SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 33

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 33
12. ágúst 2012 33 stjórnenda. Bandaríkjamennirnir báru ávallt mikið traust til okkar Íslending- anna enda var mikið leitað til slökkvi- liðsins þegar eitthvað bjátaði á.“ Verkefnin fjölbreytileg Bókin er einkar forvitnileg enda verk- efni Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli fjölbreyttari og um margt annars konar heldur en verkefni annarra slökkviliða hér á landi. „Liðið var eiginlega þungamiðja í starfsemi flugvallarins. Þarna var m.a. slökkvilið, snjódeild, eldvarnardeild. Mikill tími fór í eld- varnareftirlit um allan flugvöll, stans- laust eftirlit alla daga. Á hverju ári var farið í allar íbúðir á svæðinu og fundað með íbúum. Auk þess var brautarvarsla allan sólarhringinn allt árið um kring,“ segir Ólafur sem hættir störfum í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli í september eftir 33 ár í starfi. „Bandaríkjamenn lögðu áherslu á öryggi og gæði, sköffuðu ávallt besta fáanlega útbúnaðinn. Mikið var lagt upp úr þjálfun og starfsmenn fóru til Bandaríkjanna til að fræðast um ýmsar hliðar starfsins. Í því sambandi mætti nefna áherslu á umhverfis- og meng- unarvarnir. Framlag Bandaríkjamanna var mikið, aldrei var neitt til sparað enda höfðu þeir mikið álit á starfinu sem þarna fór fram.“ Mikilvæg þjálfun og menntun Ólafur segir að fyrsti vísir að menntun íslenskra slökkviliðsmanna hér á landi hafi byrjað uppi á velli. Mikil áhersla hafi verið á menntunarkerfi starfs- manna, allir hafi verið með próf- skírteini á ameríska vísu sem gangi um allan heim. Slökkviliðið á Keflavík- urflugvelli hefur því haft mikil áhrif hér á landi, þjálfun og þekking starfs- manna hafi gagnast öðrum slökkvilið- um svo um munaði. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hefur í gegnum tíðina hlotið ýmsar viðurkenningar innanlands og í Banda- ríkjunum en þeirri sögu eru gerð nán- ari skil í bókinni. „Það er forvitnilegt að sjá hvernig Bandaríkjamenn líta á starfsemina. Slökkviliðið var marg- verðlaunað innan bandaríska hersins og þeir sem þekkja til þeirrar starfsemi vita að kröfurnar þar eru miklar. Því þykir það mikið afrek að fá slíkar við- urkenningar.“ Í bókinni kemur fram að 1966 hafi slökkviliðið fengið við- urkenninguna sem besta slökkviliðið innan bandaríska hersins en þau skipta hundruðum. Við hátíðlega athöfn þar sem viðurkenningin var afhent tók Emile E. Pierre, yfirmaður flotastöðv- arinnar, fram að á síðustu fimm árum hefði slökkviliðið farið í 27.580 eft- irlitsferðir í byggingar á flugvellinum! Bandaríska sendiráðið hér á landi styrkti útgáfu bókarinnar einkum vegna þeirra góðu samskipta sem hafa verið milli landanna vegna slökkviliðs- ins í gegnum tíðina. Ritnefnd bendir áhugasömum kaupendum á að hafa samband við formann ritnefndar, Ólaf Eggertsson, með tölvupósti, krist- janabjorg@simnet.is. Mikið skipulag einkenndi allt starf á flugvellinum. Hér má sjá liðsmenn samankomna við vaktaskipti. Frá og með 1968 var slökkviliðið aðeins mannað Íslendingum. Þarna hafa þeir, f.v. Arnoddur Þ. Jónsson, Gylfi Þórðarson, norskur flugmaður og Pétur Júlíusson nýlokið æfingu við björgun flugmanns. ’ Slökkviliðið var margverðlaunað inn- an bandaríska hers- ins og þeir sem þekkja til þeirrar starfsemi vita að kröfurnar þar eru miklar.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.