Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 25
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Íþróttamaður UFA Uppskeruhátíð UFA fyrir árið 2011 var haldin 17. janúar sl. Íþróttamaður ársins var heiðrað- ur og veittar viðurkenningar fyrir afrek, fram- farir og ástundun. Margir iðkendur UFA náðu góðum árangri á liðnu ári og til að mynda urðu 24 iðkendur Íslandsmeistarar í einni eða fleiri greinum. Íþróttamaður UFA 2011 var valinn Bjartmar Örnuson, 800 metra hlaupari. Bjartmar varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi karla innanhúss 2011 og náði verulegri bætingu í þeirri grein á árinu en 800 m hlaupið er aðalgrein hans. Bjartmar bætti einnig árangur sinn utanhúss í 800 metra hlaupi þegar hann náði þeim glæsilega árangri að koma fjórði í mark á Evrópubikarkeppni A- landsliða, en það mót fór fram í Reykjavík síð- astliðið sumar. Bjartmar hefur sýnt nokkuð stöðugar framfarir síðustu ár og er enn í framför sem afreksíþróttamaður. Íþróttamaður og íþrótta- kona Grindavíkur Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdótt- ir voru valin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur árið 2011 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Óskar var fyrirliði og lykilmaður í knattspyrnuliði Grindavíkur í sumar og Ingibjörg Yrsa var lykilmaður bæði í körfubolta- og knattspyrnuliðum Grindavík- ur í ár. Ingibjörg fékk 81 stig af 100 möguleg- um og Óskar 79. Þetta er þriðja árið í röð sem kjörið er kynjaskipt. Sem fyrr var starf UMFG kraftmikið í ár og komu alls fjórir Íslandsmeist- aratitlar í hús og einn Norðurlandameistara- titill. UMFG og afrekssjóður Grindavíkur stóðu fyrir kjörinu. Íþróttamaður Snæfells Jón Ólafur Jónsson, eða Nonni Mæju eins og flestir þekkja hann, fékk afhent verðlaun sín sem íþróttamaður Snæfells 2011 þann 6. mars sl. Jón Ólafur hefur verið einn af burðarásum Snæfellsliðsins og er vel að þessum heiðri kominn. Íþróttakona og íþrótta- maður Mosfellsbæjar Telma Rut Frímannsdóttir, karatekona úr Aftur- eldingu, og Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr golfklúbbnum Kili, voru kjörin íþróttakona og íþróttamaður Mosfellsbæjar 2011. Viður- kenningarnar voru afhentar í hófi þann 19. janúar sl. og fengu þau 50 þúsund króna pen- ingaverðlaun hvort, samhliða heiðurstitlinum. Telma Rut var valin Íþróttakona Aftureld- ingar í þriðja sinn nú í haust. Nóg hefur verið að gera hjá Telmu í ár, hún var m.a. í 1. sæti í opnum flokki í kumite og 3. sæti í kata á Bik- armóti I, 1. sæti í opnum flokki í kumite og 3. sæti í kata á Bikarmóti II og í 1. sæti í opnum flokki í kumite á Bikarmóti III. Þá sigraði hún bæði í -61 kg og í opnum flokki á Íslandsmeist- aramóti fullorðinna í kumite og varði þannig þá titla frá árinu 2010. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Kristjáni. Hann varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í högg- leik og í þriðja sæti ásamt liði sínu í sveita- keppni GSÍ. Hann lék á Opna Luxemborgar- mótinu í sumar, sem er sterkt áhugamanna- mót, og hafnaði þar í 6. sæti. Kristján hefur sigrað á þremur háskólamótum á árinu, Grub Guðrún Gróa Þor- steinsdóttir, íþrótta- maður USVH. Fjóla Signý Hannesdóttir, íþróttamaður HSK. Mart Intercollegiate Invitational, Harold Funston Invitational og HBU Husky Invi- tational. Hann er í 697. sæti á heimslista áhugamanna, næstefstur Íslendinga. Íþróttamaður Borgarfjarðar Á íþróttahátíð Ungmennasambands Borgar- fjarðar (UMSB), sem fram fór 18. febrúar sl., var afreksfólk síðasta árs heiðrað auk þess sem tilkynnt var um val á íþróttamanni Borgar- fjarðar. Stjórn UMSB valdi að þessu sinni Bjarka Pétursson, kylfing úr Golfklúbbi Borg- arness (GB), sem íþróttamann Borgarfjarðar. Þetta er í annað sinn sem Bjarki hreppir hnossið en hann hlaut nafnbótina einnig árið á undan. Bjarki er með efnilegustu kylf- ingum landsins, fæddur árið 1994. Hann varð Íslandsmeistari unglinga 17–18 ára í höggleik og holukeppni á liðnu ári auk þess sem hann varð klúbbmeistari GB. Íþróttamaður HSK Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, var valin íþróttamaður HSK árið 2011 úr hópi rúmlega tuttugu tilnefndra íþróttamanna. Meðal helstu afreka hennar má nefna að á meistaramótum og bikar- keppnum ársins varð hún þrefaldur Íslands- meistari og fjórfaldur bikarmeistari í fullorð- insflokki í sínum sterkustu greinum, þ.e. 100 m grindahlaupi, 400 m grindahlaupi og hástökki og var í verðlaunasæti í öllum öðrum greinum sem hún keppti í á þeim mótum. Hún vann svo til átta gullverðlauna á Unglingameistara- móti Íslands, auk nokkurra silfur- og brons- verðlauna. Þá varð hún Íslandsmeistari í fimmtarþraut innanhúss og sjöþraut utan- húss með nokkur hundruð stiga bætingu í bæði skiptin. Alls vann hún 31 verðlaun á átta stærstu mótum ársins og setti átján HSK- met á árinu. Fjóla náði þeim frábæra árangri að vera valin í A-landslið Íslands, í 100 m og 400 m grindahlaupi og í 4x400 m boðhlaupi. Fjóla keppti í Evrópukeppni landsliða í Reykja- vík í lok júní og stóð sig frábærlega, varð þriðja í 400 m hlaupi og hljóp lokasprettinn í 4x400 m boðhlaupi þar sem sveit Íslands landaði silfurverðlaunum. Jófríður Ísdís hreppti brons í Svíþjóð Íslenskir frjálsíþróttamenn tóku þátt í sterku innanhússkastmóti í bænum Växjö í Svíþjóð helgina 10.–11. mars sl. Jófríður Ísdís Skafta- dóttir úr Ungmennafélaginu Skipaskaga hreppti bronsverðlaun í kringlukasti í flokki 15 ára stúlkna er hún kastaði kringlunni 41,49 m. Jófríður Ísdís var að keppa í fyrsta sinn á erlendri grund en þrátt fyrir ungan aldur er ljóst að þarna er á ferð mikið efni sem spenn- andi verður að fylgjast með í framtíðinni. Besti árangur Jófríðar utanhúss í greininni er 47,53 m. Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppti á sama móti og bætti sig í kúluvarpi. Helga varpaði kúlunni 15,33 m en besti árangur hennar var áður 15,01 m, í fyrra. Íslandsmet Guðrúnar Ingólfsdóttur innanhúss er 15,64 m. Hilmar Örn Jónsson og Óðinn Björn Þorsteinsson voru einng á meðal keppenda. Jófríður Ísdís Skaftadóttir til hægri ásamt Ragnheiði Önnu Þórsdóttur á MÍ fullorðinna á sl. sumri. Íþróttafólk ársins

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.