Skinfaxi - 01.03.2012, Side 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Kvennalið Njarð-
víkur bikarmeist-
ari í fyrsta sinn
Kvennalið Ungmenna-
félags Njarðvíkur varð í
fyrsta skipti í sögu félags-
ins bikarmeistari í körfu-
knattleik þegar liðið
lagði Snæfell að velli, 84:77, í úrslitaleik sem
fram fór í Laugardalshöllinni 18. febrúar sl.
Hvorugt þessara liða hafði orðið bikar-
meistari áður og því var ljóst að nýtt nafn
yrði letrað á bikarinn eftirsótta. Viðureign
liðanna var bráðfjörug og jöfn en Suður-
nesjaliðið reyndist sterkara og fagnaði
glæstum sigri innilega í leikslok.
KARFA:
Keflvíkingar
bikarmeistarar í
sjötta sinn
Karlalið Keflavíkur íþrótta-
og ungmennafélags varð
bikarmeistari í körfuknatt-
leik í sjötta sinn þegar lið-
ið sigraði Tindastól í hörku-
skemmtilegum úrslitaleik, 97:95, í úrslita-
leik í Laugardalshöllinni 18. febrúar sl. Kefl-
víkingar höfðu frumkvæðið allan leikinn en
Tindastólsmenn voru samt aldrei langt
undan, gáfust aldrei upp, og undir lokin
hljóp spenna í leikinn þegar norðanmenn
minnkuðu forskot Keflvíkinga jafnt og
þétt. Tindastólsmenn voru þarna að leika
fyrsta úrslitaleik sinn og var því leikurinn
mikil reynsla fyrir þá sem þeir eiga eftir að
búa að. Keflvíkingar hafa á að skipa geysi-
lega öflugu liði og voru vel að þessum sigri
komnir. Þetta var í sjötta sinn sem þeir
hampa bikarnum en síðast urðu þeir bikar-
meistarar 2004. Þrátt fyrir ósigurinn geta
Tindastólsmenn borið höfuðið hátt, þeir
gáfust aldrei upp og voru ansi nálægt því
að hafa sigur í lokin.
Á fimmta hundrað sjálfboðaliða lagði á
sig samtals yfir sjö þúsund stunda vinnu
til að Unglingalandsmót UMFÍ yrði að
veruleika. Nítján félög lögðu til sjálfboða-
liða. Frá þessu var greint á uppgjörsfundi
unglingalandsmótsnefndar á Egilsstöð-
um þann 16. febrúar sl. Sjálfboðaliðarnir
voru alls 431 og vinnustundir þeirra 7176.
Flestir sjálfboðaliðanna, 56%, skráðu sig
til vinnu fyrir Hött á Egilsstöðum.
Flestir sjálfboðaliðar voru að störfum
við frjálsar íþróttir eða 100 og næstflestir
við knattspyrnu, 57. Flestar vinnustundir
voru einnig skráðar á frjálsíþróttirnar,
Á fimmta hundrað sjálfboðaliðar komu að Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum
2026 eða 28%, en næstflestar á undir-
búningsnefndina, 23%. Nefndin var að
störfum í um tvö ár. Yfir 60% vinnustund-
anna voru skráðar á sjálfboðaliða Hattar
en næstflestar á Akstursíþróttafélagið
START (6,4%) og á Þrist (4,8%).
Engin launuð störf eru inni í þessum
tölum. Uppgjör mótsins verður kynnt
nánar fyrir aðildarfélögum UÍA á þingi
í vor. Tölurnar sýna, svo að ekki verður
um villst, þau miklu verðmæti sem
ungmenna- og íþróttahreyfingin skapar
með sjálfboðaliðavinnu.