Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Með hækkandi sól fara margir að hugsa sér til hreyfings. Ungmennafélag Íslands stendur fyrir nokkrum áhugaverðum verk- efnum á sumri komanda eins og undan- farin ár. Mjög góð þátttaka var í verkefn- um sem UMFÍ bauð upp á sl. sumar og má í því sambandi nefna að yfir 15.000 manns tóku þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Hvetjum fólk til þátttöku „Þátttaka almennings í verkefnum, sem við höfum boðið upp á, hefur verið góð og ég er bjartsýnn á að svo verði einnig í sumar. Vefur- inn ganga.is hefur að geyma miklar upplýs- ingar og þangað getur almenningur sótt ýmsan fróðleik. Göngubókin verður almenn- ingi aðgengileg eins og undanfarin ár en henni verður dreift að þessu sinni á sölustöðv- um Olís vítt og breitt um landið. Hún hefur mikið upplýsingagildi og stefnt er að því að hún fari í dreifingu í maí. Eins og jafnan hvetj- um við fólk til þátttöku,“ sagði Sigurður Guð- mundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í spjalli við Skinfaxa. Hér hefur verið tekið saman hvaða verkefni standa almenningi til boða í sumar. Ganga.is Flott heimasíða sem er alltaf verið að uppfæra og gera aðgengilegri fyrir þá sem vilja hreyfa sig og ganga á fjöll. Á ganga.is gefur að líta ýmsan fróðleik um hvað beri að hafa í huga þegar farið er af stað í gönguferð eða fjall- göngu. Þar má finna fjölda stuttra og langra gönguleiða um allt land sem og upplýsingar um þau fjöll sem sambandsaðilar mæla sér- staklega með að þátttakendur í verkefninu Fjölskyldan á fjallið gangi á. Lagt er upp með að fjölskyldan hreyfi sig saman í fallegri nátt- úru. Á ganga.is má einnig finna upplýsingar m.a. um helstu sundlaugar og golfvelli lands- ins og fá góða yfirsýn yfir þá þjónustu sem finna má á hverjum stað. Á ganga.is verður einnig áfram haldið utan um skráningarkerf- ið sem tengist verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla synda eða ganga! sem verður haldið úti þriðja sumarið í röð. Göngubók Göngubókin Göngum um Ísland kemur út í vor eins og undanfarin ár. Bókin hefur að geyma 278 stuttar gönguleiðir og 24 fjöll sem í boði eru í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Í bókinni er að finna ýmsar upplýsingar sem gott er að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð, hvort sem um er að ræða stutta eða langa. Bókinni verður komið til dreifingar á allar Olísstöðvar á landinu, allar sundlaugar og á helstu ferðamannastaði. Verkefni sumarsins Fjölskyldan á fjallið Verkefnið Fjölskyldan á fjallið verður í sumar á sínum stað eins og mörg undanfarin ár. Góð þátttaka hefur verið í verkefninu og hef- ur hún vaxið jafnt og þétt. Hátt í 20 þúsund göngugarpar rituðu nöfn sín í gestabækur sl. sumar sem voru á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Markmiðið er að fá fjöl- skyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkams- rækt innan fjölskyldunnar. Göngugarpar hafa verið hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabæk- urnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dreg- ið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Hægt er að kynna sér þau fjöll sem eru í verkefninu á ganga.is eða í göngubókinni Göngum um Ísland. Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem verður fram haldið þriðja sumarið í röð. Megintilgangur verkefn- isins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjöl- skyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá þá hreyfingu sem þeir stunda á vefinn ganga.is, fyrir að hjóla 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og fyrir að ganga á fjöll. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur brons- merki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka, óháð aldri, en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklings- keppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! í sumar. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ Frjálsíþróttaskóli UMFÍ hefur notið mikilla vin- sælda undanfarin ár. Skólinn verður haldinn í sumar á nokkrum stöðum á landinu en þeir staðir hafa verið auglýstir á heimasíðu UMFÍ. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðal- áhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissu- ferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmenna- félag Íslands hefur yfirumsjón með fram- kvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðar- menn til starfa við skólann. Lagt er upp með að vera með fagmenntaða kennara í kennslu á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vett- vangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi. Þannig gegnir skólinn mikil- vægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar. Fjölmargar rann- sóknir styðja þá staðhæfingu að ungmenni, sem stunda íþróttir, leiðist síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ 8.–10 júní og Unglinga- landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.