SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Page 34
34 12. ágúst 2012
Ingibjörg Sigurjónsdóttir myndlist-arkona tekur glaðlega á móti blaða-manni í anddyri Listasafns Reykja-víkur í Hafnarhúsinu. Hún er klædd
í fjólubláan kjól og dökkt hárið er tekið
upp í lausan snúð. Hún er tæplega þrítug,
með mikla útgeislun og fjörlega hlýja
nærveru.
Ingibjörg er einn af sjö myndlist-
armönnum í stjórn Kling & Bang-
gallerísins. Hún útskrifaðist úr Lista-
háskóla Íslands árið 2010 en eftir námið
bauðst henni sæti í stjórninni. „Við unn-
um saman níu myndlistarnemar að út-
skriftarverkefni. Það sem við töldum
dýrmætast úr náminu í Listaháskólanum
var samtalið. Samtal við kennarana og
skólasystkinin. Það er ákveðin sam-
félagsræktun sem á sér stað. Jafnframt
vildum við prófa að vinna saman og sjá
hvað við gætum gert í krafti hópsins sem
við gætum ekki framkvæmt ein,“ segir
Ingibjörg. Nemendurnir níu sköpuðu
stórt samstarfsverkefni sem sýnt var í
portinu í Hafnarhúsinu. Upp frá því var
þeim öllum boðið að ganga í stjórn Kling
& Bang, fimm þáðu boðið. „Þá hafði
Kling & Bang verið starfandi í sjö ár.
Nokkrir stofnendur höfðu helst úr lest-
inni og tími var kominn fyrir nýtt og
ferskt blóð. Meðallíftími sambærilegra
listagallería er ekki nema tvö eða þrjú
ár,“ segir Ingibjörg.
Þetta var í fyrsta skipti sem hópur af
listamönnum var tekinn inn í stjórnina.
„Hægt og rólega soguðumst við dýpra og
dýpra inn í Kling & Bang-dýrið. Við
drógumst inn í iðrin á því og flæktumst.“
Ingibjörg hristir hendurnar til útskýr-
ingar og lítur svo snöggt upp og brosir.
„Það hefur tekið allan þennan tíma, tvö
ár, að komast til botns í þessari flækju og
nú fyrst eigum við almennilega hlut-
deild.“ Öll verkefni gallerísins eru sam-
eiginleg ákvörðun stjórnarmeðlimanna.
Grænhærð dama
Í gegnum árin hefur Kling & Bang
áskotnast fjölmörg myndbandsverk,
kvikmyndir og upptökur af gjörningum
og viðburðum frá listamönnum sem
tengjast galleríinu. Þessi verk mynda nú
safnið The Confected Video Archive of
Kling & Bang.
Jonatan Habib Engvist sýningarstjóri
kom að máli við Kling & Bang og bauð
galleríinu að taka þátt í verkefninu „(I)
ndependent People“ eða „Sjálfstætt fólk“
á Listahátíð í Reykjavík. Kling & Bang var
úthlutað sýningarplássi í Hafnarhúsinu
þar sem galleríið setti upp tvær sýningar,
skjáinnsetninguna „Color Scheme“ og
„Demented Dimond“. „Við vildum nota
myndbandasafnið okkar í báðar sýning-
arnar.“ Myndbandasafninu The Confec-
ted Video Archive of Kling & Bang hefur
galleríið viðað að sér síðustu þrjú árin.
Ingibjörg gramsar í handtösku sinni og
dregur upp samanbrotnar arkir, þrjár
pappírsarkir og eina úr álpappír. Ysta
örkin er skreytt ljósmyndum en á þeirri
innstu er grænhærð stúlka sem starir á
lesanda. „Þetta er bæklingurinn fyrir
sýningarnar,“ segir hún og réttir hann
fram. Það er greinilegt að hvert smáatriði
er úthugsað.
Tíu þýskir skjáir
Ingibjörg leiðir blaðamann upp stiga upp
á efri hæð listasafnsins. Þegar þangað er
komið blasir við inngangur í B-sal en á
vinstri hönd hanga tíu sjónvarpsskjáir.
Við inngang salarins standa geisla-
diskastandar með litaröðuðum hulstrum.
Á vegginn fyrir ofan er skrifað: „The
Confected Video Archive of Kling & Bang:
Color Scheme Now Screening Yello.“ „Ég
var að breyta um sýningu,“ segir Ingi-
björg og bendir á vegginn. „Nú er gula
sýningin í gangi á skjáunum. Ég átti
reyndar ekki tvöfalt vaff til að skrifa yel-
low,“ segir hún og hlær.
