Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 21
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21 Yfir 340 keppendur voru skráðir til leiks, frá 19 félögum og samböndum, á Meistaramót Íslands 11–14 ára sem fram fór í Frjálsíþrótta- höllinni í Laugardal helgina 25.–26. febrúar sl. Fjölmennasta sveitin kom frá ÍR en hún var með yfir 60 keppendur skráða til leiks. HSK/Selfoss, Breiðablik og FH voru einnig með fjölmennar sveitir, alls um 30–40 kepp- endur hvert félag. Góð þátttaka var ennfrem- Eiríkur Árni Árnason varð í 2. sæti í 200 m hlaupi 18–19 ára á 24,41 sek. HSÞ átti átta keppendur á mótinu og stóðu þeir sig vel. Auður Gauksdóttir varð Íslands- meistari í hástökki með stökki upp á 1,61 m og varð í þriðja sæti í kúluvarpi. Elvar Baldvinsson varð Íslandsmeistari í 60 m grindahlaupi en það hljóp hann á 9,01 sek. Hann varð svo annar í hástökki, annar í kúluvarpi og þriðji í langstökki. Brynjar Örn Arnarson varð annar í 60 m, 200 m og 60 m grindahlaupi. Dagbjört Ingvarsdóttir varð önnur í lang- stökki og fimmta í 60 m grindahlaupi. Freyþór Hrafn Harðarson varð 3. í hástökki, 4. í langstökki og 5. í 60 m grindahlaupi. Snæþór Aðalsteinsson varð 3. af þremur keppendum í 3000 m hlaupi en þar keppti hann í flokki 20–22 ára. Hann keppti auk þess í 1500 m hlaupi þar sem hann varð í 4. sæti. Hjörvar Gunnarsson bætti sig töluvert í 800 m hlaupi þar sem hann varð í 5. sæti. Kristín Kjartansdóttir varð í 6. sæti í lang- stökki. Helga Guðný Elíasdóttir og Ingvar Hjartar- son úr Fjölni urðu Íslandsmeistarar í flokki 18–19 ára. Helga hljóp 1500 m á 5:07,77 mín., um 3 sek. frá besta tíma sínum, á meðan Ingvar hljóp vegalengdina á 4:32,09 mín., tæpum 2 sek. frá besta tíma sínum. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11–14 ára: Góð þátttaka í öllum greinum ur víða af landinu, hvort sem um var að ræða að norðan, vestan, austan eða sunnan. Sem dæmi má nefna að á sjötta tug keppenda voru skráðir til leiks í langstökki 12 ára stúlkna og 46 í 60 m hlaupi í sama aldurs- flokki. 12 ára piltar fjölmenntu einnig og þar voru t.d. ríflega 40 þeirra skráðir til leiks í 60 m hlaupi. Gífurlega góð þátttaka var í ýms- um öðrum greinum, t.d. 800 m hlaupi og hástökki í flestum aldursflokkum, sem ber vott um mikla grósku í greininni. Í stigakeppninni milli félagsliðanna bar FH sigur úr býtum með 432 stig, eftir harða keppni við ÍR sem endaði í öðru sæti með 422 stig og í þriðja sæti varð HSK/Selfoss með 336 stig. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15–22 ára:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.