SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Qupperneq 36

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Qupperneq 36
36 12. ágúst 2012 Á dögunum lagði á fjórða tugBreta leið sína til Íslands í einskonar pílagrímsferð, í fótsporbreska myndlistarmannsins, fagurfræðingsins og rithöfundarins Willi- ams Gershoms Collingwoods (1854-1932). Collingwood ferðaðist í tíu vikur um Ís- land sumarið 1897 og málaði hér myndir af sögustöðum, sem hann gaf út á bók tveimur árum síðar. Stór hluti mynd- verkanna er nú varðveittur í Þjóðminja- safni Íslands og eru ómetanlegar heimildir um Ísland í lok 19. aldar, auk þess hvað fagurfræðilegt gildi verkanna er mikið. Pílagrímarnir eru allir félagar í Cum- berland & Westmorland Antiquarian and Arheologial Society, CWAAS, en Coll- ingwood var forseti félagsins um langt skeið og ritstýrði bókum þess og tímarit- um, nánast til dauðadags. Núverandi stjórnendur félagsins, hjónin Mike og Kate Lea, höfðu lagt mikla vinnu í und- irbúning ferðalagsins, og ritstýrðu meðal annars nýrri bók um ferðalag Coll- ingwoods hingað með bréfum hans og úrvali mynda, auk greina eftir aðstand- endur pílagrímsferðarinnar, en far- arstjórar voru þau Emily Lethbridge, starfsmaður Árnastofnunar, og Matthew Townend, sem hefur ritað bók um störf W.G. Collingwoods. Við upphaf pílagrímsferðarinnar var haldið málþing um verk Collingwoods í Þjóðminjasafni Íslands, og við það tæki- færi afhenti einn „pílagrímurinn“, Teresa Smith, Þjóðminjasafninu til varðveislu stórt landakort sem Collingwood notaði á ferð sinni hér og merkti jafn óðum inn á hvar þeir fóru yfir og hvar hann málaði. Smith er sonardóttir listamannsins. W.G. Collingwood átti fjögur börn, þrjár dætur og soninn Robin George (1889-1943), föður Teresu, en hann varð afar kunnur heimspekingur og fræðimaður á fleiri sviðum – og er án efa mun þekktari en faðir hans í dag. Stafli eftir stafla af vatnslitamyndum Teresa Smith er menntuð í Oxford eins og faðir hennar og afi. Hún lærði klassísk fræði, starfaði við forleifauppgröft og menntaði sig síðan einnig í félags- og uppeldisfræðum. Hún var um árabil deildarstjóri við Oxford-háskóla og vinnur þar enn með doktorsnemum. Þegar við sitjum í sólinni utan við Þjóð- minjasafn að lokinni afar vel lukkaðri pílagrímsferð, segist hún ekki hafa komið hingað fyrst vegna tengsla afa síns við landið, heldur til að flytja fyrirlestur á al- þjóðlegri ráðstefnu um kennslumál í Kennaraháskólanum sumarið 2006. „George eiginmaður minn kom með mér og eftir ráðstefnuna leigðum við bíl og ókum vestur á land í fjóra daga. Á þessum tíma vissi ég lítið um ferðalag W.G. hingað til lands, eða stöðu hans hér í dag. Ég hafði ekki hugmynd um að W.G. væri jafn mikilvægur í íslenskri menn- ingarsögu og ég hef síðan komist að,“ segir hún. Hún bætir við að þau hjón hafi farið í Þjóðminjasafnið og til Þingvalla og rekist á báðum stöðum á eftirgerð frægr- ar myndar Collingwoods af þinghaldi á Þingvöllum til forna. „Þá fórum við að átta okkur á því að kannski væri hann ekki gleymdur hér,“ segir hún. Í Þjóðminjasafninu var þetta sumar uppi sýning á ljósmyndum eftir Mark Watson, sem hafði keypt vel á annað hundrað verka W.G. Collingwoods úr Ís- lendsferðinni af Janet Gnosspelius, frænku Teresu Smith. Teresa komst að því að Inga Lára Baldvinsdóttir, deild- arstjóri í Þjóðminjasafninu, hefði sett sýninguna saman og hún sendi henni tölvupóst og óskaði eftir fundi. Á leiðinni út á flugvöll hittu Teresa og George Ingu Láru í geymslum safnsins. „Við vorum þar í tvo tíma með Ingu Láru og það var dásamleg upplifun. Hún sýndi okkur stafla eftir stafla af inn- römmuðum vatnslitamyndum afa míns, og líkan sem hann gerði af Þingvöllum úr pappamassa. Þarna fór ég að skilja stöðu hans hér á landi betur.