Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Töluverð vakning er í frjálsum íþróttum í Vestmannaeyjum en keppendur frá Ung- mennafélaginu Óðni settu svip á meistara- mótin sem haldin hafa verið núna í byrjun árs. Með tilkomu knattspyrnuhallarinnar í Eyjum opnuðust ákveðnir möguleikar til að æfa inni á veturna og það hafa Eyja- menn nýtt sér til fulls. Karen Inga Ólafs- dóttir, frjálsíþróttaþjálfari í Eyjum, sagðist í spjalli við Skinfaxa hafa verið yfirþjálfari frá 18 ára aldri en hún er á 37. aldursári. Karen bjó í Danmörku og þjálfaði þar um þriggja og hálfs árs skeið, hjá klúbbi í Óðins- véum. Svo þjálfaði hún líka um tíma í Sví- þjóð og einnig hjá Breiðabliki, en fyrir þrem- ur árum fluttist hún aftur til Eyja og tók þá aftur upp þráðinn við þjálfunina þar. Njótum þess að æfa og keppa á mótum „Frjálsíþróttalíf í Eyjum er svo sannarlega að vakna til lífsins. Með bættri aðstöðu innan- húss erum við farin að standa okkur betur í tæknigreinum á mótum. Í fyrra náðum við tólf verðlaunasætum á Íslandsmótum en það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Við erum mjög bjartsýn og njótum þess að æfa og keppa á mótum,“ sagði Karen Inga. Um 50 krakkar æfa að staðaldri frjálsar íþróttir í Eyjum, langflestar greinar íþrótt- anna, og að sögn Karenar Ingu er núna verið að gera átak í því að áhugasömum verði gert kleift að æfa stangarstökk. Karen Inga Ólafsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari hjá Óðni: Ég ætla að halda ótrauð áfram Krakkar úr Óðni sem tóku þátt í Meistara- móti Íslands 10–14 ára. „Ég vinn markvisst að því sem ég tek mér fyrir hendur, krakkarnir sjá líka hvað er verið að gera fyrir þau og þetta skilar sér allt saman,“ sagði Karen Inga. Stefnum á Unglinga- landsmótið á Selfossi Þegar Inga var spurð hvort Eyjamenn ætl- uðu ekki að fara að skila sér í meira mæli á Unglingalandsmótin sagði hún alltaf erfitt að koma því við vegna þess að þau mót eru á sama tíma og þjóðhátíðin. „Það er stefnan hjá okkur að mæta til leiks á Unglingalandsmótið á Selfossi í sumar enda ekki langt fyrir okkur að fara. Okkur langar mikið til þess og foreldrar eru jákvæðir fyrir því. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn um að við mætum til leiks á Selfossi,“ sagði Karen Inga. Verðum að vera með markmið til að stefna á Hún sagði það hafa verið rætt að krakkar 13 ára og eldri færu í æfinga- og keppnis- ferð til Svíþjóðar í vor. Það myndu í kring- um 20 krakkar fara í þessa ferð ef af yrði. „Við verðum að vera með markmið til að halda krökkunum við efnið. Við erum alltaf að spá og spekúlera og móta með því framtíðina með skýrum hætti. Að hafa á stefnuskránni að mæta á Unglingalands- mót er áskorun og spennandi verkefni,“ sagði Karen Inga. Karen Inga sagði það mikla upplifun fyrir krakkana að mæta á mótin sem hald- in eru í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. „Í ár erum við að keppa við okkar eigin árangur en ekki endilega um sæti. Það eru margir krakkar að keppa í fyrsta sinn og því er spennan, tilhlökkunin og upplifun- in mikil. Krökkunum finnst umgjörðin spennandi og þau læra mikið af því að taka þátt í mótum sem þessum. Þau öðlast ennfremur reynslu og svo reynum við alltaf að brjóta upp ferðirnar með því að gera eitthvað skemmtilegt saman.“ Breytingar í vændum – Sérðu fyrir þér að áfram gangi vel í Eyjum? „Það er ekki ástæða til annars og ég ætla að halda ótrauð áfram. Við höfum keppt undir merkjum Ungmennafélagsins Óðins undan- farin 20 ár en núna gæti orðið einhver breyting í þeim efnum, þegar Óðinn hefur sameinast ÍBV. Útfærslan í þessum efnum ætti að skýrast fljótlega,“ sagði Karen Inga Ólafsdóttir í spjallinu við Skinfaxa á Meist- aramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Justin Bieber notar Proactiv® Solution - bætt útlit, betri líðan Burt með bólurnar!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.