Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmenna- og tómstundabúðir Ung- mennafélags Íslands að Laugum í Sælings- dal hafa verið starfræktar frá 2005 og hef- ur aðsókn að búðunum vaxið jafnt og þétt frá upphafi. Það eru nemendur í 9. bekk í grunnskólum landsins sem sótt hafa búð- irnar og hin síðustu ár hafa vel á annað þúsund nemendur komið þangað á hverju ári. Anna Margrét Tómasdóttir, sem er for- stöðumaður ungmennabúðanna, segir búðirnar hafa fest sig í sessi og að mikil og góð reynslan sé nú þegar komin á þetta starf. Sömu skólarnir koma aftur og aftur „Þátttakan er góð og hefur tekið kipp upp á við eftir hrun. Mér sýnist á öllu að um 1600 nemendur muni koma til okkar á þessum vetri. Langflestar vikur í vetur eru bókaðar en aðeins er eitthvað óbókað í maí. Það fer mjög gott orð af þessu starfi og skólarnir eru mjög ánægðir með veruna. Sömu skólarnir koma aftur og aftur. Svo eru alltaf nýir skólar að mæta en Álfhóls- skóli í Kópavogi var að koma til okkar núna í fyrsta skipti. Nokkrir skólar hafa komið hingað árlega frá stofnun búðanna. Stærstu hóparnir koma af Stór-Reykjavíkur- Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal: Innra starfið verður öflugra og betra með hverju árinu svæðinu og af Vesturlandi en Hornfirðing- arnir hafa komið frá upphafi. Vestfirðingar eru núna að detta inn og má í því sambandi nefna Patreksfirðinga og Tálknfirðinga,“ sagði Anna Margrét. Aðstaðan er alltaf að batna – Nú hafa búðirnar verið starfræktar í sjö ár. Hvað finnst þér hafa breyst á þessum tíma? „Innra starfið verður öflugra og betra með hverju árinu. Krakkarnir vita betur út á hvað þetta gengur þegar þau koma og aðstað- an er alltaf að batna. Við settum upp leikja- garð utandyra á síðasta ári og hann nýtur mikilla vinsælda. Við getum fyrir vikið kennt meira úti við og verið með verkefni því samfara í frjálsa tímanum. Þegar snjór er yfir öllu gagnast leikjagarðurinn ekki sem skyldi en alla jafna hefur hann nýst okkur vel.“ Þegar Anna Margrét er spurð hvort ekki hafi verið full þörf fyrir svona búðir segir hún þær sannarlega eiga fullan rétt á sér. „Búðirnar eru mikil styrking fyrir nem- endurna á allan hátt. Þær bjóða upp á svo margt uppbyggilegt efni þannig að þetta gerir bara öllum gott sem hingað koma. Krakkar í dag verða sífellt háðari tölvum og símum og það hefur svo sannarlega færst í vöxt eftir að búðirnar hófu göngu sína. Á meðan krakkarnir dvelja í ung- mennabúðunum eru þau algjörlega laus við þetta. Mér finnst mikill kostur að þau geti alveg kúplað sig frá því og í staðinn átt mannleg samskipti hvert við annað,“ segir Anna Margrét. Hún sagði að þegar væru farnar að berast pantanir frá skólum fyrir næsta vetur. „Við erum nú þegar búin að taka niður fimm hundruð pantanir fyrir næsta vetur. Það er um að gera fyrir skólana að panta tímanlega,“ sagði Anna Margrét Tómas- dóttir í samtalinu við Skinfaxa. Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður ungmenna- og tómstundabúð- anna, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, á fundi sem haldinn var að Laugum. Nemendur úr Álfhólsskóla í Kópavogi sem dvöldu í Ungmenna- og tóm- stundabúðunum að Laugum. isnic Internet á Íslandi hf.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.