SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 31

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 31
12. ágúst 2012 31 Bjarni Snæbjörnsson leikari og söngvari opnarmyndaalbúmið að þessu sinni. Bjarni fæddist 7.júlí árið 1978 í Reykjavík en ólst upp á Tálknafirði.Hann fór í framhaldsskólann í Garðabæ og út- skrifaðist þaðan árið 1998. Eftir útskrift ferðaðist Bjarni töluvert þangað til hann fór í Leiklistarskólann þaðan sem hann útskrifaðist árið 2007. Bjarni er einnig með BA-gráðu í ensku og hefur þess utan lokið söngnámi. Bjarni er annar helmingur dúettsins Viggós og Víólettu sem voru einmitt kynnar á opnunarhátíð Hinsegin daga á fimmtudaginn. Dúettinn mun einnig koma fram á Hinsegin hátíð á Arnarhóli á laugardaginn. Dúettinn á fjögurra ára starfsafmæli um þessar mundir en hann hóf einmitt göngu sína á Hinsegin dögum fyrir fjórum árum. Bjarni hefur komið fram í fjölda leik- og dansverka. Sinnt leikstjórn, leiklistarkennslu, talsetningu ásamt því að leika í fjölda auglýsinga. Bjarni er giftur Frímanni Sigurðs- syni. Bjarni pattaralegur í smekkbuxum. Viggó og Víóletta á stóra sviði Borgarleik- hússins með dönsurum frá Birnu Björns. Glaður drengur sem fékk fyrsta hjólið sitt í afmælisgjöf sex ára gamall. Fjölskyldan um jól. Bjarni ásamt bræðrum sínum Steinari og Jónasi og foreldrunum Snæbirni Geir Viggóssyni og Helgu Jónasdóttur. Frændsystkini, f.v. Klara Margrét, Karlotta Lind og Kristján Sveinsbörn en Karlotta er guðdóttir Bjarna og Frímanns Sigurðssonar. Með leiðbeinendum í sumarbúðum í Wisconsin þar sem Bjarni starfaði sem einskonar strandvörður á sumrin á árunum 1999-2003. Leiklist og söngur Spéfuglinn hæfileikaríki Bjarni Snæbjörnsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Viggó og Víóletta, dúettinn óborganlegi. Bjarni og Frímann eiginmaður hans á fjögurra ára brúðkaupsafmælinu þann 16. júní síðastliðinn. Bjanir hleypur mikið og á myndinni hefur hann nýlokið við hálft maraþon. Stúdent frá FG, jólin 1998. Sarínó sirkusstjóri á flugi í söngleiknum „Sarínó sirkusinn.“

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.