“ Minning Collingwoods lifandi hér Þau Teresa og George slógust síðan í för með hóp pílagrímanna sem komu hingað á dögunum. Þá var hún búin að kynna sér Íslandskaflann í lífi afa síns vel og hafði fundið fjölda myndverka hans í dánarbúi frænku sinnar, eins og kemur fram hér til hliðar. Pílagrímarnir fóru um Vestur- og Suðurland og komu víða við þar sem Collingwood hafði málað. Fararstjórarnir héldu fyrirlestra, meðal annars um ferðalag listamannsins og annarra Ís- landsferðalanga á 19. öld, svo sem Willi- ams Morris, og um Íslendingasögurnar sem alls staðar voru miðdepill. Í Stykk- ishólmi bauð Rakel Oslen pílagrímum til endurgerðar „al-fresco“ veislu sem kaupmen þar í bæ héldu Collingwood og Jóni Stefánssyni ferðafélaga hans á sínum tíma, og kirkjunni á Borg á Mýrum, þar sem er einstæð altaristafla eftir Coll- ingwood, upplýsti Teresa ferðafélagana um það hverjir væru á myndinni; börnin sem þar má sjá eru tvær dætur málarans og faðir hennar, Robin George. „Þessi ferð var gríðarlega skemmtileg; upplifunin hefur öll verið yndisleg!“ seg- ir Teresa og breitt brosið segir sitt. „Það var svo gaman að hitta allt þetta áhuga- sama fólk í hópnum og allir sem við hitt- um hér voru svo vinsamlegir og gjaf- mildir. Og það að finna hvað minning Collingwoods er lifandi hér, og hvað framlag hans til menningarinnar er talið mikils vert, hreyfði afskaplega mikið við mér. Og að fá að fara upp að altaristöfl- unni á Borg ásamt sóknarprestinum, Þorbirni Hlyni Árnasyni, var einstök upplifun. Þar sagði ég frá börnunum á Fann fjölda mynda eftir Collingwood Teresa Smith segir merkilegt að upplifa hvað minning afa hennar, myndlistarmannsins W.G. Collingwoods, er sterk hér á landi. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á tíu vikna ferðalagi sínu um Ísland sum- arið 1897 málaði William Gershom Coll- ingwood um 300 til 330 vatnslitamyndir, einkum af stöðum sem koma fyrir í Íslend- ingasögunum. Eftir heimkomuna hélt hann þrisvar sinnum sýningar á úrvali verkanna en seldi aðeins nokkur. Áður en hann afhenti kaupendum myndirnar virðist hann hafa gert eftirmynd fyrir sig. Eftir heimkomuna hóf Collingwood að vinna að bók um sögustaðina ásamt ferðafélaga sínum, dr. Jóni Stefánssyni. Þurfti Collingwood að endurgera þorra myndanna í bókinni í svarthvítu, því ein- ungis var unnt að prenta 13 litmyndir, sök- um þess hve dýrt það var, en hinsvegar eru 146 svarthvítar myndir í bókinni A Pilgrimage to the Saga-Steads of Iceland, sem kom út árið 1899 í 500 eintökum. Enski Íslandsvinurinn Mark Watson keypti stóran hluta vatnslitamynda Coll- ingwoods frá Íslandsferðinni af Janet Gnosspelius, dótturdóttur listamannsins, og gaf íslensku þjóðinni árið 1964. Alls af- henti hann Þjóðminjasafni Íslands 163 myndir og hefur verið sagt að Gnosspelius héldi einungis nokkrum eftir fyrir sig. Þá fundust 38 til í dánarbúi rithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna, í Þýskalandi og eru þær einnig varðveittar í Þjóðminja- safninu, auk nokkurra mynda sem Coll- ingwood gaf fólki hér á landi. Á liðnum árum hafa menn reynt að grennslast fyrir um það hvar afgangur myndanna frá sumrinu 1897 sé niður kom- inn, auk meginþorra svarthvítu endurgerð- anna. Nokkrar hafa fundist í einkaeigu, hér og í Danmörku. Þá hafa fáeinar ratað á uppboð erlendis. Loks eru 38 myndir, bæði fummyndir og eftirgerðir listamannsins í lit og svarthvítu, með dagbókum hans í skjalasafni á Englandi. En hvar skyldu ein- hverjir tugir vatnslitamynda, meðal ann- ars af sumum kunnustu sögustöðunum, og meginþorri svarthvítu endurgerðanna, vera niður kominn? Við þeirri spurningu fundust fá svör – þar til í liðnum mánuði. „Frænka mín Janes Gnosspelius lést fyrir tveimur árum og eftir andlát hennar báðu lögmennirnir mig um að fara í gegn- um eigur hennar og flokka þær eins og erfðaskráin mælir fyrir um,“ segir Teresa Smith. Gnosspelius bjó í litlu húsi í Liver- pool, þar sem hún starfaði sem arkitekt. Allrahanda gögnum um William Gershom Collingwood ánafnaði hún The Coll- ingwood Society í Cardiff í Wales. Það er helgað minningu og verkum sonar lista- mannsins, heimspekingsins kunna Robin George Collingwoods, en hann var faðir Teresu Smith. „Stór hluti skjala um W.G. afa minn er því nú í Cardiff. Þau hafa verið forflokkuð en enn er mikil vinna eftir. Þar er til dæmis nokkuð af gögnum frá Íslandsferðinni og dagbækur konu hans.“ Meðal þess sem Gnosspelius mælti fyrr um að skyldi sent til Cardiff var lokuð stór „Í möppunni er einnig bunki af svart- hvítu myndunum sem hann gerði“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.