Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 56

Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 56
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Myndir birtar af Katrínu berbrjósta 2. Étin lifandi af tófum 3. Vilhjálmur Bretaprins ævareiður 4. Rothögg fyrir bílaleigur  Sigurvegarar Busoni-píanókeppn- innar á Ítalíu, Antonii Baryschevskyi, Anna Bukina og Tatiana Chernichka, koma fram á tónleikum í Norðurljós- um í Hörpu 22. október nk. kl. 20. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Víkingur Heiðar Ólafsson. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Beet- hoven, Schumann og Mussorgsky. Morgunblaðið/Kristinn Sigurvegarar píanó- keppni leika í Hörpu  Benedikt Kristjánsson tenór og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda tónleika í Selinu á Stokkalæk á morgun kl. 16. Á tónleikunum munu þeir flytja lög eftir Hugo Wolf og Franz Schu- bert auk ís- lenskra söng- laga. Veitingar verða í boði. Benedikt og Kristinn í Selinu á Stokkalæk  ASA-tríó kemur fram í dag á sjö- undu tónleikum djasstónleikarað- ar veitingastað- arins Munnhörp- unnar í Hörpu og hefjast þeir kl. 15. Tríóið er skipað gítarleikaranum Andrési Þór Gunnlaugssyni, org- elleikaranum Agnari Má Magnússyni og trommuleikaranum Scott McLe- more. Tríóið mun m.a. flytja eigin út- setningar á lögum eftir Thelonious Monk. Aðgangur er ókeypis. ASA-tríó leikur á Munnhörpunni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í norðan 3-8, fyrst norðantil. Dálítil rigning eða slydda, en styttir upp á sunnanverðu landinu eftir hádegi. Hiti 1 til 10 stig, mildast S-lands. Á sunnudag Norðan og norðvestan 8-13 m/s. Rigning eða slydda n-til á landinu, einkum við ströndina, en léttir til S-lands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, mildast syðst. Á mánudag Norðvestan 10-15 m/s, en hægari vestast. Bjartviðri S- og V-lands, en rign- ing á NA-verðu landinu og slydda eða snjókoma í innsveitum. Hiti breytist lítið. Haukar unnu HC Mojkovac, 32:12, í fyrri leik liðanna í 1. umferð EHF- keppninnar í handbolta á Ásvöllum í gærkvöldi en svartfellska liðið var eitt það slakasta sem hingað hefur komið til lands. Það er aðeins forms- atriði fyrir Hauka að klára einvígið í dag og koma sér í 2. umferð keppn- innar. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 13 mörk fyrir Hauka. »2 Seinni leikurinn forms- atriði fyrir Haukana „Ég er svona hægt og bítandi að átta mig á þessu,“ sagði kylfing- urinn Ragnar Már Garð- arsson úr Golfklúbbnum GKG við Morgunblaðið í gær en hann gerði sér lít- ið fyrir og sigraði á Duke of York-golfmótinu sem lauk í Skotlandi í fyrra- dag. Mótið er eitt allra sterkasta unglingamót í heimi. »1 Hægt og bítandi að átta mig „Þetta er búið að vera eitt allsherjar- leiðindasumar uppi í stúku, að sitja þar og horfa á Selfossliðið spila eftir að hafa hjálpað því upp í Pepsi- deildina í fyrra,“ segir Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður knatt- spyrnuliðs Selfyssinga undanfarin ár. Hann hefur misst af öllu tímabilinu vegna meiðsla, sem virtust smávægi- leg, en hann er nýbúinn að fá rétta greiningu og stefnir nú fullum fetum á næsta sumar. »3 Allsherjarleiðinda- sumar í stúkunni Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Ég hef aðgang að góðri ráðgjöf og mörgum eyrum sem eru tilbúin að hlusta. Það er enginn skortur á fólki sem er tilbúið að vera mér innan handar,“ segir Sunna Dóra Möller sem á morgun verður vígð til prests í Akureyrarkirkju. Þar með verða fimm þjónandi prestar innan fjölskyldunnar. Bolli Pétur Bollason, eiginmaður hennar, er sóknarprestur í Lauf- ási, mágkonur Sunnu, þær Hildur Eir og Jóna Hrönn, starfa einnig sem prestar og þá er svili Sunnu, Bjarni Karlsson, einnig prestur. Þá var tengdafaðir Sunnu, Bolli Gúst- avsson heitinn, prestur í Laufási og síðar vígslubiskup á Hólum. Sunna neitar því ekki að mikið sé rætt um guðfræði og málefni kirkjunnar í fjölskylduboðum. „Fjölskyldan liggur ekkert á skoð- unum sínum enda oft verið áber- andi í umræðunni þegar kirkjumál ber á góma. Þau eru lifandi og skemmtileg og mér finnst ég lán- söm að vera hluti af þessari fjöl- skyldu,“ segir Sunna. Kyndir undir áhuganum Hún segist þó ekki rekja áhuga sinn á guðfræði alfarið til Bolla og fjölskyldu hans, sjálf hafi hún allt- af verið trúuð og sótt kirkju frá unga aldri. Hún hafi fengið trúar- legt uppeldi og nefnir afabróður sinn, Stefán Snævarr, sem hafi verið sóknarprestur á Dalvík, og föður hans, Valdimar Snævarr, mikið sálmaskáld. Leiðir Bolla og Sunnu lágu saman í guðfræðideild háskólans en hún segist þó ekki hafa verið ákveðin í að verða prestur þá heldur hafi frekar haft áhuga á fræðistörfum. Sunna viðurkennir að preststörf Bolla og tengdafjölskyldu hennar hafi kynt undir áhuga hennar. „Ég get ekki neitað því að áhuginn kemur heil- mikið úr þessari átt, það er í raun og veru ákveðinn lífsstíll að vera í kirkjunni.“ Sunna og Bolli eiga tvær dætur, tíu og tólf ára, og átján ára strák. Aðspurð hvort þrýstingur sé á þau að halda í hefðina og gerast prest- ar svarar Sunna því neitandi. „Þau hafa sitt val, það er alls engin pressa. Sigrún dóttir mín sagði mér reyndar í vetur að hún vildi verða prestur. En ég held að ekk- ert barn verði ósnortið af því að alast upp í slíku umhverfi og þeim lífsstíl sem fylgir því að búa á prestsheimili,“ segir Sunna að lok- um. Lífsstíll að vera í kirkjunni  Fimm þjónandi prestar í sömu fjölskyldunni Samtaka Sunna Dóra verður vígð til prests á morgun en eiginmaður hennar, Bolli Pétur, er sóknarprestur í Laufási. Vígsla Sunnu Dóru er fyrsta prest- vígsla nýkjörins vígslubiskups á Hólum, sr. Solveigar Láru Guð- mundsdóttur. Vígslan er öllum opin og fer fram kl. 16 á morgun í Hóladómkirkju. Vígsluvottar verða eigin- maður og mágkonur Sunnu, þau sr. Bolli Pétur Bolla- son, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Hild- ur Eir Bolladóttir, svili hennar, sr. Bjarni Karlsson, og Svavar Alfreð Jónsson, sóknar- prestur í Akureyrarkirkju. „Prestvígsla er almennt mjög hátíðleg athöfn. Þetta er líka mín fyrsta prestvígsla og það er mjög ánægjulegt að fá að taka þátt í þessari athöfn þegar svona stór hluti þessarar stórkostlegu fjöl- skyldu er samankominn sem vígsluvottar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup. Fjölskyldan tekur þátt í vígslu PRESTVÍGSLA Í HÓLADÓMKIRKJU Á MORGUN Solveig Lára Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.