Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Myndir birtar af Katrínu berbrjósta 2. Étin lifandi af tófum 3. Vilhjálmur Bretaprins ævareiður 4. Rothögg fyrir bílaleigur  Sigurvegarar Busoni-píanókeppn- innar á Ítalíu, Antonii Baryschevskyi, Anna Bukina og Tatiana Chernichka, koma fram á tónleikum í Norðurljós- um í Hörpu 22. október nk. kl. 20. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Víkingur Heiðar Ólafsson. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Beet- hoven, Schumann og Mussorgsky. Morgunblaðið/Kristinn Sigurvegarar píanó- keppni leika í Hörpu  Benedikt Kristjánsson tenór og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda tónleika í Selinu á Stokkalæk á morgun kl. 16. Á tónleikunum munu þeir flytja lög eftir Hugo Wolf og Franz Schu- bert auk ís- lenskra söng- laga. Veitingar verða í boði. Benedikt og Kristinn í Selinu á Stokkalæk  ASA-tríó kemur fram í dag á sjö- undu tónleikum djasstónleikarað- ar veitingastað- arins Munnhörp- unnar í Hörpu og hefjast þeir kl. 15. Tríóið er skipað gítarleikaranum Andrési Þór Gunnlaugssyni, org- elleikaranum Agnari Má Magnússyni og trommuleikaranum Scott McLe- more. Tríóið mun m.a. flytja eigin út- setningar á lögum eftir Thelonious Monk. Aðgangur er ókeypis. ASA-tríó leikur á Munnhörpunni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í norðan 3-8, fyrst norðantil. Dálítil rigning eða slydda, en styttir upp á sunnanverðu landinu eftir hádegi. Hiti 1 til 10 stig, mildast S-lands. Á sunnudag Norðan og norðvestan 8-13 m/s. Rigning eða slydda n-til á landinu, einkum við ströndina, en léttir til S-lands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, mildast syðst. Á mánudag Norðvestan 10-15 m/s, en hægari vestast. Bjartviðri S- og V-lands, en rign- ing á NA-verðu landinu og slydda eða snjókoma í innsveitum. Hiti breytist lítið. Haukar unnu HC Mojkovac, 32:12, í fyrri leik liðanna í 1. umferð EHF- keppninnar í handbolta á Ásvöllum í gærkvöldi en svartfellska liðið var eitt það slakasta sem hingað hefur komið til lands. Það er aðeins forms- atriði fyrir Hauka að klára einvígið í dag og koma sér í 2. umferð keppn- innar. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 13 mörk fyrir Hauka. »2 Seinni leikurinn forms- atriði fyrir Haukana „Ég er svona hægt og bítandi að átta mig á þessu,“ sagði kylfing- urinn Ragnar Már Garð- arsson úr Golfklúbbnum GKG við Morgunblaðið í gær en hann gerði sér lít- ið fyrir og sigraði á Duke of York-golfmótinu sem lauk í Skotlandi í fyrra- dag. Mótið er eitt allra sterkasta unglingamót í heimi. »1 Hægt og bítandi að átta mig „Þetta er búið að vera eitt allsherjar- leiðindasumar uppi í stúku, að sitja þar og horfa á Selfossliðið spila eftir að hafa hjálpað því upp í Pepsi- deildina í fyrra,“ segir Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður knatt- spyrnuliðs Selfyssinga undanfarin ár. Hann hefur misst af öllu tímabilinu vegna meiðsla, sem virtust smávægi- leg, en hann er nýbúinn að fá rétta greiningu og stefnir nú fullum fetum á næsta sumar. »3 Allsherjarleiðinda- sumar í stúkunni Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Ég hef aðgang að góðri ráðgjöf og mörgum eyrum sem eru tilbúin að hlusta. Það er enginn skortur á fólki sem er tilbúið að vera mér innan handar,“ segir Sunna Dóra Möller sem á morgun verður vígð til prests í Akureyrarkirkju. Þar með verða fimm þjónandi prestar innan fjölskyldunnar. Bolli Pétur Bollason, eiginmaður hennar, er sóknarprestur í Lauf- ási, mágkonur Sunnu, þær Hildur Eir og Jóna Hrönn, starfa einnig sem prestar og þá er svili Sunnu, Bjarni Karlsson, einnig prestur. Þá var tengdafaðir Sunnu, Bolli Gúst- avsson heitinn, prestur í Laufási og síðar vígslubiskup á Hólum. Sunna neitar því ekki að mikið sé rætt um guðfræði og málefni kirkjunnar í fjölskylduboðum. „Fjölskyldan liggur ekkert á skoð- unum sínum enda oft verið áber- andi í umræðunni þegar kirkjumál ber á góma. Þau eru lifandi og skemmtileg og mér finnst ég lán- söm að vera hluti af þessari fjöl- skyldu,“ segir Sunna. Kyndir undir áhuganum Hún segist þó ekki rekja áhuga sinn á guðfræði alfarið til Bolla og fjölskyldu hans, sjálf hafi hún allt- af verið trúuð og sótt kirkju frá unga aldri. Hún hafi fengið trúar- legt uppeldi og nefnir afabróður sinn, Stefán Snævarr, sem hafi verið sóknarprestur á Dalvík, og föður hans, Valdimar Snævarr, mikið sálmaskáld. Leiðir Bolla og Sunnu lágu saman í guðfræðideild háskólans en hún segist þó ekki hafa verið ákveðin í að verða prestur þá heldur hafi frekar haft áhuga á fræðistörfum. Sunna viðurkennir að preststörf Bolla og tengdafjölskyldu hennar hafi kynt undir áhuga hennar. „Ég get ekki neitað því að áhuginn kemur heil- mikið úr þessari átt, það er í raun og veru ákveðinn lífsstíll að vera í kirkjunni.“ Sunna og Bolli eiga tvær dætur, tíu og tólf ára, og átján ára strák. Aðspurð hvort þrýstingur sé á þau að halda í hefðina og gerast prest- ar svarar Sunna því neitandi. „Þau hafa sitt val, það er alls engin pressa. Sigrún dóttir mín sagði mér reyndar í vetur að hún vildi verða prestur. En ég held að ekk- ert barn verði ósnortið af því að alast upp í slíku umhverfi og þeim lífsstíl sem fylgir því að búa á prestsheimili,“ segir Sunna að lok- um. Lífsstíll að vera í kirkjunni  Fimm þjónandi prestar í sömu fjölskyldunni Samtaka Sunna Dóra verður vígð til prests á morgun en eiginmaður hennar, Bolli Pétur, er sóknarprestur í Laufási. Vígsla Sunnu Dóru er fyrsta prest- vígsla nýkjörins vígslubiskups á Hólum, sr. Solveigar Láru Guð- mundsdóttur. Vígslan er öllum opin og fer fram kl. 16 á morgun í Hóladómkirkju. Vígsluvottar verða eigin- maður og mágkonur Sunnu, þau sr. Bolli Pétur Bolla- son, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Hild- ur Eir Bolladóttir, svili hennar, sr. Bjarni Karlsson, og Svavar Alfreð Jónsson, sóknar- prestur í Akureyrarkirkju. „Prestvígsla er almennt mjög hátíðleg athöfn. Þetta er líka mín fyrsta prestvígsla og það er mjög ánægjulegt að fá að taka þátt í þessari athöfn þegar svona stór hluti þessarar stórkostlegu fjöl- skyldu er samankominn sem vígsluvottar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup. Fjölskyldan tekur þátt í vígslu PRESTVÍGSLA Í HÓLADÓMKIRKJU Á MORGUN Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.