Skjásýningin er upphaflega verk Kling
& Bang-stofnandans Heklu Daggar. Hún
hannaði sýninguna fyrir þýska galleríið
Dorothea Schlüter en þar var sýningin
frumsýnd. Þýska galleríið gaf Kling &
Bang skjáina tíu. „Skjáinnsetningin er sí-
breytileg. Við bjóðum listamönnum að
vinna verk fyrir tíu skjái eða veljum sam-
an tíu myndverk úr myndbandasafninu.
Verkin tíu eru svo litaflokkuð og þeim
reglulega skipt út,“ útskýrir Ingibjörg. En
hvað gerir þessa sýningu gula? „Í raun er
þetta bara til þess að hafa eitthvert kerfi,
hefði allt eins getað verið nöfn eða núm-
er. Eins og tíu málverkum er raðað saman
fannst einhverjum þessi tíu myndverk
eiga saman. Þetta er huglægt mat þeirra
sem setja saman sýningarnar.“ Ingibjörg
segir að þetta sé einnig til þess að ögra
hefðbundnum flokkunarkerfum. „Söfn
eru yfirleitt gögn sem búið er að safna til
þess að varðveita. Þau eru í föstum
skorðum, flokkuð eftir ákveðnum kerf-
um og eru í geymslu. Okkar kerfi byggist
hins vegar á tilfinningu, ekkert Dewey-
bókasafnskerfi eða Excel-tölvukerfi.
Samt virkar það alveg jafnvel og gengur
upp fyrir þá sem vinna með það.“
Myndasafn Kling og Bang er ekki ætlað til
þess að geyma verk og láta þau rykfalla
ofan í skúffu. „Við erum alltaf að vinna úr
verkunum. Color Scheme-skjáinnsetn-
ingin er hvati til þess að ný verk fæðist. Ef
listamennirnir væru ekki að vinna verk
Dýrmætur demantur
í Hafnarhúsinu
Sænski sýningarstjórinn Jonatan Habib Engvist leiddi í vor sýninguna
„Sjálfstætt fólk“ á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Kling & Bang-galleríi
var boðið að vera með og var úthlutað sýningarrými í Hafnarhúsinu.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir hefur yfirumsjón með sýningu Kling & Bang.
Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is
Ingibjörg
Sigurjónsdóttir
myndlistarkona.
Skjáinnsetningin „Color Scheme“ var hönnuð fyrir þýska galleríið Dorothea Schlueter.
K ling & Bang-gallerí var stofnað af níu listamönnumárið 2003. Í dag sitja sextán listamenn í stjórn-inni, þau Anna Hrund Másdóttir, Bjarni Massi,Daníel Björnsson, Elísabet Brynhildardóttir, Erling
T.V. Klingenberg, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir, Katla Rós, Kristinn Már Pálmason, Lilja Birgisdóttir,
Nína Magnúsdóttir, Ragnar Már Nikulásson, Selma Hreggviðs-
dóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir,Úlfur Grönvold og Þórgunnur
Oddsdóttir. Stefna Kling & Bang er að kynna myndlist sem ögr-
ar samhengi og innihaldi skapandi hugsunnar. Galleríið er sýn-
ingarrými fyrir unga listamenn jafnt og eldri, erlenda sem ís-
lenska. Stjórnendur Kling & Bang taka virkan þátt í
sýningarferlinu, sköpun sýningar og verka. Galleríið er til húsa
á Hverfisgötu 42. Eitt eftirminnilegasta verkefni Kling & Bang
er þegar galleríið flutti skemmtistaðinn Sirkus til Lundúna árið
2008. Skemmtistaðurinn var tekinn niður spýtu fyrir spýtu og
endurbyggður á listamessunni Frieze Art Fair. Kling & Bang
gallerí rak KlinK og BanK-listamiðstöðina í tvö ár, árin 2004 og
2005. Listamiðstöðin var í Skipholti en þar störfuðu rúmlega
130 listamenn daglega. Þrír viðburðir voru á viku þessi tvö ár.
Í KlinK og BanK varð til fjölskylda listamanna. Þeirra á meðal
eru Gjörningarklúbburinn, Ragnar Kjartansson, Davíð Þór Jóns-
son og Gabríela Friðriksdóttir.
Kling & Bang
Bakhlið „Demented Diamond“ sýningartjaldanna.