SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Page 38

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Page 38
38 12. ágúst 2012 Flutningaskipið Víkartindur strandaði 5. mars 1997 skammtaustan Þjórsárósa. Liðsmenn Landhelgisgæslunnar unnuþrekvirki þegar þeir björguðu 19 skipverjum Víkartinds.Skipverjarnir voru hífðir um borð í þyrlu Landhelgisgæsl- unnar TF-Líf. Um hálftíma tók að hífa skipverjana um borð og voru þeir fluttir í land í einni ferð. Aðstæður voru afar erfiðar á vettvangi, vindur hvass og haglél. Að sögn Benónýs Ásgrímssonar var vindátt hagstæð sem hjálpaði mjög við björgunaraðgerðir þyrlunnar. Til marks um veðurofsann sáu björgunarmenn í landi ekki þegar skip- verjarnir nítján voru hífðir í land þrátt fyrir að skipið væri aðeins 100-150 metra frá landi. Að auki voru þyrlur varnarliðsins kallaðar til aðstoðar en þær komust ekki á loft vegna veðurs. „Það er hæpið að björgunarsveitir í landi hefðu komið mönnunum í land án þyrlunnar, fyrr en skipið rak að landi. Þyrlan sannaði sig með glæsibrag,“ sagði Jón Hermannsson, svæðisstjóri björgunar- aðgerða, í samtali við Morgunblaðið 6. mars 1997.Gífurlegt rusl safnaðist saman í fjörunni við strandstað Víkartinds. Hreinsunarstarf tók 14 mánuði. Morgunblaðið/Rax Myndasafnið 7. mars 1997 Víkartindur strandar Einn umtalaðasti einstaklingur í heimi um þessar mundir er án efaspretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku. Ekki nóg með að verafyrsti einstaklingurinn til að eiga bæði heimsmetið í 100 og 200metra spretthlaupi heldur á hann einnig heimsmetið, ásamt lönd- um sínum, í 4x100 metra spretthlaupi. Hann hefur auk þess hlotið ógrynni viðurkenninga og er að mati SportsPro einn verðmætasti íþróttamaður í heimi. Usain St. Leo Bolt fæddist 21. ágúst árið 1986 í smábænum Trelawny á Ja- maíku. Íþróttir heilluðu kappann snemma en það voru aðallega fótbolti og krikket sem höfðuðu til hans. Reyndari menn gerðu hvað þeir gátu til að koma honum í spretthlaupið, enda hæfileikarnir auðséðir, en Bolt þráaðist við. Það var ekki fyrr en krikketþjálfarinn hans sagði honum að taka upp spretthlaupið að hann lét undan. Fyrrverandi spretthlauparinn Pablo McNeil hóf að þjálfa drenginn og gerði það allt til ársins 2004. Þó svo Bolt og McNeil hefðu búið yfir ein- stöku sambandi þá lék ekki alltaf allt í lyndi á milli þeirra. McNeil lýsti meðal annars yfir óánægju sinni með metnaðarleysi Bolts þegar kom að spretthlaupi. Honum var einnig einkar illa við þann húmor sem alltaf hefur fylgt Bolt, hann vildi að Bolt hætti öllum kjánaskap og einbeitti sér að íþróttinni. Þeir voru þó einkar góðir vinir og að sögn var það mikill missir fyrir Bolt er McNeil lést á síðasta ári Fimmtán ára að aldri var hann orðinn 196 sentímetrar á hæð og stóð jafnöldrum sínum mun framar hvað varðaði styrk og hraða. Fyrrverandi forsætisráðherra Jamaíku, P. J. Patterson, kom auga á hæfileika drengsins og kom því í kring að dreng- urinn skyldi fluttur til Kingston svo hann gæti æft við bestu aðstæður. Bolt fór fljótt að vekja athygli utan landstein- anna og varð meðal annars heimsmeistari ungmenna. Bolt bauðst að fara í nokkra háskóla í Bandaríkjunum en þvertók fyrir það allt og fullyrti að hann myndi að- eins æfa í Jamaíka og sú varð raunin. Þjálfarar Bolts vildu beina allri athygli hans að lengri vegalengdum og sögðu honum að hann mætti hefja 100 metra spretthlaup ef hann slægi 200 metra landsmetið í Usain Bolt er af mörgum talinn einn besti íþróttamaður allra tíma. Hann á nokkur heimsmet og er talinn sprettharðasti maður sem stigið hefur fæti á þessa jörð. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Hraðasti mað- ur frá upphafi Frægð og furður Bolt tryggði sér bæði gull í 100 og 200 metra spretthlaupi á Ólympíu- leikunum í Lundúnum. Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.