini Guðjónssyni. Sigurmarkið sem aldrei varð, hefur verið til umræðu í öllum kytrum og kaffistofum landsins í vikunni og sitt sýnist hverjum. Menn skulu þó hafa í huga að það þarf sterk bein til að stíga fram við þær aðstæður sem uppi voru í höllinni í Lundúnum og traust þjálfarans er augljóst þegar hann sendir á vítapunktinn mann sem lítið sem ekkert hafði leikið í leiknum. Það þjónar heldur engum tilgangi að velta sér upp úr þessu tiltekna atviki. Snorri Steinn tók vítið og klikkaði. Búið mál. Hann er hvorki verri né betri leikmaður fyrir vikið – einn sá besti sem við höfum átt – en hugsanlega sterkari manneskja. Sigurinn á Svíum var kærkominn og ekkert að því að þjóðin stigi í kjölfarið trylltan dans – svo mikið áttum við inni. Ekki spillti heldur fyrir að þjálfari Svía er enginn annar en holdgervingur Svíagrýlunnar í áratugi, Staffan „Faxi“ Olsson. En sá hlær best sem síðast hlær og þegar upp var staðið er það „Faxi“ sem leikur til úrslita á mótinu um helgina en ekki Íslendingar. Mögulega hefur hlakkað í kappanum. Það má „Faxi“ eiga, hversu mikið sem við hötum hann, að hann er „Winner“ með stóru W-i. Töffari af Guðs náð. Talandi um töffara. Að sjá Usain Bolt! Þvílíkur kappi. Einn sá mesti sem uppi hefur verið á velli, á því leikur ekki lengur nokkur vafi. Það eru forréttindi að fá að horfa á íþróttasöguna endurritaða – aftur og aftur. Michael Phelps er ekki sami töffarinn en ótrúlegur kappi eigi að síður enda þótt afrek hans hafi, frá mínum bæjardyrum séð, drukknað í öllu efnisframboðinu. Næst er það Ríó. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ÓLaður niður! Rabb „Ég spyr bara eins og saklaus sveitakona: Hvar eru Bandaríkjamennirnir í þessu?“ Adolf Ingi Erlingsson meðan hann lýsti undanúrslitum í 200 metra hlaupi á ÓL í Lundúnum á RÚV. „Frídagur verslunarmanna er að útvat- nast í ekki neitt.“ Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. „Þetta horfir til betri vegar.“ Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem er þolinmóður þrátt fyrir að vegakerfi lands- ins sé, að hans mati, komið að þolmörk- um. „Það er mitt starf að gera þjóðina stolta.“ Kirani James, 19 ára strákur frá Grenada, vann fyrstu verðlaun síns lands á Ólympíuleikum þegar hann kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi í Lundúnum. „Ég er eins og gott vín, batna bara með árunum.“ Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, sem varð 57 ára í vikunni. „Í því felst einnig ákveðinn öfugsnún- ingur.“ Georg Erlingsson Merritt, framkvæmdastjóri Draggkeppni Íslands. „Þegar fiskidagur nálgast dettur fólk í svipaðan ham og á jólunum.“ Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Við þurfum líka að kunna að tapa.“ Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, eftir tapið gegn Ungverjum á ÓL. „Maður á aldrei að hætta að passa upp á mannréttindin.“ Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga. „Ég hélt að heimurinn hefði farist.“ Inosuke Hayasaki sem lifði af kjarn- orkuárásina á Nagasaki fyrir 67 árum. „Ég get enn stundað kynlíf á ströndinni þegar enginn sér til eða stokkið upp á barborð og dansað berbrjósta.“ Söngkonan Lady Gaga lætur frægðina ekki þvælast fyrir sér. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal sést á vagni með Gnarr og Páli Óskari í gleði- göngunni. En sú vá vofi ekki lengur yfir. Hún hefur gufað upp eins og kjarnorkuváin gerði er kalda stríðinu lauk. Tifandi klukkan og atburð- irnir í Evrópu hafa á hinn bóginn gert „aðild- armálið“ að fáfengilegheitum sem enginn flokk- ur getur hagnast á núna að sprengja ríkisstjórn fyrir. VG hefur því sem flokkur allt að vinna. Sífellt svínbeygður gæti hann nú sýnt flokkslegan styrk á lokametrum stjórnarsamstarfsins. Hann væri ekki mesti svikaflokkur allra tíma, eins og orð hefur legið á. Hann hafi alltaf haft fyrirvara og nú sæist tvennt: Þeir hefðu ekki verið hjóm og fyr- irsláttur og þeir héldu þegar á reyndi. Enn væri tími til þess að eitthvað af fylginu sem fór myndi skila sér heim, og jafnvel nægilegur tími til að fela grímulausa aðild VG að aðlöguninni að ESB, allt kjörtímabilið, þvert á staðfastar yfirlýsingar um hið gagnstæða. Þetta veit Samfylkingin. Hug- myndin um að það gæti dugað Samfylkingu til að draga úr skaða eða hruni í kosningunum að fá að vera „eini ESB-kosturinn“ í kosningunum verð- ur sífellt óálitlegri. Enginn hefur gleymt því hvernig álitlegur frambjóðandi var leikinn í for- setakosningum vegna meintra tengsla við Jó- hönnu og Samfylkingu og mjög óljósa afstöðu í ESB- málum. Í tilfelli Samfylkingar þarf engar getgátur. Hún er því orðin mjög óróleg enda kunnugt um framangreindar bollaleggingar inn- an VG. Þess vegna hafa þreifingar verið í gangi við stjórnarandstöðutengla undanfarna mánuði, einkum þó Framsóknarflokkinn upp á síðkastið. Síðastliðið vor var reynt að selja flokkunum tveimur þá hugmynd að VG yrði hent út og Sam- fylking fengi ein að vera í minnihlutastjórn, sem myndi grípa til stórsóknar í atvinnumálum. Þá hefði öllum orðið augljóst hverjir hefðu þvælst fyrir íslenskri atvinnuuppbyggingu. Sú beita var ekki gleypt, þótt einstaka maður hefði gapað nokkuð við. En upp á síðkastið hefur sóknin að Framsókn verið hert. Þar er Össur einkum á ferðinni, en fleiri láta til sín taka. Ekki þó Jó- hanna. En hún var svo fegin er hún sá óvæntu björgunargreinina frá Jóni Sigurðssyni, að orð- rómur er uppi um að hún hafi beðið Hrannar að rifja upp fyrir sér hvort Jón hafi fæðst, fermst eða dáið í Dýrafirði. Það eru sem sagt allir að. Morgunblaðið/Eggert haustinu

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.