SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Qupperneq 41
12. ágúst 2012 41 LÁRÉTT 1. Ekki gott er fyrir kind að vera fánýt. (8) 4. Rusl sem kemur af því að sigla á fullri á ferð verður hluti af erfiðri viðureign. (9) 8. Skógardýr tapa ró út af móðu. (7) 9. Húsdýr skeri fyrir námsmann. (7) 12. Nemandi sem er frekur í kennslustund? (10) 14. Skipi upp á fætur. (9) 15. Sú sem er hrædd við yfirnáttúrulegar verur er sú sem vaknar oft. (8) 16. Þjóta með sorg. (4) 17. Iðgjaldahækkanir eru á mörkum þess. (7) 18. Að horfa á Norðurland aftur og einu sinni enn. (9) 21. Bragur á námsstofnun byggir á rituðu máli. (10) 26. Færar í suðri út af klaka. (8) 27. Yfirlýsing um skilning á sögupersónu er bil á blaði. (8) 28. Tómhentur er þó nokkuð auk álfta. (8) 30. Þokkalegast ryk leggst einfalt á línu. (8) 31. Logi sem er líkamshluti dreka? (8) 32. Kólni skítur og samansaumaðar sem eru erlend- ar. (13) 34. Sjá lasna með þrælasölu sem er ekki rétt. (6) 35. Með N1 ýlið að byrjenda. (6) 36. Kostnaðarsama upplýsi með vísindagrein. (9) LÓÐRÉTT 1. Erlend ungfrú hjarir hjá þeim sem eru ekki eins. (9) 2. Létum ref í efni. (6) 3. Rugla egg ískyggilegar. (8) 5. Dyr sem skapar gróða í bókhaldi. (9) 6. Minnast bolla sem er gerður úr grjótinu. (12) 7. Er Bítill í að finna goð? (7) 10. Kný bát með sögupersónu og orðagjálfrinu. (5) 11. Tunga Unnar Bjarklind er hefur falda merkingu. (8) 13. Með ekkann og ópi heyrist í leikfangi. (7) 19. Planta heldur á djöflinum. (9) 20. Smágallar finnast einhvern veginn hjá ungum. (9) 21. Undarlegir skurðir með fyrsta flokks grasi valda geðræna vandanum. (9) 22. Handverksmenn í viðhaldi eru höfundar. (10) 23. Drepur ábreiðan með andlega háskanum. (10) 24. Les að óhræsi meiddi afrískar. (10) 25. Fljóthuga verður sterkari við að þreytast mikið. (9) 29. Áritast einhvern veginn fyrir ánægðari. (7) 33. Snudda í lækningaaðferð. (4) Verðlaun eru veitt fyrir kross- gátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 12. ágúst rennur út á hádegi 17. ágúst. Nafn vinningshafans birtist í Sunnudagsmogganum 19. ágúst. Vinn- ingshafi krossgátunnar 5. ágúst er Brynjólfur Magnússon, Lynghaga 2, Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Um þessar mundir eru 25 ár lið- in frá sigri Jóhanns Hjartarsonar á millisvæðamótinu í Szirak í Ungverjalandi sem margir telja mesta mótasigur íslensks skák- manns. Samanburður við afrek Friðriks Ólafssonar frá milli- svæðamótinu í Portoroz 1958 er ekki einfaldur vegna þess að ár- ið 1987 fóru fram þrjú milli- svæðamót í stað eins. Tafl- mennska Friðriks var glæsileg og greinarhöfundur hefur lengi verið á þeirri skoðun að hann hafi teflt best allra keppendaog að einungis klaufaskapur gegn minni spámönnunum og tíma- skortur í unnu hróksendatafli gegn sigurvegaranum Tal hafi komið í veg fyrir hærra sæti. Jó- hann varð efstur ásamt Valeri Salov en neðar á töflunum komu nafntogaðir meistarar á borð við Beljavskí, Portisch, Ljubojevic og Nunn. Hann tapaði einni skák í 17 umferðum og hlaut 12 ½ vinning. Engin ástæða til að hafa önnur orð um taflmennsku hans en þau sem Tal lét falla í samtali við undirritaðan, að hún hafi verið frábær. Það var eins og reynsla liðinna missera gagn- aðist honum í hvívetna; t.d. vann hann auðveldan sigur gegn Englendingnum Flear og gat þar nýtt sér reynslu af móti í Moskvu nokkrum vikum fyrr, stutt skák gegn Karli Þorsteins í Skákkeppni stofnana veturinn 199́87 virtist hafa veitt honum þann innblástur sem dugði þeg- ar hann atti kappi við Larry Christiansen. Þá var sigur Jó- hanns yfir Ljubojevic í 12. um- ferð afar mikilvægur. Júgóslav- inn hafði verið með á millisvæðamótum allar götur síðan í Petropolis árið 1973. Aft- ur biðu hans vonbrigði í Szirak: Lubomir Ljubojevic – Jóhann Hjartarson Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. a4 Óvenjulegur leikur á þessum tíma en Ljubojevic fór yfirleitt sínar eigin leiðir í byrjunum. Leikurinn hafði dugað honum til sigurs gegn Karpov á Ólymp- íumótinu í Dubai 1986. 9. … Bd7 Karpov lék 9. … Bg4 í fyrr- nefndri skák en Jóhann velur sömu leið og Beljavskí hafði gert gegn Ljubojevic fyrr í mótinu. 10. d4 h6 11. Rbd2 He8 12. d5 Eðlilegara er 12. Rf1 o.s.frv. 12. … Ra5 13. Bc2 c6! 14. b4 Rc4 15. Rxc4 bxc4 16. dxc6 Bxc6 17. De2 Hc8 18. Bd2 Bf8 19. Had1 Bb7 20. Rh4 g6 21. a5 Bg7 22. Rf3 Dc7 23. Be3 d5! Með þessum leik hrifsar svartur til sín frumkvæðið enda hefur taflmennska hvíts, t.a.m. Rh4 og aftur – Rf3 verið ómark- viss. 24. Bb6 Dc6 25. Rd2 d4! 26. cxd4 exd4 27. Bxd4 c3 28. Rf1 Rxe4 29. Df3 Betra var 29. Bxg7 en Ljuboj- evic gast ekki að 29. … Rg3! sem þó er hægt að svara með 30 Df3. 29. … Rd2! Kraftmikill leikur sem gerir stöðu svarts afar erfiða. 30. Hxe8 Hxe8 31. Dxc6 Bxc6 32. Bxg7 Kxg7 33. Re3 Hb8! Eftir þennan leik verður stöðu hvíts ekki bjargað. 34. Hc1 Hxb4 35. Rd1 Hg4 36. g3 Rf3 37. Kf1 Bb5 38. Kg2 Re1 39. Kg1 Rxc2 40. Hxc2 Ba4 41. Hc1 Bxd1 42. Hxd1 c2 43. Hc1 Hc4 44. Kf1 Kf6 Að lokum er það betri kóngs- staða sem gerir útslagið. 45. Ke2 Ke5 46. Kd2 Kd4 47. h4 h5 48. f3 f6 49. Hxc2 Hxc2 50. Kxc2 Kc4 51. g4 f5 52. gxh5 gxh5 53. Kd2 f4 54. Kc2 Kb4 55. Kd3 Kxa5 56. Ke4 Kb4 57. Kxf4 - og Ljubojevic gafst upp um leið. Framhaldið gæti orðið 57. … a5 58. Ke3 Kc3! 59. f4 a4 60. f5 a3 61. f6 a2 62. f7 a1(D) 63. f8(D) De1+ ásamt Df1+ og hvíta drottningin fellur. 25 ár frá afreki Jóhanns í Szirak Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta Helgi Ólafsson helol@simnet.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.